Fundað vegna uppsagnar framkvæmdastjóra

Frá fundinum. Fyrir miðju sitja Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og …
Frá fundinum. Fyrir miðju sitja Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur með Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, stendur yfir. Boðað var til fundarins eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags OR, var rekinn á miðvikudag eftir óviðeigandi hegðun.

Ekki voru allir stjórnarmeðlimir mættir á fundinn og rætt verður við þá símleiðis.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði í gær að honum hefði verið brugðið eftir eitt óviðeigandi tilvik Bjarna Más Júlíussonar, fráfarandi framkvæmdastjóra ON.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ræðir málin.
Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, ræðir málin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfur sagði Bjarni Már að hann iðraðist orða sem hann notaði og vildi ekki vera málaður upp sem einhver „dónakall.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert