Víkingaþorpið veldur málaferlum

Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, á ekki hlut að máli.
Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, á ekki hlut að máli. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er ekki aðili að þessu máli, ég vil að það komi fram. Ég átti þetta handrit upphaflega og réttinn að þessari mynd en þeir [26 Films] sem eiga þorpið eiga ekki neitt í myndinni lengur en þeir eru leigjendur að þessari jörð,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Morgunblaðið.

Baltasar vísar með þessu til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað var um víkingaþorp á jörðinni Horn í Hornafirði. Víkingaþorpið var byggt árið 2009 sem leikmynd fyrir kvikmynd sem Baltasar ætlaði að leikstýra. Tökur áttu upphaflega að hefjast árið 2010 en framleiðsla myndarinnar hefur ekki enn hafist.

„Ég hef í raun enga aðkomu að þessu setti. Ég á þetta ekki og er ekki aðili að samningnum við landeigandann. En af því ég þekki málið vel og þetta tengist mér þá vil ég koma þessu á framfæri,“ bætir Baltasar við.

Landeigandinn, Ómar Antonsson bóndi, er ósáttur með þann tíma sem tekið hefur að hefja tökur og sagði við Morgunblaðið í gær að þetta væri orðið að „hálfgerðu leiðindamáli“. Ómar hefur stefnt fyrirtækinu 26 Films vegna ógreiddar leigu og óttast að leikmyndin skapi slysahættu vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt. Baltasar telur að umfjöllun Morgunblaðsins í gær hafi verið einhliða og segir að það sé önnur hlið á málinu.

„Þannig er mál með vexti að 2009 er þetta leigt. Eftir miklar samningaviðræður 2014 hækkar leigan um 35% eftir erfiðar samningalotur en hann [landeigandinn] vildi hækka miklu meira. Svo 2016 fer hann fram á 65% hækkun á leigunni og það voru menn ekki sáttir við. Það er búið að hækka leiguna um 150% frá því að farið var af stað og þeir [26 Films] eru alls ekki sáttir við það. Það hljóta allir að sjá að 150% hækkun er ekki samkvæmt verðlagi. Hann er að nýta sér aðstöðu sína,“ segir Baltasar og bætir við:

„Það var peningurinn fyrir að leigja þetta meðan engin starfsemi væri í gangi. Síðan er miklu hærra gjald þegar myndin verður tekin upp og hann [landeigandinn] er búinn að fara fram á þreföldun á upphaflegu gjaldi, fyrir þann tíma sem myndin verður tekin upp. Þetta eiga þessir erlendu aðilar [26 Films] mjög erfitt með að sætta sig við og þess vegna standa yfir málaferli. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið greitt er sú að það komst ekki á samkomulag um leiguna.“

26 Films hefur gagnstefnt Ómari fyrir að selja ferðamönnum aðgang að víkingaþorpinu og hafa af því umtalsverðar tekjur. Þeir segja það stranglega bannað enda sé þorpið leikmynd og allur aðgangur sé bannaður. „Það er búið að gagnstefna Ómari fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa selt inn á settið í mörg ár. Það eru heilmiklar sannanir fyrir því og ekki nóg með það heldur reisti hann svo kaffihús sem heitir Viking Cafe til að þjónusta þessu starfsemi sína. Þetta hafa framleiðendurnir alls ekki sætt sig við því þeir eru að leigja og borga fyrir settið meðan hann misnotar það,“ segir Baltasar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Innlent »

Kaupum á 2,34 frestað

16:27 Menningarráð Dalvíkurbyggðar hefur lagt til að ákvörðun um kaup á listaverkinu 2,34 eftir Guðlaug Arason (Garason) verði frestað þar til stefna liggur fyrir hjá Dalvíkurbyggð um kaup, viðgerðir og varðvörslu listaverka. Meira »

Fyrrverandi starfsmaður fær 3 mánaða laun

16:13 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember á síðasta ári, um að vinnuveitandi skuli greiða fyrrverandi starfsmanni þriggja mánaða laun auk orlofs þar sem ósannað þykir að ráðningarsambandi hafi verið slitið þegar starfsmaðurinn varð óvinnufær vegna veikinda á meðgöngu. Meira »

„Værum ekki á byrjunarreit“

15:50 Ef ekki nást samningar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu gæti liðið einhver tími þar til tækist að ljúka tvíhliða langtímasamningi við Ísland. Utanríkisráðherra segir markvissa vinnu undanfarin misseri þýða að viðræður við Breta ættu að geta gengið hratt fyrir sig. Meira »

Greiðir 9,5 milljarða í arð

15:32 Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. Bankinn hefur þar með greitt 24,8 milljarða króna í arð á árinu 2018 og alls nema arðgreiðslur bankans um 131,7 milljörðum króna frá árinu 2013. Um 99,7% af arðgreiðslum ársins renna í ríkissjóð. Meira »

VÍS lokar skrifstofum á landsbyggðinni

15:09 Tryggingafélagið VÍS hefur ákveðið að loka tveimur þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og sameina aðrar sex í stærri einingar vegna endurskipulagningar og einföldunar þjónustufyrirkomulags. Meira »

Árekstur á Miklubraut

15:07 Árekstur varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar um klukkan 14.50 í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sjúkrabíll sendur á vettvang en enginn var fluttur á slysadeild. Meira »

Thomas vill mæta aftur í skýrslutöku

14:51 Thomas Møller Ol­sen, sem dæmdur var í nítj­án ára fang­elsi fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur í janú­ar í fyrra og stór­fellt fíkni­efna­brot, mun mæta í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti þegar það verður tekið fyrir. Mun hann auk þess máta úlpu sem deilt er um í málinu. Meira »

Rökin niðurlægjandi fyrir fatlað fólk

14:32 Málefnahópur Öryrkjabandalagsins hafnar tillögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur farið þess á leit við félags- og jafnréttisráðherra að gildistöku laga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), sem á að taka gildi 1. október, verði frestað til áramóta. Meira »

Kaupir Solo Seafood fyrir 8,2 milljarða

14:18 Iceland Seafood International hefur keypt íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Solo Seafood ehf. sem er eigandi spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica. Meira »

Borgin fylgi málinu eftir alla leið

14:15 „Við fengum stjórnarformann Orkuveitunnar á fundinn til okkar ásamt einum stjórnarmanni og fórum yfir málin saman,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

15 mánuðir fyrir kókaíninnflutning

14:10 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Arturas Bieliunas í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.  Meira »

Vinnuvélar slá taktinn í miðbænum

13:04 Framkvæmdirnar við Hótel Reykjavík sem nú rís í Lækjargötu hafa ekki farið fram hjá þeim sem stunda nám og starfa í miðbænum. Þung taktföst högg stórvirkra vinnuvéla heyrast langar vegalengdir en í næsta nágrenni eru vel á annað þúsund nemendur á hverjum degi í Kvennaskólanum, MR og Tjarnarskóla. Meira »

Spyr um skólaakstur og malarvegi

12:59 Starfsmenn samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins munu á næstunni leggjast í ítarlega skoðun á skólaakstri á Íslandi, í kjölfar fyrirspurnar sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, Teitur Björn Einarsson lagði fram til Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra málaflokkanna. Meira »

Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum

12:15 BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og laun sem eru í engu samræmi við raunveruleika launafólks. Í ályktun formannaráðs bandalagsins er skorað á fulltrúa launafólks og atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða að berjast gegn bónusgreiðslum og ofurlaunum. Meira »

„Fólk er bara í áfalli“

12:08 „Fólk er bara í áfalli. Því finnst þessar aðgerðir ganga töluvert lengra en góðu hófi gegnir,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um viðbrögð félagsmanna sinna við aðgerðum Icelandair í starfsmannamálum. Meira »

Heiður að taka á móti Íslendingunum

11:45 „Það var okkur mikill heiður að taka á móti fulltrúum íslenskra stjórnvalda um borð í Harry S. Truman,“ segir bandaríski flotaforinginn Gene Black í samtali við varnarmálavefsíðuna Dvidshub.net, um heimsókn utanríkisráðherra og fulltrúa utanríkismálanefndar í flugmóðurskipið í gær. Meira »

Tolli sýnir málverk á flugvelli í boði Isavia

11:43 Sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla verður opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum á föstudaginn kl. 16. Sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins. Meira »

Vill sjá Lánasjóðsfrumvarp í vetur

11:43 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í það hvort ekki væri hægt að flýta endurskoðun lagarammans um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Meira »

Snjóar til morguns fyrir norðan

11:33 Það kemur til með að snjóa meira og minna í dag og til morguns á Norður- og Norðausturlandi að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Einkum á fjallvegum, en það er heldur kólnandi og þar með lækkandi frostmarkshæð. Krap og snjór einnig á láglendi á utanverðum Tröllaskaga. Meira »