Jarðskjálfti við Bláfjöll

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir skjálftans varir.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir skjálftans varir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa eflaust margir fundið smáhristing áðan en jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð 6,2 kílómetra suður af Bláfjallaskála klukkan 20.17.

Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að um sé að ræða þekkt sprungusvæði, þarna verði jarðskjálftar öðru hvoru og því sé ekkert óvenjulegt við skjálftann í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert