Ríkið kaupi Vigur í Djúpi

Vigur í Djúpi er til sölu og margir hafa sýnt ...
Vigur í Djúpi er til sölu og margir hafa sýnt kaupum áhuga. Sigurður Bogi Sævarsson

Eðlilegt er að ríkið kaupi eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi sem nú er til sölu. Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Fjöldi jarða á Íslandi hefur að undanförnu verið seldur til erlendra fjárfesta, sem er áhyggjuefni og er þróun sem þarf að bregðast við.

Þarf gerjunartíma

Á það ekki síst við um náttúruperlur, staði sem eiga sér merka sögu, eru vinsælir meðal ferðamanna og svo framvegis. „Mér finnast öll rök hníga að því að ríkið kaupi Vigur. Þess eru mörg dæmi að ríki eða eftir atvikum sveitarfélög stígi inn í mál og kaupi eignir eða geri ráðstafanir þegar samfélagslegir hagsmunir krefjast,“ sagði Halla Signý í samtali við Morgunblaðið.

Fyrst vakti þingmaðurinn athygli á hugsanlegum kaupum ríkisins á Facebook-síðu sinni og hefur svo talað fyrir málinu fólks á meðal að undanförnu. Hún segir að hugmyndin hafi fengið almennt jákvæðar undirtektir. Lengra sé þetta þó ekki komið, enda þurfi svona mál alltaf nokkurn gerjunartíma.

Heimsókn er ævintýri

„Vigur er einstök náttúruperla. Þarna hefur sama fjölskyldan búið í langan tíma, fjórar kynslóðir, og hirt afar vel um staðinn. Heimsókn út í Vigur þangað sem eru reglulegar siglingar yfir sumarið er ævintýri, því þarna er einstakt fuglalíf og ferðaþjónusta sem núverandi ábúendur hafa byggt upp. Þarna koma allt að 10.000 manns á sumri hverju, en svo er spurning hversu aðgengileg eyjan verður þegar og ef nýir eigendur taka við,“ segir Halla Signý.

„Vigur skiptir okkur Vestfirðinga máli. Því væri eðlilegt að íslenska ríkið keypti eyjuna, tæki við keflinu og ræki þjónustu þar í þeirri mynd sem hún er í dag. Það væri verðug gjöf ríkisins til þjóðarinnar á fullveldisárinu. Sagan er líka auðlind. “

Í Vigur eru tvær friðlýstar byggingar sem báðar tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins. Önnur þeirra er svonefnt Viktoríuhús; timburhús í klassískum stíl, reist um 1860. Um svipað leyti var hin friðlýsta byggingin í eynni reist, sem er vindknúin kornmylla.

Fyrirspurnir frá útlöndum

Í dag búa í Vigur þau Salvar Baldursson og Hugrún Magnúsdóttir kona hans, og starfrækja þar ferðaþjónsutuna, vitja um æðarvarp og eru með sauðfé. Þau hyggjast nú bregða búi og flytja í land. Tveir eigendur eru að Vigur: Salvar og Ingunn Sturludóttir.

Vigur er á skrá hjá Fasteignasölunni Borg í Reykjavík og segir Davíð Ólafsson fasteignasali marga vera áhugasama um kaup. „Margir hafa samband og frá útlöndum koma 3-4 fyrirspurnir í hverri viku, enda hafa ýmis erlend blöð sagt frá því að Vigur sé til sölu. Verðmiðinn á jörðinni er um 300 milljónir króna, lægra förum við ekki því þetta er einstakur staður og ævistarf heilu kynslóðanna liggur að baki. Þegar eyjan kom á skrá í sumar gáfum við okkur að salan gæti tekið allt að tvö ár, því þetta er flókið ferli og að mörgu að hyggja,“ segir Davíð.

"Spurning hversu aðgengileg eyjan verður þegar og ef nýir eigendur taka við,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður. Sigurður Bogi Sævarsson

Innlent »

Loksins almennileg norðurljós

19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »

Lækka kostnað með aukinni skilvirkni

15:53 Tillögur átakshóps um aukið framboð af íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði miða meðal annars af því að auka samráð milli hagsmunaaðila, sveitarfélaga og ráðuneyta, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður hópsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mikilvægt að sýna starfsmönnum nærgætni

15:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að mál er varðar listaverk í eigu Seðlabankans væri tvíþætt og jafnvel þríþætt. Hún svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar sem spurði Katrínu um ákvörðun bankans um að færa til ákveðin listaverk. Meira »

Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið

15:33 Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi sínum í dag að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar þar sem gert er ráð fyrir Teigsskógarleið, leið Þ-H, með þremur atkvæðum gegn tveimur. Meira »

Bréfaskiptin verði gerð opinber

15:26 Forsætisnefnd Alþingis hefur óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins úr Klaustursmálinu að fá að gera bréfaskipti þeirra á milli opinber. Svör hafa ekki borist frá þingmönnunum. Meira »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Til leigu góður bílskúr með millilofti.
Góður 23.5 fm bílskúr við Háaleitisbraut - heitt/kalt vatn, milliloft - rafmagn...
Útsala !!! Bækur..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...