Drepur ekki mann þó að maður sé í Keflavík

Ákæruvaldið benti á ný gögn og nýja þekkingu á áhrifum ...
Ákæruvaldið benti á ný gögn og nýja þekkingu á áhrifum gæsluvarðhalds og einangrunar. mbl.is/​Hari

Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, byggir sýknukröfu sína að miklu leyti á niðurstöðum endurupptökunefndar, en málflutningur í endurupptökumáli fer fram í Hæstarétti í dag. Ákæruvaldið krefst þess að allir dómfelldu verði sýknaðir af því að hafa ráðið mönnunum bana.

Fyrir liggur að sakfelling í málinu byggist eingöngu á játningum dómfelldu en ekki á áþreifanlegum sönnunargögnum. Lík Guðmundar og Geirfinns Einarssona hafa aldrei fundist og ekki er vitað hvort þeim var yfir höfuð ráðinn bani.

Fram kom í máli Davíðs að forsendur sakfellingar í Hæstarétti árið 1980 hefðu verið þær að dómfelldu hefðu haldið fast í játningar sínar í gegnum rannsóknina þrátt fyrir að þær hefðu verið dregnar til baka undir lokin. Í skýrslu endurupptökunefndar kemur hins vegar fram að sakborningar hafi á sínum tíma bæði bætt í og dregið úr þætti sínum í málunum meðan á rannsókninni stóð.

Fyrst hafi þeir staðið fyrir utan miðju átaka við Guðmund og Geirfinn en færst nær átökunum eftir því leið á rannsóknina. Sævar Ciesielski hafi til að mynda að verið búinn að sitja í einangrun í eitt ár þegar hann féllst á þá atburðaráðs sem átti að hafa leitt til dauða Geirfinns. Kristján Viðar Viðarsson hafði verið í einangrun í 10 mánuði þegar hann féllst á sinn þátt. Áreiðaleiki þessara játninga er því talinn mjög veikur.

Þá má leiða líkur að því að harðræði sem dómfelldu í málinu máttu sæta í gæsluvarðhaldi hafi verið mun meira en Hæstiréttur hafði vitneskju um á sínum tíma. Ekki hafi verið um einstök atvik að ræða heldur hafi harðræðið verið viðvarandi um langan tíma.

Þá hafi aðgengi dómfelldu í málinu að verjendum og réttargæslumönnum verið takmarkað og það hafi hamlað vinnu við málsvörn. Einnig hafi skráningu yfirheyrslna verið ábótavant og leiða megi lýkur að því að spilliáhrif hafi átti sér stað. Í mörgum tilfellum hafi verið ómögulegt að vita hver sagði hvað. Um hvað var spurt og hverju var verið að svara.

Ný þekking á gæsluvarðahaldi og einangrun skiptir máli

Davíð sagði ýmislegt hafa gerst frá því dómur var kveðinn upp í málinu í Hæstarétti. Einn mikilvægur þáttur væri að lagagrundvöllur nú væri annar en hann var á þeim tíma er varðar rangt metin sönnunargögn.

Þá hafi komið fram ný gögn í fangelsisdagbókum, sem og úr dagbókum Trygga Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Sálfræðimat á játningum og framburði er einnig mikilvægt atriði, að sögn Davíðs.

Einnig hafi rannsóknir á gæsluvarðhaldi og einangrun sýnt fram á eyðileggjandi áhrif á persónuleika manna og framburð þeirra. Ný þekking á þessu sviði skipti miklu máli. Davíð sagði vert að hafa það í huga að á þessum tíma hefði gæsluvarðhald verið notað til að knýja fram játningar. Mörg dæmi væru um að mönnum hefði verið haldið lengur í gæsluvarðhaldi en þörf var á. Sterkar vísbendingar séu að gæsluvarðhald með tilheyrandi einangrun og afarkostum hafi í tilfellum dómfelldu verið beitt til að brjóta þau á bak aftur. Húsakynnin í Síðumúlafangelsinu, þar sem dómfelldu voru vistuð í gæsluvarðhaldi, hafi heldur ekki verið búin fyrir svo langa dvöl.

Davíð sagði ekki hafa verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem voru til staðar. Aðstæður í gæsluvarðhaldi, harðræði hefði verið beitt og að andleg heilsa ungmennanna hefði verið bágborin frá upphafi. Þau hefðui þurft á ýmsum lyfjum að halda á hverjum degi, meðal annars ávanabindandi róandi lyfjum. Benti hann á að Kristján Viðar hefði tvisvar reynt sjálfsvíg í gæsluvarðhaldi, Albert hefði verið beittur sérstökum sefjunaraðferðum til að hjálpa honum að muna og Sævar og Kristján hefðu ítrekað verið í ruglástandi. Einangrunarvistin hefði verið til þess fallin að hafa mjög skemmandi áhrif á dómfelldu.

Málin tvinnuðust saman þrátt fyrir óljósa eða enga tengingu

Guðmundur Einarsson hvarf í janúar árið 1974 en Geirfinnur Einarsson í nóvember sama ár. Þrátt fyrir að ekki hafi verið augljós tenging á milli málanna tvinnuðust þau saman. Ekki er vitað til þess að mennirnir hafi þekkst eða að leiðir þeirra hafi nokkurn tíma legið saman. Tveir dómfelldu voru taldir koma að báðum málunum og varð það til þess að þau blönduðust sama. Sömu lögreglumenn komu að rannsókn beggja mála og þau voru rekin saman fyrir Hæstarétti.

Davíð fjallaði þó um málin í sitthvoru lagi undir lokin og benti á að í Guðmundarmáli hefði Hæstiréttur ekki talið sönnunarstöðuna sterkari en svo að dómurinn treysti sér ekki til að aðgreina þátt hvers sakbornings fyrir sig í meintri árás á Guðmund. Gengið var út frá því að allir hefðu átt jafnan þátt í dauða Guðmundar. Davíð sagði hins vegar mikilvægt þegar menn væru sakfelldir fyrir manndráp að það lægi fyrir með hvaða hætti viðkomandi hefði orðið manni að bana. Hann sagði að í þessu fælist viðurkenning á því að Hæstiréttur vissi ekki hvað gerðist.

Sagði hann ákæruvaldið fallast á niðurstöðu endurupptökunefndar að sakfelling dómfelldu hefði ekki verið rökstudd með sönnunargögnum og væri sýknukrafan byggð á því.

Davíð sagði aðferðafræði í Geirfinnsmáli hafa verið með svipuðum hætti. Sakfelling hefði verið byggð á játningum en þær hefðu þróast eftir því því sem málinu vatt fram. Dómfelldu hefðu viðurkennt að hafa verið í Keflavík þegar Geirfinnur hvarf þaðan. „Segja má að þó að maður sé í Keflavík þá drepi maður ekki mann.“

Tímalína málsins.
Tímalína málsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrripartinn í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjór Vaðlaheiðarganga. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »

Fór hringinn um Ísland á rafhjóli

Í gær, 22:46 „Ferðin og upplifunin var gríðarlega áhugaverð og einstök fyrir mig enda kem ég frá Indlandi þar sem aðstæður og veðrið er gjörólíkt. Veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og olli mér áhyggjum, sérstaklega vindurinn,“ segir Sushil Reddy, stofnandi Sun Pedal Ride, í samtali við mbl.is. Meira »

Ósátt við rangar fréttir af Kötlugosi

Í gær, 22:36 Eldfjallafræðingur sem gerði rannsóknir á útstreymi koltvísýring frá Kötlu, ásamt fleiri vísindamönnum, og ritaði grein um niðurstöðurnar í tímaritinu Geophysical Research Letters, er mjög ósáttur við grein um eldfjallið sem birtist í Sunday Times. Fyrirsögn greinarinnar er „Íslenskur risi að því kominn að gjósa“. Meira »

Drógu vélarvana skemmtibát í land

Í gær, 21:58 Í kvöld barst neyðarkall frá vélavana skemmtibáti í Eyjafirði og fór hópur frá björgunarsveitinni Ægi í Grenivík á staðinn. Tóku þeir bátinn í tog og drógu hann til hafnar á Svalbarðseyri þar sem honum var komið upp á land. Meira »

Spánartogararnir hverfa hver af öðrum

Í gær, 21:03 Sólbakur EA 301 lagði að bryggju í Ghent í Belgíu aðfaranótt föstudags eftir fjögurra sólarhringa siglingu frá Akureyri. Útgerðarfélag Akureyringa gerði skipið út í yfir 40 ár og bar það lengst af nafnið Kaldbakur EA 1. Meira »

Íþaka gerð upp með gömlum tólum

Í gær, 20:49 Nú standa yfir endurbætur á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Húsið á sér langa sögu en það var byggt á árunum 1866-67 en eitthvað kunnu menn fyrir sér í að byggja á þeim tíma því húsið þykir í góðu ástandi og ekki bólar á myglu þar. Gömul verkfæri eru notuð við framkvæmdina. Meira »

8 ára fær ekki nauðsynleg gigtarlyf

Í gær, 20:47 „Ég hef ekki undan að svara landsmönnum sem vilja bjóða mér lyfin sín. Viðbrögðin hafa verið svakalega góð og það hefur ekki stoppað síðan viðtalið birtist. Þetta eru tuttugu töflur hér og þar en það er engin lausn,“ segir Sigurveig Margrét Stefánsdóttir læknir í samtali við mbl.is. Meira »

Íbúum Flateyrar fjölgar um 30 prósent

Í gær, 19:41 Rúmlega 300 manns voru viðstaddir þegar Lýðháskólinn á Flateyri var settur í fyrsta sinn í íþróttahúsi bæjarins á laugardag, að viðstöddum forseta Íslands. Af því tilefni héldu Flateyringar bæjarhátíð með tónlist, upplestri og kvikmyndasýningum auk þess sem opin hús voru víða um bæinn þar sem starfsemi stofnana og fyrirtækja var kynnt. Meira »

Sjúkdómur unga fólksins

Í gær, 18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »