Ríkið kaupi Vigur í Djúpi

Vigur í Djúpi er til sölu og margir hafa sýnt ...
Vigur í Djúpi er til sölu og margir hafa sýnt kaupum áhuga. Sigurður Bogi Sævarsson

Eðlilegt er að ríkið kaupi eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi sem nú er til sölu. Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Fjöldi jarða á Íslandi hefur að undanförnu verið seldur til erlendra fjárfesta, sem er áhyggjuefni og er þróun sem þarf að bregðast við.

Þarf gerjunartíma

Á það ekki síst við um náttúruperlur, staði sem eiga sér merka sögu, eru vinsælir meðal ferðamanna og svo framvegis. „Mér finnast öll rök hníga að því að ríkið kaupi Vigur. Þess eru mörg dæmi að ríki eða eftir atvikum sveitarfélög stígi inn í mál og kaupi eignir eða geri ráðstafanir þegar samfélagslegir hagsmunir krefjast,“ sagði Halla Signý í samtali við Morgunblaðið.

Fyrst vakti þingmaðurinn athygli á hugsanlegum kaupum ríkisins á Facebook-síðu sinni og hefur svo talað fyrir málinu fólks á meðal að undanförnu. Hún segir að hugmyndin hafi fengið almennt jákvæðar undirtektir. Lengra sé þetta þó ekki komið, enda þurfi svona mál alltaf nokkurn gerjunartíma.

Heimsókn er ævintýri

„Vigur er einstök náttúruperla. Þarna hefur sama fjölskyldan búið í langan tíma, fjórar kynslóðir, og hirt afar vel um staðinn. Heimsókn út í Vigur þangað sem eru reglulegar siglingar yfir sumarið er ævintýri, því þarna er einstakt fuglalíf og ferðaþjónusta sem núverandi ábúendur hafa byggt upp. Þarna koma allt að 10.000 manns á sumri hverju, en svo er spurning hversu aðgengileg eyjan verður þegar og ef nýir eigendur taka við,“ segir Halla Signý.

„Vigur skiptir okkur Vestfirðinga máli. Því væri eðlilegt að íslenska ríkið keypti eyjuna, tæki við keflinu og ræki þjónustu þar í þeirri mynd sem hún er í dag. Það væri verðug gjöf ríkisins til þjóðarinnar á fullveldisárinu. Sagan er líka auðlind. “

Í Vigur eru tvær friðlýstar byggingar sem báðar tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins. Önnur þeirra er svonefnt Viktoríuhús; timburhús í klassískum stíl, reist um 1860. Um svipað leyti var hin friðlýsta byggingin í eynni reist, sem er vindknúin kornmylla.

Fyrirspurnir frá útlöndum

Í dag búa í Vigur þau Salvar Baldursson og Hugrún Magnúsdóttir kona hans, og starfrækja þar ferðaþjónsutuna, vitja um æðarvarp og eru með sauðfé. Þau hyggjast nú bregða búi og flytja í land. Tveir eigendur eru að Vigur: Salvar og Ingunn Sturludóttir.

Vigur er á skrá hjá Fasteignasölunni Borg í Reykjavík og segir Davíð Ólafsson fasteignasali marga vera áhugasama um kaup. „Margir hafa samband og frá útlöndum koma 3-4 fyrirspurnir í hverri viku, enda hafa ýmis erlend blöð sagt frá því að Vigur sé til sölu. Verðmiðinn á jörðinni er um 300 milljónir króna, lægra förum við ekki því þetta er einstakur staður og ævistarf heilu kynslóðanna liggur að baki. Þegar eyjan kom á skrá í sumar gáfum við okkur að salan gæti tekið allt að tvö ár, því þetta er flókið ferli og að mörgu að hyggja,“ segir Davíð.

"Spurning hversu aðgengileg eyjan verður þegar og ef nýir eigendur taka við,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður. Sigurður Bogi Sævarsson

Innlent »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

15:57 Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »

Henti þvottavélinni með fötunum í

15:50 „Nærfötin mín bara virðast ekki ætla að hætta að enda með einhverju móti á enduvinnslustöðvum sorpu um alla borg,“ segir í stöðuuppfærslu Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur unnustu Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Facebook. Sönn saga hér um einkaþjálfara sem henti nærfötunum hennar með þvottavélinni. Meira »

Sakar meirihlutann um blekkingar

15:44 „Þetta er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur hjá ráðherranum. Það stendur alveg skýrum stöfum frá þessum sama ráðherra að það stendur til að lækka fyrirhugaða fjáraukningu til öryrkja,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður fjárlaganefndar. Meira »

Í samstarf um að bæta strandlínu

15:42 Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Landmælinga Íslands skrifuðu undir samstarfssamning í dag sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbótum að strandlínu landsins. Meira »

Fresturinn lengdur um eitt ár

14:41 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið að framlengja um 12 mánuði frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meira »

„Megn pólitísk myglulykt“

14:27 „Fyrir mér blasir við að þarna lágu skýrir og greinilegir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabankans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn.“ Meira »

„Ljót pólitík gagnvart viðkvæmum hópi“

14:09 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sakar í samtali við mbl.is Ágúst Ólaf Ágústsson, annan varaformann fjárlaganefndar og þingmann Samfylkingarinnar, um að stunda „ljóta pólitík gagnvart viðkvæmum hópi.“ Meira »

Ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum

13:39 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sat kvöldverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel ávarpaði þar gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung. Meira »

Tíð innbrot í bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu

13:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um rúmlega hundrað innbrot í ökutæki frá því 1. október. Um það bil helmingur þessara innbrota hefur átt sér stað í miðborginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Meira »

Kynna nýtt CFC-frumvarp

12:37 Drög að nýju frumvarpi um svokallað CFC-ákvæði (e. Controlled foreign corporation) í skattalögum hefur verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Megintilgangurinn er að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi og sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta. Meira »

Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

12:04 Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Hann hefur starfað síðustu 10 árin sem framkvæmdastjóri félagasamtaka nú síðast fyrir Siðmennt og áður fyrir garðyrkjubændur. Meira »

Sýni ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum

11:58 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að vegna breytinga á hagspá milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga þurfi að stilla af einstaka liði, m.a til að sýna ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum. Stjórnvöld séu þó að auka heildarútgjöld um 4,6% af u.þ.b. 900 milljörðum í fjárlögum ársins 2019. Meira »

„Fullkominn misskilningur“

11:17 „Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða einhvers konar hagræðingaraðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhagsspá,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um fréttir af því að dregið verði úr hækkun framlags til öryrkja, úr fjórum milljörðum í 2,9 milljarða. Meira »

Allt að 12 stiga hiti um helgina

10:41 Talsverð hlýindi eru í kortunum en síðdegis á föstudag fara hitatölur hækkandi um allt land. Spár gera ráð fyrir allt að 12 stiga hita um helgina en veðrið verður best á norðausturhluta landsins. Meira »

Furða sig á samráðsleysi

10:11 Félagar í Sviðslistasambandi Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

10:05 Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...