Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu

Skjálftanir voru litlir og ollu því ekki tjóni.
Skjálftanir voru litlir og ollu því ekki tjóni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkrir eftirskjálftar fylgdu jarðskjálftanum sem varð við Bláfjöll í gærkvöld, klukkan 20.17. Stærsti eftirskjáftinn mældist um 2 að stærð, klukkan 20.30.

Stærsti skjálftinn, sem var 4,2 að stærð, fannst þokkalega í Hafnarfirði og eilítið í Kópavogi og Reykjavík að sögn sérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Skjálftar á svæðinu eru algengir og geta orðið allt að 6 stig. Öðru hverju verða hrinur á svæðinu en oftast litlar, að sögn sérfræðings á Veðurstofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert