Víkingaþorpið veldur málaferlum

Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, á ekki hlut að máli.
Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, á ekki hlut að máli. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er ekki aðili að þessu máli, ég vil að það komi fram. Ég átti þetta handrit upphaflega og réttinn að þessari mynd en þeir [26 Films] sem eiga þorpið eiga ekki neitt í myndinni lengur en þeir eru leigjendur að þessari jörð,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Morgunblaðið.

Baltasar vísar með þessu til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað var um víkingaþorp á jörðinni Horn í Hornafirði. Víkingaþorpið var byggt árið 2009 sem leikmynd fyrir kvikmynd sem Baltasar ætlaði að leikstýra. Tökur áttu upphaflega að hefjast árið 2010 en framleiðsla myndarinnar hefur ekki enn hafist.

„Ég hef í raun enga aðkomu að þessu setti. Ég á þetta ekki og er ekki aðili að samningnum við landeigandann. En af því ég þekki málið vel og þetta tengist mér þá vil ég koma þessu á framfæri,“ bætir Baltasar við.

Landeigandinn, Ómar Antonsson bóndi, er ósáttur með þann tíma sem tekið hefur að hefja tökur og sagði við Morgunblaðið í gær að þetta væri orðið að „hálfgerðu leiðindamáli“. Ómar hefur stefnt fyrirtækinu 26 Films vegna ógreiddar leigu og óttast að leikmyndin skapi slysahættu vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt. Baltasar telur að umfjöllun Morgunblaðsins í gær hafi verið einhliða og segir að það sé önnur hlið á málinu.

„Þannig er mál með vexti að 2009 er þetta leigt. Eftir miklar samningaviðræður 2014 hækkar leigan um 35% eftir erfiðar samningalotur en hann [landeigandinn] vildi hækka miklu meira. Svo 2016 fer hann fram á 65% hækkun á leigunni og það voru menn ekki sáttir við. Það er búið að hækka leiguna um 150% frá því að farið var af stað og þeir [26 Films] eru alls ekki sáttir við það. Það hljóta allir að sjá að 150% hækkun er ekki samkvæmt verðlagi. Hann er að nýta sér aðstöðu sína,“ segir Baltasar og bætir við:

„Það var peningurinn fyrir að leigja þetta meðan engin starfsemi væri í gangi. Síðan er miklu hærra gjald þegar myndin verður tekin upp og hann [landeigandinn] er búinn að fara fram á þreföldun á upphaflegu gjaldi, fyrir þann tíma sem myndin verður tekin upp. Þetta eiga þessir erlendu aðilar [26 Films] mjög erfitt með að sætta sig við og þess vegna standa yfir málaferli. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið greitt er sú að það komst ekki á samkomulag um leiguna.“

26 Films hefur gagnstefnt Ómari fyrir að selja ferðamönnum aðgang að víkingaþorpinu og hafa af því umtalsverðar tekjur. Þeir segja það stranglega bannað enda sé þorpið leikmynd og allur aðgangur sé bannaður. „Það er búið að gagnstefna Ómari fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa selt inn á settið í mörg ár. Það eru heilmiklar sannanir fyrir því og ekki nóg með það heldur reisti hann svo kaffihús sem heitir Viking Cafe til að þjónusta þessu starfsemi sína. Þetta hafa framleiðendurnir alls ekki sætt sig við því þeir eru að leigja og borga fyrir settið meðan hann misnotar það,“ segir Baltasar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðarstjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kring um MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »

Fundi lokið og verkfall á miðnætti

Í gær, 20:35 Fundi verkalýðsfélaganna sex sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Sólarhringsverkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra er enn á dagskrá og hefst á miðnætti. Meira »

Minni tekjur hefðu áhrif á uppbyggingu

Í gær, 20:31 „Til að mögulegt sé að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til þess að uppfylla þjónustumarkmið miðað við núverandi fjölda farþega og til að byggja upp til framtíðar er mikilvægt að núverandi nýting á innviðum Keflavíkurflugvallar minnki ekki.“ Meira »

Tapa 250 milljónum á dag

Í gær, 19:55 Ef allt fer á versta veg og Efling og VR halda verkföllum sínum til streitu tapast 250 milljónir á dag í ferðaþjónustu hér á landi þá daga sem verkföllin standa yfir. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Íslenskur heimsmeistari í íssundi

Í gær, 19:35 Það var 21 stigs frost þegar Birna Hrönn Sigurjónsdóttir steig út úr flugvélinni í Múrmansk til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í íssundi, sem þar fór fram. „Maður þarf náttúrulega að vera léttgeggjaður til að vera í þessu,“ segir Birna Hrönn sem fór með sigur af hólmi í sínum aldursflokki. Meira »

Lella í Léttsveitinni og Léttsveiflunum

Í gær, 19:33 Léttsveit Reykjavíkur, fjölmennasti kvennakór landsins með um 120 söngvara, heldur árlega vortónleika í Háskólabíói 9. maí nk. og að vanda verður boðið upp á þétta dagskrá, þar sem Sigga Beinteins, Jógvan Hansen og Guðrún Gunnarsdóttir koma fram sem gestasöngvarar. Meira »

Appelsínugul viðvörun vegna hvassviðris

Í gær, 19:25 Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og á Austurlandi að Glettingi vegna mikils hvassviðris sem er spáð. Meira »

Allt að smella í Mathöllinni

Í gær, 18:51 Nú er verið að leggja lokahönd á innréttingar og aðstöðu í Mathöll Höfða sem opnar á morgun. Mikil eftirvænting er fyrir opnuninni enda er mikið af fólki sem sækir vinnu á svæðinu. mbl.is fékk að kíkja á undirbúningin en unnendur bjórs, matar og pílukasts fá allir eitthvað fyrir sinn snúð á staðnum. Meira »

Ekki í boði að hunsa barnaníðsefni

Í gær, 18:47 Barnaníðsefni á netinu er vaxandi vandamál, en alþjóðlegt samstarf í þeim efnum skilar þó góðum árangri. Miklu máli skiptir að fólk sé vakandi fyrir barnaníðsefni á netinu og tilkynni það. Forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka ábendingalína er á landinu og ræðir þessi mál í viðtali við mbl.is. Meira »

Enginn skólaakstur komi til verkfalls

Í gær, 18:38 Vegna boðaðs verkfalls hópbifreiðastjóra fellur skólaakstur, að óbreyttu, niður í Reykjavík á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði sem hefur verið sent á skólastjórnendur. Þetta þýðir m.a. að engar rútuferðir verða, að óbreyttu, í boði fyrir börn í Fossvogsskóla í Reykjavík á morgun. Meira »

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

Í gær, 18:34 Kvefi og öndunarfærasýkingum fylgir oft roði í augum eða auga og stundum verulegur gröftur sem lekur úr augunum. Þá getur verið þroti á augnlokum eða svokölluð hvarmabólga (Blepharit). Meira »

Gefa ekkert upp um orkupakkann

Í gær, 18:04 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ræddi meðal annars um þriðja orkupakkann á fundi sínum í dag, en sex þingmenn flokksins hafa opinberlega lýst efasemdum vegna málsins. Samkvæmt heimildum mbl.is er búist við því að frumvörp vegna orkupakkans verði kynnt fljótlega, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað í þeim felst. Meira »

Fundurinn dregst á langinn

Í gær, 17:28 Hlé hefur verið gert á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna sex sem vísað hafa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Fundurinn hófst kl. 10 í morgun og átti upphaflega aðeins að standa í klukkustund. Meira »

Öllum beiðnum um undanþágu hafnað

Í gær, 17:11 Öllum beiðnum sem hafa borist um undanþágu frá verkfalli Eflingar sem hefst á miðnætti í kvöld hefur verið hafnað.  Meira »