Víkingaþorpið veldur málaferlum

Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, á ekki hlut að máli.
Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, á ekki hlut að máli. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég er ekki aðili að þessu máli, ég vil að það komi fram. Ég átti þetta handrit upphaflega og réttinn að þessari mynd en þeir [26 Films] sem eiga þorpið eiga ekki neitt í myndinni lengur en þeir eru leigjendur að þessari jörð,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Morgunblaðið.

Baltasar vísar með þessu til umfjöllunar Morgunblaðsins í gær þar sem fjallað var um víkingaþorp á jörðinni Horn í Hornafirði. Víkingaþorpið var byggt árið 2009 sem leikmynd fyrir kvikmynd sem Baltasar ætlaði að leikstýra. Tökur áttu upphaflega að hefjast árið 2010 en framleiðsla myndarinnar hefur ekki enn hafist.

„Ég hef í raun enga aðkomu að þessu setti. Ég á þetta ekki og er ekki aðili að samningnum við landeigandann. En af því ég þekki málið vel og þetta tengist mér þá vil ég koma þessu á framfæri,“ bætir Baltasar við.

Landeigandinn, Ómar Antonsson bóndi, er ósáttur með þann tíma sem tekið hefur að hefja tökur og sagði við Morgunblaðið í gær að þetta væri orðið að „hálfgerðu leiðindamáli“. Ómar hefur stefnt fyrirtækinu 26 Films vegna ógreiddar leigu og óttast að leikmyndin skapi slysahættu vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt. Baltasar telur að umfjöllun Morgunblaðsins í gær hafi verið einhliða og segir að það sé önnur hlið á málinu.

„Þannig er mál með vexti að 2009 er þetta leigt. Eftir miklar samningaviðræður 2014 hækkar leigan um 35% eftir erfiðar samningalotur en hann [landeigandinn] vildi hækka miklu meira. Svo 2016 fer hann fram á 65% hækkun á leigunni og það voru menn ekki sáttir við. Það er búið að hækka leiguna um 150% frá því að farið var af stað og þeir [26 Films] eru alls ekki sáttir við það. Það hljóta allir að sjá að 150% hækkun er ekki samkvæmt verðlagi. Hann er að nýta sér aðstöðu sína,“ segir Baltasar og bætir við:

„Það var peningurinn fyrir að leigja þetta meðan engin starfsemi væri í gangi. Síðan er miklu hærra gjald þegar myndin verður tekin upp og hann [landeigandinn] er búinn að fara fram á þreföldun á upphaflegu gjaldi, fyrir þann tíma sem myndin verður tekin upp. Þetta eiga þessir erlendu aðilar [26 Films] mjög erfitt með að sætta sig við og þess vegna standa yfir málaferli. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið greitt er sú að það komst ekki á samkomulag um leiguna.“

26 Films hefur gagnstefnt Ómari fyrir að selja ferðamönnum aðgang að víkingaþorpinu og hafa af því umtalsverðar tekjur. Þeir segja það stranglega bannað enda sé þorpið leikmynd og allur aðgangur sé bannaður. „Það er búið að gagnstefna Ómari fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hafa selt inn á settið í mörg ár. Það eru heilmiklar sannanir fyrir því og ekki nóg með það heldur reisti hann svo kaffihús sem heitir Viking Cafe til að þjónusta þessu starfsemi sína. Þetta hafa framleiðendurnir alls ekki sætt sig við því þeir eru að leigja og borga fyrir settið meðan hann misnotar það,“ segir Baltasar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Innlent »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »