Forstjóri OR boðaður á aukafund

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til aukafundar í dag. Þar verða rædd mál er varða uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, sem var sagt upp í gær vegna „óviðeigandi“ framkomu, og hefur forstjóri OR verið boðaður á fundinn.

Gylfi Magnússon, varaformaður í stjórn OR, staðfesti í samtali við mbl.is að fundurinn yrði haldinn eftir hádegi í dag. 

Eins og kom fram í gær var Bjarna Má Júlíussyni, forstjóra On, sagt upp störfum. „Starfs­lok fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra tengj­ast til­vik­um þar sem fram­koma hans gagn­vart sam­starfs­fólki var óviðeig­andi,“ kom fram í tilkynningu í gær.

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, sagði að eitt atvik hefði orðið þess valdandi að ákvörðunin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum var tekin. 

Bjarni Már sagðist í gær vera sleginn yfir atburðarásinni, að hann iðraðist orða sinn og vildi ekki vera málaður upp sem einhver „dónakall“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert