Heimsljós og heilsan

Ég borðaði nýjan fisk úr sjónum, drakk ógerilsneydda mjólk og …
Ég borðaði nýjan fisk úr sjónum, drakk ógerilsneydda mjólk og fékk grænmeti úr garðinum við húsið. Betri undirstaða að góðri heilsu er ekki til,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir í viðtalinu. Með á myndinni er kötturinn Tabbý. mbl.is/Árni Sæberg

Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hvorugt má vanrækja. Hins vegar vill oft gerast að sálræni þátturinn er afskiptur og það getur haft slæmar afleiðingar. Ef fólk tekur ekki á áföllum sem það verður fyrir heldur leyfir þeim að breytast í orkustíflu getur það leitt til líkamlegra veikinda síðar. Þess hef ég oft séð dæmi,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Vigdís er í forsvari fyrir eina stærstu heilsuhátíð landsins, Heimsljós sem haldin verður í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ nú um helgina, 15.-16. september. Margt hefur verið tekið fyrir á þessum hátíðum, en sú fyrsta var haldin árið 2010. Að þessu sinni er andleg líðan hins vegar í brennidepli og þá til að mynda máttur fyrirgefningarinnar.

„Áföll og sorg geta setið föst í líkamanum sé ekki tekið á málunum. Við erum alltaf að gera okkur betur grein fyrir þessum einföldu sannindum; #Metoo byltingin snemma á þessu ári var algjör vitundarvakning að þessu leyti og ég gæti nefnt fleiri áhrifaþætti,“ segir Vigdís.

Opnun Heimsljóss er heilunarguðsþjónusta sem verður annað kvöld, föstudag, klukkan 20 í Lágafellskirkju. Á laugardag er svo dagskrá í Lágafellsskóla milli klukkan 11 og 17 og á sunnudag frá 11 til 18:30. Meðal þeirra sem tala á Heimsljósi er Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir sem ræðir um sína persónulegu reynslu, það er fyrirgefningu í kjölfar barnsmissis og þann persónulega þroska sem því fylgdi.

Sjá umfjöllun um hátíðina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert