Ekki að fullu kominn heim fyrr en nafnið yrði hreinsað

Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva ...
Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva Rúnars, og nafna. mbl.is/Hari

„Skjólstæðingur minn taldi ekki að hann væri að fullu kominn heim fyrr nafns hann yrði hreinsað af dómi í málinu. Nú 43 árum frá því hann var handtekinn er hann loksins að koma heim með því vera sýknaður af sakaráburði. Dómstólar, eins og aðrir verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök. Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn,“ sagði Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar í málflutningi sínum í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem var framhaldið í Hæstarétti í dag.

Málflutningi lauk fyrir hádegi í dag, og nú hefur málið verið dómtekið.

Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni í janúar árið 1974, ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni og Sævari Ciesielski.

Tryggvi Rúnar lést árið 2009, en ekkja hans, dóttir og barnabarn voru viðstödd málflutninginn í gær og í dag.

Dagbækur Tryggva Rúnars, sem hann hélt á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu, eru meðal mikilvægra nýrra gagna í málinu. En þær komu fram í dagsljósið í árið 2011 þegar ekkja Tryggva Rúnars og dóttir stigu fram í viðtali á Stöð 2.

Mestu mistök sem gerð hafa verið í rannsókn sakamála

Jón fór yfir það hvernig skjólstæðingur hans var hrifinn frá fjölskyldu sinni á Þorláksmessu árið 1975 og átti ekki afturkvæmt heim næstu árin. Hann hafi ekki alltaf gengið á vegum dýrðarinnar, en verið vonglaður vegna nýlegs sýknudóms sem hann hafði fengið.

Hann hafi ekki vitað hvaðan á hann stóð veðrið þegar lögreglu bar óvænt að garði, handtók hann og færði í fangaklefa í Síðumúla. Hann hafi svo orðið enn meira undrandi þegar honum var gefið að sök að hafa banað manni sem hann vissi engin deili á. Allt í einu hafi vongleðin og fögnuðurinn vegna komu jólanna og nýlegrar sýknu verið tekin frá honum.

Jón sagði að við rannsókn málsins hefðu verið gerð ein mestu mistök sem hafa verið gerð við rannsókn sakamála hér á landi. Misþyrmingum og pyntingum hafi verið beitt, en þær hafi ekki síst falist í löngu gæsluvarðhaldi og einangrun við ómannúðlegar aðstæður. Miðað við gögn málsins hafi ekki verið hægt að greina hvaða framburður kom frá hverjum og hvað fyrir atbeini rannsakenda. Framburður dómfelldu hafi þróast í takt við þær upplýsingar sem rannsakendur báru á milli þeirra og þannig hafi framburðinum verið stjórnað. Sagði Jón það eitt nægja til að ekki væri hægt að taka mark á játningunum. Sakfelling á grundvelli framburðar komi því ekki til greina. En fram hefur komið að sakfelling hafi eingöngu byggst á framburði og játningum dómfelldu, en engum áþreifanlegum sönnunargögnum.

Jón sagði Tryggva Rúnar hafa verið lítillækkaðan af fangavörðum og rannsakendum en fangelsispresturinn hafi verið sá eini sem sýndi honum virðingu. Í fangelsisdagbókum hafi verið skráð að Tryggvi Rúnar hafi eigrað um klefann sinn og talað við sjálfan sig. Hann hafi verið sviptur svefni og sýnt óeðlilegt harðræði. Til að mynda hafi verið sett grisja yfir munninn á honym og hún fest með heftiplástri þegar hann talaði við sjálfan sig. Eftir að minnsta kosti eina yfirheyrslu hafi hann verið í svo slæmu ástandi að kalla þurfti á lækni til að sprauta hann niður. Það hafi því verið ljóst að andlegt ástand hans var mjög bágborið. Hann hafi verið í miklum sálarháska.

Sat í einangrun í 627 daga

Eftir sjö yfirheyrslur þar sem Tryggvi Rúnar hafði neitað sök fór hann að lýsa aðkomu sinni að málinu með óljósum hætti en þá voru aðrir dómfelldu í málinu búnir að játa. Enginn var viðstaddur þá skýrslutöku nema sá sem skrifaði skýrsluna. Skýrslan var engu að síður vottuð að tveimur mönnum sem voru ekki viðstaddir.

mbl.is/Hari

Jón benti á að Tryggvi hefði setið í einangrun í 627 daga í við ómannúðlegar aðstæður eins og þær voru í Síðumúlafangelsinu. Hann sagði alla vita að aðstæður þar hefðu verið óboðlegar og það hefði verið píning að setja fólk þangað í gæslu.

Tryggvi var yfirheyrður 90 sinnum samtals í 124 klukkustundir en þó liggja aðeins fyrir 10 skýrslur. „Er það ekki merkilegt, virðulegi Hæstiréttur?“ spurði Jón.

Hann sagði það hafa verið sérstakt með Tryggva Rúnar hvað hann var allur af vilja gerður að vera samvinnuþýður. Hann hefði reynt að muna það sem hann taldi hafa átt að gerast, en einfaldlega mundi það ekki. Þá hefði hann skrifað sérstaka játningaskýrslu til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þar hefði hann rifjað upp allt sem hann átti að hafa gert, en þetta með Guðmund gat hann engan veginn munað.

Jón benti á að í málinu lægju fyrir gögn sem sýndu að Tryggvi Rúnar reyndi í tvígang að draga játningu sína til baka. Þeirrar staðreyndar hafi hins vegar ekki verið getið í dómi Hæstaréttar. Hann sagði ljóst að rannsakendur hefðu vitað að hann vildi draga játninguna til baka en vildu ekki gera honum það kleift fyrir dómi með því að taka af honum skýrslu.

Enginn mundi hvernig málið hófst

Jón fór töluvert vel yfir það í máli sínu að enginn rannsakenda virtist hafa munað af hverju rannsókn á málinu hófst. Því mannshvarf Guðmundar hefði ekki verið rannsakað þegar hann hvarf. Eingöngu hefði verið gerð víðtæk leit að honum.

Jón sagði gögn hafa verið lögð fram sem sýndu að ákveðinn maður hefði veitt lögreglu upplýsingar sem urðu til þess að böndin bendust að dómfelldu. Sagði hann umræddan mann hafa beðið skjólstæðing sinn afsökunar á því að hafa bendlað hann við málið að ósekju. Þrátt fyrir þessar upplýsingar hefði stjórnandi rannsóknarinnar ekki geta svarað því hvernig rannsóknin hófst.

„Það þurfti ekki meira en einn vistmann á Litla-Hrauni til að segja sögu til að allt þetta fár færi af stað,“ segir Jón og vísað þar til þess sem gaf lögreglu upplýsingar.

 „Það var ráðist að ungmennum sem gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér og þeim var neitað um sjálfsögð mannréttindi. Allt til að knýja fram játningar.“

Jón vísaði til þess sem kom fram í skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði um málið árið 2011, að sálfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Tryggva Rúnars hefði verið óáreiðanlegur, takmarkaður og sundurlaus. Hann hefði frekar virst vera að svara spurningum en að greina frá minningum sínum.

mbl.is

Innlent »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Elliðaárdal

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

„Hefði getað farið illa“

Í gær, 20:19 Björgunarsveitin Skagfirðingasveit fékk á þriðjudaginn útkall um að vélsleðamaður hefði fallið í gegnum vök. Nokkrum mínútum síðar var útkallið afturkallað eftir að maðurinn komst upp af sjálfsdáðum. Síðar um daginn tóku tíu liðsmenn sveitarinnar þátt í að draga vélsleðann upp. Meira »

Draumurinn að fylgja strákunum alla leið

Í gær, 20:19 „Þetta er æðislegt móment,“ sagði Benja­mín Hall­björns­son, betur þekktur sem Benni Bongó, syngjandi sæll og glaður þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum símleiðis eftir sigurinn gegn Makedóníu. „Þetta var geggjuð upplifun og frábær stemning og gaman að sjá liðið svona vel peppað.“ Meira »

Tveggja herbergja íbúðir á 14-16 milljónir

Í gær, 19:29 Fyrirtækið Pró hús ehf. ætlar að byggja 15 íbúða fjölbýlishús í Þorlákshöfn að Sambyggð 14a. Framkvæmdir hefjast í apríl og stefnt er á að afhenda íbúðirnar í júlí/ágúst 2019. Í fréttatilkynningu kemur fram að íbúðirnar verði ódýrar. Meira »

Þrjóskur með sterkan lífsvilja

Í gær, 19:20 Það hlýtur að vera sterkur lífsvilji, þrjóska eða þá að það er seigt í mér, ég veit það ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 69 ára gamall Rangæingur. Meira »

100 milljóna uppgröftur á eigin kostnað

Í gær, 18:52 Eigandi lóðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ hefur krafist þess að bæjaryfirvöld og Minjastofnun Íslands hefji uppgröft eftir fornleifum á lóðinni hið fyrsta á þeirra kostnað. Einnig krefst hann þess að Mosfellsbær og Minjastofnun viðurkenni bótaskyldu vegna tjóns. Meira »

Álagningin lækkar á kjörtímabilinu

Í gær, 18:34 Ákvæði laga kveða skýrt á um heimild og fyrirkomulag álagningar fasteignaskatta og hvernig reikna skuli stofn álagningar fasteignagjalda, samkvæmt umsögn fjármálastjóra og borgarlögmanns Reykjavíkurborgar um erindi Félags atvinnurekenda (FA) til borgarinnar. Meira »

Veikburða og óskilvirkt eftirlit

Í gær, 18:25 „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla […] er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri,“ er meðal þess sem kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fiskistofu. Meira »

Fá sömu móttöku við komuna til landsins

Í gær, 17:58 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, þess efnis að ekki skipti lengur máli hvort flóttafólk komi hingað til lands sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða í boði stjórnvalda. Móttökur yfirvalda verða þær sömu. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A-Ö

Í gær, 17:35 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Tölvupóstum vegna braggamálsins var eytt

Í gær, 17:13 Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar staðfestir að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt en að það beri að varast að túlka það svo að tölvupóstum hafi verið eytt í annarlegum tilgangi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem dagsett er í dag. Meira »
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri stebbi_75@hotmail.com sími 659 5648...
Múrverk
Múrverk...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...