Framkvæmt á ný

Framkvæmdir við hótelið á Varmalandi eru langt komnar.
Framkvæmdir við hótelið á Varmalandi eru langt komnar. Ljósmynd/Ingibjörg Friðriksdóttir

Hótel Varmaland í Borgarfirði hefur skipt um eigendur. Framkvæmdum við að breyta húsmæðraskóla í hótel var ekki lokið þegar þær stöðvuðust síðastliðið sumar. Nýir eigendur hyggjast opna hótelið á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Kaupandi er Meiriháttar ehf., fyrirtæki Þóris Garðarssonar og Sigurdórs Sigurðssonar sem ráku rútufyrirtækið Allrahanda og stjórna nú ferðaþjónustufyrirtækinu Gray Line, í gegn um dótturfélagið Varmaland ehf.

Þórir staðfestir að þeir hafi keypt eignina af fyrirtæki Benedikts Kristinssonar, eiganda ferðaskrifstofunnar Vulkan Resor í Svíþjóð. Fyrirtæki á hans vegum fékk lóð fyrir hótel í Vík í Mýrdal en framkvæmdir eru ekki hafnar. Þórir segir að verktakarnir byrji fljótlega á lokafrágangi. Stefnt sé að því að opna snemma á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert