Ekki að fullu kominn heim fyrr en nafnið yrði hreinsað

Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva ...
Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva Rúnars, og nafna. mbl.is/Hari

„Skjólstæðingur minn taldi ekki að hann væri að fullu kominn heim fyrr nafns hann yrði hreinsað af dómi í málinu. Nú 43 árum frá því hann var handtekinn er hann loksins að koma heim með því vera sýknaður af sakaráburði. Dómstólar, eins og aðrir verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök. Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn,“ sagði Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar í málflutningi sínum í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem var framhaldið í Hæstarétti í dag.

Málflutningi lauk fyrir hádegi í dag, og nú hefur málið verið dómtekið.

Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni í janúar árið 1974, ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni og Sævari Ciesielski.

Tryggvi Rúnar lést árið 2009, en ekkja hans, dóttir og barnabarn voru viðstödd málflutninginn í gær og í dag.

Dagbækur Tryggva Rúnars, sem hann hélt á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu, eru meðal mikilvægra nýrra gagna í málinu. En þær komu fram í dagsljósið í árið 2011 þegar ekkja Tryggva Rúnars og dóttir stigu fram í viðtali á Stöð 2.

Mestu mistök sem gerð hafa verið í rannsókn sakamála

Jón fór yfir það hvernig skjólstæðingur hans var hrifinn frá fjölskyldu sinni á Þorláksmessu árið 1975 og átti ekki afturkvæmt heim næstu árin. Hann hafi ekki alltaf gengið á vegum dýrðarinnar, en verið vonglaður vegna nýlegs sýknudóms sem hann hafði fengið.

Hann hafi ekki vitað hvaðan á hann stóð veðrið þegar lögreglu bar óvænt að garði, handtók hann og færði í fangaklefa í Síðumúla. Hann hafi svo orðið enn meira undrandi þegar honum var gefið að sök að hafa banað manni sem hann vissi engin deili á. Allt í einu hafi vongleðin og fögnuðurinn vegna komu jólanna og nýlegrar sýknu verið tekin frá honum.

Jón sagði að við rannsókn málsins hefðu verið gerð ein mestu mistök sem hafa verið gerð við rannsókn sakamála hér á landi. Misþyrmingum og pyntingum hafi verið beitt, en þær hafi ekki síst falist í löngu gæsluvarðhaldi og einangrun við ómannúðlegar aðstæður. Miðað við gögn málsins hafi ekki verið hægt að greina hvaða framburður kom frá hverjum og hvað fyrir atbeini rannsakenda. Framburður dómfelldu hafi þróast í takt við þær upplýsingar sem rannsakendur báru á milli þeirra og þannig hafi framburðinum verið stjórnað. Sagði Jón það eitt nægja til að ekki væri hægt að taka mark á játningunum. Sakfelling á grundvelli framburðar komi því ekki til greina. En fram hefur komið að sakfelling hafi eingöngu byggst á framburði og játningum dómfelldu, en engum áþreifanlegum sönnunargögnum.

Jón sagði Tryggva Rúnar hafa verið lítillækkaðan af fangavörðum og rannsakendum en fangelsispresturinn hafi verið sá eini sem sýndi honum virðingu. Í fangelsisdagbókum hafi verið skráð að Tryggvi Rúnar hafi eigrað um klefann sinn og talað við sjálfan sig. Hann hafi verið sviptur svefni og sýnt óeðlilegt harðræði. Til að mynda hafi verið sett grisja yfir munninn á honym og hún fest með heftiplástri þegar hann talaði við sjálfan sig. Eftir að minnsta kosti eina yfirheyrslu hafi hann verið í svo slæmu ástandi að kalla þurfti á lækni til að sprauta hann niður. Það hafi því verið ljóst að andlegt ástand hans var mjög bágborið. Hann hafi verið í miklum sálarháska.

Sat í einangrun í 627 daga

Eftir sjö yfirheyrslur þar sem Tryggvi Rúnar hafði neitað sök fór hann að lýsa aðkomu sinni að málinu með óljósum hætti en þá voru aðrir dómfelldu í málinu búnir að játa. Enginn var viðstaddur þá skýrslutöku nema sá sem skrifaði skýrsluna. Skýrslan var engu að síður vottuð að tveimur mönnum sem voru ekki viðstaddir.

mbl.is/Hari

Jón benti á að Tryggvi hefði setið í einangrun í 627 daga í við ómannúðlegar aðstæður eins og þær voru í Síðumúlafangelsinu. Hann sagði alla vita að aðstæður þar hefðu verið óboðlegar og það hefði verið píning að setja fólk þangað í gæslu.

Tryggvi var yfirheyrður 90 sinnum samtals í 124 klukkustundir en þó liggja aðeins fyrir 10 skýrslur. „Er það ekki merkilegt, virðulegi Hæstiréttur?“ spurði Jón.

Hann sagði það hafa verið sérstakt með Tryggva Rúnar hvað hann var allur af vilja gerður að vera samvinnuþýður. Hann hefði reynt að muna það sem hann taldi hafa átt að gerast, en einfaldlega mundi það ekki. Þá hefði hann skrifað sérstaka játningaskýrslu til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þar hefði hann rifjað upp allt sem hann átti að hafa gert, en þetta með Guðmund gat hann engan veginn munað.

Jón benti á að í málinu lægju fyrir gögn sem sýndu að Tryggvi Rúnar reyndi í tvígang að draga játningu sína til baka. Þeirrar staðreyndar hafi hins vegar ekki verið getið í dómi Hæstaréttar. Hann sagði ljóst að rannsakendur hefðu vitað að hann vildi draga játninguna til baka en vildu ekki gera honum það kleift fyrir dómi með því að taka af honum skýrslu.

Enginn mundi hvernig málið hófst

Jón fór töluvert vel yfir það í máli sínu að enginn rannsakenda virtist hafa munað af hverju rannsókn á málinu hófst. Því mannshvarf Guðmundar hefði ekki verið rannsakað þegar hann hvarf. Eingöngu hefði verið gerð víðtæk leit að honum.

Jón sagði gögn hafa verið lögð fram sem sýndu að ákveðinn maður hefði veitt lögreglu upplýsingar sem urðu til þess að böndin bendust að dómfelldu. Sagði hann umræddan mann hafa beðið skjólstæðing sinn afsökunar á því að hafa bendlað hann við málið að ósekju. Þrátt fyrir þessar upplýsingar hefði stjórnandi rannsóknarinnar ekki geta svarað því hvernig rannsóknin hófst.

„Það þurfti ekki meira en einn vistmann á Litla-Hrauni til að segja sögu til að allt þetta fár færi af stað,“ segir Jón og vísað þar til þess sem gaf lögreglu upplýsingar.

 „Það var ráðist að ungmennum sem gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér og þeim var neitað um sjálfsögð mannréttindi. Allt til að knýja fram játningar.“

Jón vísaði til þess sem kom fram í skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði um málið árið 2011, að sálfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Tryggva Rúnars hefði verið óáreiðanlegur, takmarkaður og sundurlaus. Hann hefði frekar virst vera að svara spurningum en að greina frá minningum sínum.

mbl.is

Innlent »

Rými fært frá bílum aftur til fólksins

07:43 Fyrir tveimur árum var ákveðið að ráðast í nokkuð róttækar breytingar á skipulagi á hluta Eixample svæðisins í Barcelona og fékk verkefnið nafnið „superblocks“. Silvia Casorrán, ábyrgðarmaður hjólreiðamála í Barcelona segir verkefnið hafa bætt öryggi í hverfinu og þá hafi líf á götunum aukist mikið. Meira »

Leggur til átak gegn veggjakroti

07:37 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til allsherjarátak í að hreinsa veggjakrot í borginni í umhverfisráði í vikunni. Meira »

Passaði hvergi inn

06:48 Son­ur þeirra framdi sjálfs­víg rúm­lega þrítug­ur eft­ir að hafa glímt við fíkn og geðræn veik­indi. Hann var eitt af þess­um börn­um sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né ann­ars staðar. Meira »

Mikið útstreymi CO2 ekki merki um gos

06:25 Mikið útstreymi koltvísýrings (CO2) úr Kötlu er ekki vísbending um yfirvofandi gos. Þetta kemur fram í færslu Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Hann segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttaflutningi af miklu útstreymi koltvísýrings úr Kötlu í kjölfar greinar Evgeníu Ilyinskayu og samstarfsfólks í tímaritinu Geophysical Research Letters um útstreymi koltvísýrings. Meira »

Kettir nú leyfðir í bænum

05:30 Síðastliðinn miðvikudag var ákveðið að heimila lausagöngu katta í þéttbýli í Norðurþingi, en hún hefur frá árinu 2008 verið óheimil í sveitarfélaginu. Breytingin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi með sex atkvæðum gegn þremur. Meira »

Stjórnvöld hugi að innviðum

05:30 Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, segir í samtali við Vinnuvélablað Morgunblaðsins að byggingariðnaðurinn sé að taka við sér eftir að hafa farið illa út úr hruninu. Meira »

Er trú mínum stjórnarsáttmála

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist engar athugasemdir gera við að tveir þingmenn VG geri athugasemdir við fyrirhugaðar heræfingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér á landi í október og nóvember, en sé trú sínum stjórnarsáttmála. Meira »

Fyrsti vetrarsnjórinn í Esjunni

05:30 Íbúar höfuðborgarsvæðisins gátu séð í gærmorgun að snjóað hafði í Esjunni, og var þetta fyrsta vetrarfölið í fjallinu í haust. Meira »

Uppskeran þriðjungi minni

05:30 „Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ segir Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ.   Meira »

Vatnið úr göngunum nýtt

05:30 Norðurorka hf. á Akureyri vinnur nú að því í samvinnu við Vaðlaheiðargöng hf. að beisla kalda vatnið sem sprettur fram úr misgengi inni í jarðgöngunum í gegnum Vaðlaheiði. Meira »

Sýn skortir í Alzheimer-málum

05:30 „Það má segja að þjónustan sé á margan hátt býsna góð, en það eru of margir sem njóta hennar ekki,“ segir Jón G. Snædal, yfirlæknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum, um stöðuna í baráttunni gegn Alzheimer hér á landi, en alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er í dag. Meira »

Landsliðstreyja Ed ekki hluti af samningi

Í gær, 23:45 Ísleifur B. Þórhallsson, eða Ísi hjá Sena LIVE, fór yfir stórfrétt dagsins um að einn vinsælasti tónlistarmaður samtímans, Ed Sheeran, haldi tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar. Meira »

Samið við risann í bransanum

Í gær, 23:40 Í fyrsta sinn fást nú íslenskar snyrtivörur í Sephora-verslununum, en það eru íslensku BioEffect-vörurnar, sem áður hétu EGF. Sephora er stórveldi á snyrtivörumarkaðinum en keðjan rekur 2.300 verslanir í 33 löndum um allan heim. Meira »

Valdið ekki hjá borginni

Í gær, 22:08 Hvorki borgarstjóri né fulltrúar hans hafa haft samband við utanríkisráðuneytið vegna flugs utanríkisráðherra og þingmanna frá Reykjavíkurflugvelli um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í gær. Segir í svörum utanríkisráðuneytisins að borgin hafi ekki valdheimildir í þessum efnum. Meira »

Tveir aldnir á afréttinum

Í gær, 21:35 Olgeir Engilbertsson í Nefsholti er 82 ára og trússar fyrir gangnamenn á Weapon-jeppanum sínum sem er 65 ára. Segja má það þeir séu nánast orðnir hluti af landslaginu á Landmannaafrétti. Meira »

Dagbækur Ólafs varpa ljósi á Icesave

Í gær, 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Meira »

Hafa fengið ábendingar frá starfsmönnum OR

Í gær, 20:34 Borgarfulltrúar hafa fengið fjölda ábendinga frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eftir að framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar var rekinn fyrir ósæmilega hegðun, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki

Í gær, 20:00 Árið 2002 var aðeins notast við reiðhjól í 0,8% af ferðum á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2012 var hlutfallið komið upp í 4% og í fyrra var það um 7%. Á næstu 10 árum er líklegt að þetta hlutfall geti farið upp í 15% ef vel er haldið á spöðunum varðandi innviðauppbyggingu fyrir hjólandi umferð. Meira »

Fylgifiskur þess að vera í NATO

Í gær, 19:50 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...