Drepur ekki mann þó að maður sé í Keflavík

Ákæruvaldið benti á ný gögn og nýja þekkingu á áhrifum ...
Ákæruvaldið benti á ný gögn og nýja þekkingu á áhrifum gæsluvarðhalds og einangrunar. mbl.is/​Hari

Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, byggir sýknukröfu sína að miklu leyti á niðurstöðum endurupptökunefndar, en málflutningur í endurupptökumáli fer fram í Hæstarétti í dag. Ákæruvaldið krefst þess að allir dómfelldu verði sýknaðir af því að hafa ráðið mönnunum bana.

Fyrir liggur að sakfelling í málinu byggist eingöngu á játningum dómfelldu en ekki á áþreifanlegum sönnunargögnum. Lík Guðmundar og Geirfinns Einarssona hafa aldrei fundist og ekki er vitað hvort þeim var yfir höfuð ráðinn bani.

Fram kom í máli Davíðs að forsendur sakfellingar í Hæstarétti árið 1980 hefðu verið þær að dómfelldu hefðu haldið fast í játningar sínar í gegnum rannsóknina þrátt fyrir að þær hefðu verið dregnar til baka undir lokin. Í skýrslu endurupptökunefndar kemur hins vegar fram að sakborningar hafi á sínum tíma bæði bætt í og dregið úr þætti sínum í málunum meðan á rannsókninni stóð.

Fyrst hafi þeir staðið fyrir utan miðju átaka við Guðmund og Geirfinn en færst nær átökunum eftir því leið á rannsóknina. Sævar Ciesielski hafi til að mynda að verið búinn að sitja í einangrun í eitt ár þegar hann féllst á þá atburðaráðs sem átti að hafa leitt til dauða Geirfinns. Kristján Viðar Viðarsson hafði verið í einangrun í 10 mánuði þegar hann féllst á sinn þátt. Áreiðaleiki þessara játninga er því talinn mjög veikur.

Þá má leiða líkur að því að harðræði sem dómfelldu í málinu máttu sæta í gæsluvarðhaldi hafi verið mun meira en Hæstiréttur hafði vitneskju um á sínum tíma. Ekki hafi verið um einstök atvik að ræða heldur hafi harðræðið verið viðvarandi um langan tíma.

Þá hafi aðgengi dómfelldu í málinu að verjendum og réttargæslumönnum verið takmarkað og það hafi hamlað vinnu við málsvörn. Einnig hafi skráningu yfirheyrslna verið ábótavant og leiða megi lýkur að því að spilliáhrif hafi átti sér stað. Í mörgum tilfellum hafi verið ómögulegt að vita hver sagði hvað. Um hvað var spurt og hverju var verið að svara.

Ný þekking á gæsluvarðahaldi og einangrun skiptir máli

Davíð sagði ýmislegt hafa gerst frá því dómur var kveðinn upp í málinu í Hæstarétti. Einn mikilvægur þáttur væri að lagagrundvöllur nú væri annar en hann var á þeim tíma er varðar rangt metin sönnunargögn.

Þá hafi komið fram ný gögn í fangelsisdagbókum, sem og úr dagbókum Trygga Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Sálfræðimat á játningum og framburði er einnig mikilvægt atriði, að sögn Davíðs.

Einnig hafi rannsóknir á gæsluvarðhaldi og einangrun sýnt fram á eyðileggjandi áhrif á persónuleika manna og framburð þeirra. Ný þekking á þessu sviði skipti miklu máli. Davíð sagði vert að hafa það í huga að á þessum tíma hefði gæsluvarðhald verið notað til að knýja fram játningar. Mörg dæmi væru um að mönnum hefði verið haldið lengur í gæsluvarðhaldi en þörf var á. Sterkar vísbendingar séu að gæsluvarðhald með tilheyrandi einangrun og afarkostum hafi í tilfellum dómfelldu verið beitt til að brjóta þau á bak aftur. Húsakynnin í Síðumúlafangelsinu, þar sem dómfelldu voru vistuð í gæsluvarðhaldi, hafi heldur ekki verið búin fyrir svo langa dvöl.

Davíð sagði ekki hafa verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem voru til staðar. Aðstæður í gæsluvarðhaldi, harðræði hefði verið beitt og að andleg heilsa ungmennanna hefði verið bágborin frá upphafi. Þau hefðui þurft á ýmsum lyfjum að halda á hverjum degi, meðal annars ávanabindandi róandi lyfjum. Benti hann á að Kristján Viðar hefði tvisvar reynt sjálfsvíg í gæsluvarðhaldi, Albert hefði verið beittur sérstökum sefjunaraðferðum til að hjálpa honum að muna og Sævar og Kristján hefðu ítrekað verið í ruglástandi. Einangrunarvistin hefði verið til þess fallin að hafa mjög skemmandi áhrif á dómfelldu.

Málin tvinnuðust saman þrátt fyrir óljósa eða enga tengingu

Guðmundur Einarsson hvarf í janúar árið 1974 en Geirfinnur Einarsson í nóvember sama ár. Þrátt fyrir að ekki hafi verið augljós tenging á milli málanna tvinnuðust þau saman. Ekki er vitað til þess að mennirnir hafi þekkst eða að leiðir þeirra hafi nokkurn tíma legið saman. Tveir dómfelldu voru taldir koma að báðum málunum og varð það til þess að þau blönduðust sama. Sömu lögreglumenn komu að rannsókn beggja mála og þau voru rekin saman fyrir Hæstarétti.

Davíð fjallaði þó um málin í sitthvoru lagi undir lokin og benti á að í Guðmundarmáli hefði Hæstiréttur ekki talið sönnunarstöðuna sterkari en svo að dómurinn treysti sér ekki til að aðgreina þátt hvers sakbornings fyrir sig í meintri árás á Guðmund. Gengið var út frá því að allir hefðu átt jafnan þátt í dauða Guðmundar. Davíð sagði hins vegar mikilvægt þegar menn væru sakfelldir fyrir manndráp að það lægi fyrir með hvaða hætti viðkomandi hefði orðið manni að bana. Hann sagði að í þessu fælist viðurkenning á því að Hæstiréttur vissi ekki hvað gerðist.

Sagði hann ákæruvaldið fallast á niðurstöðu endurupptökunefndar að sakfelling dómfelldu hefði ekki verið rökstudd með sönnunargögnum og væri sýknukrafan byggð á því.

Davíð sagði aðferðafræði í Geirfinnsmáli hafa verið með svipuðum hætti. Sakfelling hefði verið byggð á játningum en þær hefðu þróast eftir því því sem málinu vatt fram. Dómfelldu hefðu viðurkennt að hafa verið í Keflavík þegar Geirfinnur hvarf þaðan. „Segja má að þó að maður sé í Keflavík þá drepi maður ekki mann.“

Tímalína málsins.
Tímalína málsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Huginn lengdur um 7,2 metra

20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Upplifði tölvupóstinn sem hótun

20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »

Uppsögnin „óverðskulduð og meiðandi“

16:21 Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir það mikinn létti að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggi nú fyrir og staðfesti að uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar, var réttmæt. Meira »

Draga úr vægi greininga í skólastarfi

16:10 Einfalda á stoðkerfi við börn með sérstakar þarfir í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á með það að markmiði að veita börnum þjónustu í nærumhverfi þeirra. Þetta er meðal aðgerða sem farið verður í á árunum 2019 til 2021 samkvæmt nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Meira »

Rannsókn á neðri hæð lokið

16:03 Rannsókn lögreglu á neðri hæð hússins á Hvaleyrarbraut 39, sem brann um helgina, er nú lokið og hefur hún verið afhent tryggingafélagi eigenda. Þetta segir Skúli Jóns­son stöðvar­stjóri á lög­reglu­stöðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is. Meira »

„Þvílíkur formaður!“

15:55 „[H]ann í alvöru skáldar upp sakir á félagsmann og síðan fær hann rekinn úr félaginu. Þvílíkur leiðtogi !! Þvílíkur formaður !!“ Þetta skrifar Heiðveig María Einarsdóttir, frambjóðandi til formanns Sjómannafélagsins, á Facebook-síðu framboðslista síns, og vísar til gjörða núverandi formanns, Jónasar Garðarssonar. Meira »

Báðar uppsagnirnar réttmætar

15:13 Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, í haust var réttmæt. Það á sömuleiðis við um uppsögn Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra Orku nátúrunnar. Í úttektinni er að finna ábendingar um framkvæmd uppsagnanna og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum. Meira »

Upptaka frá blaðamannafundi OR

15:02 Blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem niðurstaða út­tekt­ar innri end­ur­skoðunar á vinnustaðar­menn­ingu og til­tekn­um starfs­manna­mál­um er nú lokið. Fundurinn var í beinni útsendingu en sjá má upptöku frá fundinum í þessari frétt. Meira »

Frétti af fundinum í fjölmiðlum

14:38 Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem var sagt upp störf­um sem for­stöðumanni ein­stak­lings­markaðar Orku nátt­úr­unn­ar í haust, frétti af blaðamannafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefst klukkan 15 í dag, í fjölmiðlum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

14:19 Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi til móts við Grjótháls rétt fyrir klukkan tvö í dag. Nokkrar tafir hafa orðið á umferð vegna slyssins. Meira »

Fimm nýir leikskólar og 750 fleiri pláss

14:08 Stefnt er að því að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum og tryggja þannig öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í borginni fyrir lok árs 2023. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu stýrihóps um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Aftanákeyrsla á Akureyri

13:56 Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann ók aftan á bíl ferðaþjónustu fatlaðra á Hlíðarbraut á Akureyri á öðrum tímanum í dag. Meira »