Drepur ekki mann þó að maður sé í Keflavík

Ákæruvaldið benti á ný gögn og nýja þekkingu á áhrifum ...
Ákæruvaldið benti á ný gögn og nýja þekkingu á áhrifum gæsluvarðhalds og einangrunar. mbl.is/​Hari

Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, byggir sýknukröfu sína að miklu leyti á niðurstöðum endurupptökunefndar, en málflutningur í endurupptökumáli fer fram í Hæstarétti í dag. Ákæruvaldið krefst þess að allir dómfelldu verði sýknaðir af því að hafa ráðið mönnunum bana.

Fyrir liggur að sakfelling í málinu byggist eingöngu á játningum dómfelldu en ekki á áþreifanlegum sönnunargögnum. Lík Guðmundar og Geirfinns Einarssona hafa aldrei fundist og ekki er vitað hvort þeim var yfir höfuð ráðinn bani.

Fram kom í máli Davíðs að forsendur sakfellingar í Hæstarétti árið 1980 hefðu verið þær að dómfelldu hefðu haldið fast í játningar sínar í gegnum rannsóknina þrátt fyrir að þær hefðu verið dregnar til baka undir lokin. Í skýrslu endurupptökunefndar kemur hins vegar fram að sakborningar hafi á sínum tíma bæði bætt í og dregið úr þætti sínum í málunum meðan á rannsókninni stóð.

Fyrst hafi þeir staðið fyrir utan miðju átaka við Guðmund og Geirfinn en færst nær átökunum eftir því leið á rannsóknina. Sævar Ciesielski hafi til að mynda að verið búinn að sitja í einangrun í eitt ár þegar hann féllst á þá atburðaráðs sem átti að hafa leitt til dauða Geirfinns. Kristján Viðar Viðarsson hafði verið í einangrun í 10 mánuði þegar hann féllst á sinn þátt. Áreiðaleiki þessara játninga er því talinn mjög veikur.

Þá má leiða líkur að því að harðræði sem dómfelldu í málinu máttu sæta í gæsluvarðhaldi hafi verið mun meira en Hæstiréttur hafði vitneskju um á sínum tíma. Ekki hafi verið um einstök atvik að ræða heldur hafi harðræðið verið viðvarandi um langan tíma.

Þá hafi aðgengi dómfelldu í málinu að verjendum og réttargæslumönnum verið takmarkað og það hafi hamlað vinnu við málsvörn. Einnig hafi skráningu yfirheyrslna verið ábótavant og leiða megi lýkur að því að spilliáhrif hafi átti sér stað. Í mörgum tilfellum hafi verið ómögulegt að vita hver sagði hvað. Um hvað var spurt og hverju var verið að svara.

Ný þekking á gæsluvarðahaldi og einangrun skiptir máli

Davíð sagði ýmislegt hafa gerst frá því dómur var kveðinn upp í málinu í Hæstarétti. Einn mikilvægur þáttur væri að lagagrundvöllur nú væri annar en hann var á þeim tíma er varðar rangt metin sönnunargögn.

Þá hafi komið fram ný gögn í fangelsisdagbókum, sem og úr dagbókum Trygga Rúnars Leifssonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Sálfræðimat á játningum og framburði er einnig mikilvægt atriði, að sögn Davíðs.

Einnig hafi rannsóknir á gæsluvarðhaldi og einangrun sýnt fram á eyðileggjandi áhrif á persónuleika manna og framburð þeirra. Ný þekking á þessu sviði skipti miklu máli. Davíð sagði vert að hafa það í huga að á þessum tíma hefði gæsluvarðhald verið notað til að knýja fram játningar. Mörg dæmi væru um að mönnum hefði verið haldið lengur í gæsluvarðhaldi en þörf var á. Sterkar vísbendingar séu að gæsluvarðhald með tilheyrandi einangrun og afarkostum hafi í tilfellum dómfelldu verið beitt til að brjóta þau á bak aftur. Húsakynnin í Síðumúlafangelsinu, þar sem dómfelldu voru vistuð í gæsluvarðhaldi, hafi heldur ekki verið búin fyrir svo langa dvöl.

Davíð sagði ekki hafa verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem voru til staðar. Aðstæður í gæsluvarðhaldi, harðræði hefði verið beitt og að andleg heilsa ungmennanna hefði verið bágborin frá upphafi. Þau hefðui þurft á ýmsum lyfjum að halda á hverjum degi, meðal annars ávanabindandi róandi lyfjum. Benti hann á að Kristján Viðar hefði tvisvar reynt sjálfsvíg í gæsluvarðhaldi, Albert hefði verið beittur sérstökum sefjunaraðferðum til að hjálpa honum að muna og Sævar og Kristján hefðu ítrekað verið í ruglástandi. Einangrunarvistin hefði verið til þess fallin að hafa mjög skemmandi áhrif á dómfelldu.

Málin tvinnuðust saman þrátt fyrir óljósa eða enga tengingu

Guðmundur Einarsson hvarf í janúar árið 1974 en Geirfinnur Einarsson í nóvember sama ár. Þrátt fyrir að ekki hafi verið augljós tenging á milli málanna tvinnuðust þau saman. Ekki er vitað til þess að mennirnir hafi þekkst eða að leiðir þeirra hafi nokkurn tíma legið saman. Tveir dómfelldu voru taldir koma að báðum málunum og varð það til þess að þau blönduðust sama. Sömu lögreglumenn komu að rannsókn beggja mála og þau voru rekin saman fyrir Hæstarétti.

Davíð fjallaði þó um málin í sitthvoru lagi undir lokin og benti á að í Guðmundarmáli hefði Hæstiréttur ekki talið sönnunarstöðuna sterkari en svo að dómurinn treysti sér ekki til að aðgreina þátt hvers sakbornings fyrir sig í meintri árás á Guðmund. Gengið var út frá því að allir hefðu átt jafnan þátt í dauða Guðmundar. Davíð sagði hins vegar mikilvægt þegar menn væru sakfelldir fyrir manndráp að það lægi fyrir með hvaða hætti viðkomandi hefði orðið manni að bana. Hann sagði að í þessu fælist viðurkenning á því að Hæstiréttur vissi ekki hvað gerðist.

Sagði hann ákæruvaldið fallast á niðurstöðu endurupptökunefndar að sakfelling dómfelldu hefði ekki verið rökstudd með sönnunargögnum og væri sýknukrafan byggð á því.

Davíð sagði aðferðafræði í Geirfinnsmáli hafa verið með svipuðum hætti. Sakfelling hefði verið byggð á játningum en þær hefðu þróast eftir því því sem málinu vatt fram. Dómfelldu hefðu viðurkennt að hafa verið í Keflavík þegar Geirfinnur hvarf þaðan. „Segja má að þó að maður sé í Keflavík þá drepi maður ekki mann.“

Tímalína málsins.
Tímalína málsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Réttlætir ekki skattfé í áhætturekstur

12:10 „Ég hef haft miklar áhyggjur af þessu lengi, svo ég get ekki sagt að ég hafi auknar áhyggjur í sjálfu sér,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við mbl.is um óvissustöðuna í tengslum við WOW Air. Meira »

Mörgum spurningum enn ósvarað

11:50 „Í fyrsta lagi talar ráðherrann um það að það þurfi þessa fjárheimild til þess að greiða rétt fram í tímann og síðan til þess að leiðrétta aftur í tímann, en fjármálaráðherra hefur sagt í ræðustól Alþingis að þetta stoppi ekki á fjárheimildum,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar. Meira »

Bilun hjá Reiknistofu bankanna

11:49 Bilun kom upp í morgun í kerfum hjá Reiknistofu Bankanna sem gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er engu að síður rétt. Meira »

„Smálán er ekkert smá lán“

11:16 27,3% þeirra sem leituðu aðstoðar hjá embætti umboðsmanns skuldara í fyrra voru á aldrinum 18-29 ára. Árið 2012 var hlutfallið 5%. „Það eru viðvörunarljós farin að blikka og við erum kannski bara að sjá toppinn á ísjakanum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Meira »

Ekkert amaði að fólkinu

10:58 Björgunarsveitarfólk kom að jeppafólki, sem var í vandræðum við Langjökul, á áttunda tímanum í morgun eftir um sex tíma ferðalag. Ekkert amar að fólkinu en svo virðist sem bíll eða bílar hafi bilað eða þeir fest sig. Meira »

Um 150 bílar stöðvaðir við eftirlit

10:47 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 150 bifreiðir á Reykjanesbraut við Innri-Njarðvík í gærkvöld í hefðbundnu umferðareftirliti. Allir ökumenn reyndust hafa sitt á hreinu nema einn sem ók sviptur ökuréttindum. Meira »

Stefnt að leiðréttingu bóta á næsta ári

10:34 Tryggingastofnun getur ekki leiðrétt greiðslu örorkubóta til þeirra sem fengu greiðslur sínar skertar á grundvelli rangra útreikninga stofnunarinnar fyrr en fyrir því hefur verið veitt fjárheimild. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á fundi velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Leiðakerfisbreytingar Strætó 26. og 27. mars

10:33 Þann 26. og 27. mars taka leiðakerfisbreytingar hjá Strætó gildi vegna framkvæmda NLSH við Gömlu Hringbraut. Tafir á framkvæmdum hafa seinkað leiðakerfisbreytingunum, en þær áttu upphaflega að taka gildi í byrjun janúar. Meira »

Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti

10:20 Aðkoma Samgöngustofu er varðar eftirlit með fjárreiðum flugrekenda snýr að því að tryggja það að flugöryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Meira »

Taka daginn í viðræðurnar

10:16 Fundur hófst klukkan 10:00 í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Meira »

Voru án rafmagns í rúman sólarhring

08:18 Raflínur slitnuðu og staurar brotnuðu á Melrakkasléttu þegar ofsaveður gekk yfir sl. föstudag en norðanstórhríðinni fylgdi mikil ísing þarna við sjóinn og sligaði línurnar. Meira »

Karlar mun fleiri en konur

07:57 Um 8.700 fleiri karlar en konur bjuggu á Íslandi í byrjun ársins. Það er sennilega Íslandsmet en hlutfallið milli karla og kvenna hefur breyst mikið síðustu ár. Meira »

Aukinn vandi vegna skyndilána

07:47 Ungt fólk á aldrinum 18-29 ára hefur ítrekað leitað til umboðsmanns skuldara vegna töku smálána. Segir umboðsmaður skuldara þetta verulegt áhyggjuefni. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir. Meira »

Yfir 300 þúsund gestir í Kerið í fyrra

07:37 „Við erum mjög ánægðir með hvernig aðsóknin hefur verið,“ segir Óskar Magnússon, einn rekstraraðila Kersins í Grímsnesi.   Meira »

Jeppafólki komið til aðstoðar

07:21 Björgunarsveitarfólk á Suðurlandi var kallað út í nótt vegna jeppafólks sem ekki hafði skilað sér niður af Langjökli í gærkvöldi. Meira »

Reynir á frárennsliskerfi

06:54 Nú er farið að bæta í vind og hlýna. Með morgninum bætir talsvert í rigningu sunnan og vestan til og hitinn fer víða í 5 til 8 stig. Búast má við miklum leysingum um allt land og í þéttbýli reynir mikið á frárennsliskerfi og góð leið til að fyrirbyggja vatnstjón er að greiða leið vatns í niðurföll. Meira »

Nánast allt flug WOW á áætlun

06:19 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti í kjölfar þess að slitnaði upp úr viðræðum við Icelandair Group í gærdag. Allar flugvélar WOW air frá Íslandi voru á áætlun í morgun fyrir utan flug til Gatwick-flugvallar í London. Meira »

Mætti innbrotsþjófnum

05:51 Íbúi fjölbýlishúss í Árbænum, sem var að koma heim á níunda tímanum í gærkvöldi, sá að útihurð íbúðarinnar var opin og að maður kemur út úr íbúðinni, sem er á tíundu hæð, með poka í hönd. Maðurinn nær að hlaupa á brott með verðmæti úr íbúðinni. Búið var að spenna upp útihurðina. Meira »

Hraðasta afgreiðslan er á Íslandi

05:30 Afgreiðsla vegabréfa á Íslandi er með því sem best gerist. Í dag tekur það tvo virka daga að fá vegabréfin afgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Svíþjóð kemur næst á eftir Íslandi með fimm daga en það tekur fjórar til sex vikur að fá vegabréf í Bandaríkjunum. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...