Ekki að fullu kominn heim fyrr en nafnið yrði hreinsað

Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva ...
Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva Rúnars, og nafna. mbl.is/Hari

„Skjólstæðingur minn taldi ekki að hann væri að fullu kominn heim fyrr nafns hann yrði hreinsað af dómi í málinu. Nú 43 árum frá því hann var handtekinn er hann loksins að koma heim með því vera sýknaður af sakaráburði. Dómstólar, eins og aðrir verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök. Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn,“ sagði Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar í málflutningi sínum í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem var framhaldið í Hæstarétti í dag.

Málflutningi lauk fyrir hádegi í dag, og nú hefur málið verið dómtekið.

Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni í janúar árið 1974, ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni og Sævari Ciesielski.

Tryggvi Rúnar lést árið 2009, en ekkja hans, dóttir og barnabarn voru viðstödd málflutninginn í gær og í dag.

Dagbækur Tryggva Rúnars, sem hann hélt á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu, eru meðal mikilvægra nýrra gagna í málinu. En þær komu fram í dagsljósið í árið 2011 þegar ekkja Tryggva Rúnars og dóttir stigu fram í viðtali á Stöð 2.

Mestu mistök sem gerð hafa verið í rannsókn sakamála

Jón fór yfir það hvernig skjólstæðingur hans var hrifinn frá fjölskyldu sinni á Þorláksmessu árið 1975 og átti ekki afturkvæmt heim næstu árin. Hann hafi ekki alltaf gengið á vegum dýrðarinnar, en verið vonglaður vegna nýlegs sýknudóms sem hann hafði fengið.

Hann hafi ekki vitað hvaðan á hann stóð veðrið þegar lögreglu bar óvænt að garði, handtók hann og færði í fangaklefa í Síðumúla. Hann hafi svo orðið enn meira undrandi þegar honum var gefið að sök að hafa banað manni sem hann vissi engin deili á. Allt í einu hafi vongleðin og fögnuðurinn vegna komu jólanna og nýlegrar sýknu verið tekin frá honum.

Jón sagði að við rannsókn málsins hefðu verið gerð ein mestu mistök sem hafa verið gerð við rannsókn sakamála hér á landi. Misþyrmingum og pyntingum hafi verið beitt, en þær hafi ekki síst falist í löngu gæsluvarðhaldi og einangrun við ómannúðlegar aðstæður. Miðað við gögn málsins hafi ekki verið hægt að greina hvaða framburður kom frá hverjum og hvað fyrir atbeini rannsakenda. Framburður dómfelldu hafi þróast í takt við þær upplýsingar sem rannsakendur báru á milli þeirra og þannig hafi framburðinum verið stjórnað. Sagði Jón það eitt nægja til að ekki væri hægt að taka mark á játningunum. Sakfelling á grundvelli framburðar komi því ekki til greina. En fram hefur komið að sakfelling hafi eingöngu byggst á framburði og játningum dómfelldu, en engum áþreifanlegum sönnunargögnum.

Jón sagði Tryggva Rúnar hafa verið lítillækkaðan af fangavörðum og rannsakendum en fangelsispresturinn hafi verið sá eini sem sýndi honum virðingu. Í fangelsisdagbókum hafi verið skráð að Tryggvi Rúnar hafi eigrað um klefann sinn og talað við sjálfan sig. Hann hafi verið sviptur svefni og sýnt óeðlilegt harðræði. Til að mynda hafi verið sett grisja yfir munninn á honym og hún fest með heftiplástri þegar hann talaði við sjálfan sig. Eftir að minnsta kosti eina yfirheyrslu hafi hann verið í svo slæmu ástandi að kalla þurfti á lækni til að sprauta hann niður. Það hafi því verið ljóst að andlegt ástand hans var mjög bágborið. Hann hafi verið í miklum sálarháska.

Sat í einangrun í 627 daga

Eftir sjö yfirheyrslur þar sem Tryggvi Rúnar hafði neitað sök fór hann að lýsa aðkomu sinni að málinu með óljósum hætti en þá voru aðrir dómfelldu í málinu búnir að játa. Enginn var viðstaddur þá skýrslutöku nema sá sem skrifaði skýrsluna. Skýrslan var engu að síður vottuð að tveimur mönnum sem voru ekki viðstaddir.

mbl.is/Hari

Jón benti á að Tryggvi hefði setið í einangrun í 627 daga í við ómannúðlegar aðstæður eins og þær voru í Síðumúlafangelsinu. Hann sagði alla vita að aðstæður þar hefðu verið óboðlegar og það hefði verið píning að setja fólk þangað í gæslu.

Tryggvi var yfirheyrður 90 sinnum samtals í 124 klukkustundir en þó liggja aðeins fyrir 10 skýrslur. „Er það ekki merkilegt, virðulegi Hæstiréttur?“ spurði Jón.

Hann sagði það hafa verið sérstakt með Tryggva Rúnar hvað hann var allur af vilja gerður að vera samvinnuþýður. Hann hefði reynt að muna það sem hann taldi hafa átt að gerast, en einfaldlega mundi það ekki. Þá hefði hann skrifað sérstaka játningaskýrslu til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þar hefði hann rifjað upp allt sem hann átti að hafa gert, en þetta með Guðmund gat hann engan veginn munað.

Jón benti á að í málinu lægju fyrir gögn sem sýndu að Tryggvi Rúnar reyndi í tvígang að draga játningu sína til baka. Þeirrar staðreyndar hafi hins vegar ekki verið getið í dómi Hæstaréttar. Hann sagði ljóst að rannsakendur hefðu vitað að hann vildi draga játninguna til baka en vildu ekki gera honum það kleift fyrir dómi með því að taka af honum skýrslu.

Enginn mundi hvernig málið hófst

Jón fór töluvert vel yfir það í máli sínu að enginn rannsakenda virtist hafa munað af hverju rannsókn á málinu hófst. Því mannshvarf Guðmundar hefði ekki verið rannsakað þegar hann hvarf. Eingöngu hefði verið gerð víðtæk leit að honum.

Jón sagði gögn hafa verið lögð fram sem sýndu að ákveðinn maður hefði veitt lögreglu upplýsingar sem urðu til þess að böndin bendust að dómfelldu. Sagði hann umræddan mann hafa beðið skjólstæðing sinn afsökunar á því að hafa bendlað hann við málið að ósekju. Þrátt fyrir þessar upplýsingar hefði stjórnandi rannsóknarinnar ekki geta svarað því hvernig rannsóknin hófst.

„Það þurfti ekki meira en einn vistmann á Litla-Hrauni til að segja sögu til að allt þetta fár færi af stað,“ segir Jón og vísað þar til þess sem gaf lögreglu upplýsingar.

 „Það var ráðist að ungmennum sem gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér og þeim var neitað um sjálfsögð mannréttindi. Allt til að knýja fram játningar.“

Jón vísaði til þess sem kom fram í skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði um málið árið 2011, að sálfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Tryggva Rúnars hefði verið óáreiðanlegur, takmarkaður og sundurlaus. Hann hefði frekar virst vera að svara spurningum en að greina frá minningum sínum.

mbl.is

Innlent »

„Ég gæti mín“

19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Verkalýðsleiðtogar gagnrýna Icelandair

19:40 Fjórir verkalýðsleiðtogar mótmæla „harðlega“ þeirri ákvörðun Icelandair að setja flugþjónum og –freyjum sem eru í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þá afarkosti að ráða sig í fulla vinnu eða láta ellegar af störfum. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

18:50 Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Velt verði við hverjum steini

18:39 „Mér hefur fundist þetta afskaplega ánægjulegur dagur og það sem stendur upp úr hjá mér er að þótt fólk hafi núna gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur er það almennt mjög stolt af sínum vinnustað og líður vel í vinnunni. Það er mín upplifun eftir daginn.“ Meira »

Vill framlengja rammasamning um ár

18:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti hugmyndir sínar um framtíðarfyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum lýsti Svandís vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Meira »

Yndislegt að hjóla

18:25 Í Reykjavík hafa verið skapaðar góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Betur má þó gera. Valgerður Húnbogadóttir segir bíllaust líf henta sér vel. Meira »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »

Ákærður fyrir að hrista son sinn

16:06 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Meira »

Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

15:55 Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem óskað er eftir viðræðum um greiðslu bóta. Meira »

Ásetningur ekki sannaður

15:49 Dómari í Héraðsdómi Suðurlands telur yfir skynsamlegan vafa hafið að Valur Lýðsson hafi veitt Ragnari bróður sínum þá áverka sem leiddu hann til dauða, en ákæruvaldinu tókst að mati dómarans ekki að sanna að „fyrir ákærða hafi vakað að ráða bróður sínum bana“. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

15:38 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar með því að hafa á árunum 2013 til 2015 ítrekað áreitt stúlkuna á heimili þeirra og í sumarbústað fjölskyldunnar. Meira »

Gagnrýndu ráðherra harðlega

15:35 Þingmenn stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra harðlega á Alþingi í dag. Þeir sögðu það fráleit vinnubrögð að kynna ekki drög að samgönguáætlun á þingi áður en boðað var til blaðamannafundar síðasta föstudag. Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

„Viðvarandi vandamál“ á Vesturlandi

14:45 Alls hafa 107 verið teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi það sem af er ári. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða viðvarandi vandamál en allt árið í fyrra voru 112 teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Meira »

Valur dæmdur í 7 ára fangelsi

14:13 Valur Lýðsson hefur verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að verða bróður sínum Ragnari að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð, en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi rétt í þessu. Meira »
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Hjálp við að hætta að reykja
Hjálp óskast við að hætta að reykja....
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
3ja daga CANON EOS námskeið 1.- 4. okt.
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 1. - 4. OKT. ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...