Ekki að fullu kominn heim fyrr en nafnið yrði hreinsað

Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva ...
Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson ræða við barnabarn Tryggva Rúnars, og nafna. mbl.is/Hari

„Skjólstæðingur minn taldi ekki að hann væri að fullu kominn heim fyrr nafns hann yrði hreinsað af dómi í málinu. Nú 43 árum frá því hann var handtekinn er hann loksins að koma heim með því vera sýknaður af sakaráburði. Dómstólar, eins og aðrir verða að hafa hugrekki til að viðurkenna mistök. Nú er komið að þeirri stundu að hleypa sannleikanum inn,“ sagði Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar í málflutningi sínum í endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem var framhaldið í Hæstarétti í dag.

Málflutningi lauk fyrir hádegi í dag, og nú hefur málið verið dómtekið.

Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa banað Guðmundi Einarssyni í janúar árið 1974, ásamt Kristjáni Viðari Viðarssyni og Sævari Ciesielski.

Tryggvi Rúnar lést árið 2009, en ekkja hans, dóttir og barnabarn voru viðstödd málflutninginn í gær og í dag.

Dagbækur Tryggva Rúnars, sem hann hélt á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu, eru meðal mikilvægra nýrra gagna í málinu. En þær komu fram í dagsljósið í árið 2011 þegar ekkja Tryggva Rúnars og dóttir stigu fram í viðtali á Stöð 2.

Mestu mistök sem gerð hafa verið í rannsókn sakamála

Jón fór yfir það hvernig skjólstæðingur hans var hrifinn frá fjölskyldu sinni á Þorláksmessu árið 1975 og átti ekki afturkvæmt heim næstu árin. Hann hafi ekki alltaf gengið á vegum dýrðarinnar, en verið vonglaður vegna nýlegs sýknudóms sem hann hafði fengið.

Hann hafi ekki vitað hvaðan á hann stóð veðrið þegar lögreglu bar óvænt að garði, handtók hann og færði í fangaklefa í Síðumúla. Hann hafi svo orðið enn meira undrandi þegar honum var gefið að sök að hafa banað manni sem hann vissi engin deili á. Allt í einu hafi vongleðin og fögnuðurinn vegna komu jólanna og nýlegrar sýknu verið tekin frá honum.

Jón sagði að við rannsókn málsins hefðu verið gerð ein mestu mistök sem hafa verið gerð við rannsókn sakamála hér á landi. Misþyrmingum og pyntingum hafi verið beitt, en þær hafi ekki síst falist í löngu gæsluvarðhaldi og einangrun við ómannúðlegar aðstæður. Miðað við gögn málsins hafi ekki verið hægt að greina hvaða framburður kom frá hverjum og hvað fyrir atbeini rannsakenda. Framburður dómfelldu hafi þróast í takt við þær upplýsingar sem rannsakendur báru á milli þeirra og þannig hafi framburðinum verið stjórnað. Sagði Jón það eitt nægja til að ekki væri hægt að taka mark á játningunum. Sakfelling á grundvelli framburðar komi því ekki til greina. En fram hefur komið að sakfelling hafi eingöngu byggst á framburði og játningum dómfelldu, en engum áþreifanlegum sönnunargögnum.

Jón sagði Tryggva Rúnar hafa verið lítillækkaðan af fangavörðum og rannsakendum en fangelsispresturinn hafi verið sá eini sem sýndi honum virðingu. Í fangelsisdagbókum hafi verið skráð að Tryggvi Rúnar hafi eigrað um klefann sinn og talað við sjálfan sig. Hann hafi verið sviptur svefni og sýnt óeðlilegt harðræði. Til að mynda hafi verið sett grisja yfir munninn á honym og hún fest með heftiplástri þegar hann talaði við sjálfan sig. Eftir að minnsta kosti eina yfirheyrslu hafi hann verið í svo slæmu ástandi að kalla þurfti á lækni til að sprauta hann niður. Það hafi því verið ljóst að andlegt ástand hans var mjög bágborið. Hann hafi verið í miklum sálarháska.

Sat í einangrun í 627 daga

Eftir sjö yfirheyrslur þar sem Tryggvi Rúnar hafði neitað sök fór hann að lýsa aðkomu sinni að málinu með óljósum hætti en þá voru aðrir dómfelldu í málinu búnir að játa. Enginn var viðstaddur þá skýrslutöku nema sá sem skrifaði skýrsluna. Skýrslan var engu að síður vottuð að tveimur mönnum sem voru ekki viðstaddir.

mbl.is/Hari

Jón benti á að Tryggvi hefði setið í einangrun í 627 daga í við ómannúðlegar aðstæður eins og þær voru í Síðumúlafangelsinu. Hann sagði alla vita að aðstæður þar hefðu verið óboðlegar og það hefði verið píning að setja fólk þangað í gæslu.

Tryggvi var yfirheyrður 90 sinnum samtals í 124 klukkustundir en þó liggja aðeins fyrir 10 skýrslur. „Er það ekki merkilegt, virðulegi Hæstiréttur?“ spurði Jón.

Hann sagði það hafa verið sérstakt með Tryggva Rúnar hvað hann var allur af vilja gerður að vera samvinnuþýður. Hann hefði reynt að muna það sem hann taldi hafa átt að gerast, en einfaldlega mundi það ekki. Þá hefði hann skrifað sérstaka játningaskýrslu til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þar hefði hann rifjað upp allt sem hann átti að hafa gert, en þetta með Guðmund gat hann engan veginn munað.

Jón benti á að í málinu lægju fyrir gögn sem sýndu að Tryggvi Rúnar reyndi í tvígang að draga játningu sína til baka. Þeirrar staðreyndar hafi hins vegar ekki verið getið í dómi Hæstaréttar. Hann sagði ljóst að rannsakendur hefðu vitað að hann vildi draga játninguna til baka en vildu ekki gera honum það kleift fyrir dómi með því að taka af honum skýrslu.

Enginn mundi hvernig málið hófst

Jón fór töluvert vel yfir það í máli sínu að enginn rannsakenda virtist hafa munað af hverju rannsókn á málinu hófst. Því mannshvarf Guðmundar hefði ekki verið rannsakað þegar hann hvarf. Eingöngu hefði verið gerð víðtæk leit að honum.

Jón sagði gögn hafa verið lögð fram sem sýndu að ákveðinn maður hefði veitt lögreglu upplýsingar sem urðu til þess að böndin bendust að dómfelldu. Sagði hann umræddan mann hafa beðið skjólstæðing sinn afsökunar á því að hafa bendlað hann við málið að ósekju. Þrátt fyrir þessar upplýsingar hefði stjórnandi rannsóknarinnar ekki geta svarað því hvernig rannsóknin hófst.

„Það þurfti ekki meira en einn vistmann á Litla-Hrauni til að segja sögu til að allt þetta fár færi af stað,“ segir Jón og vísað þar til þess sem gaf lögreglu upplýsingar.

 „Það var ráðist að ungmennum sem gátu ekki borið hönd fyrir höfuð sér og þeim var neitað um sjálfsögð mannréttindi. Allt til að knýja fram játningar.“

Jón vísaði til þess sem kom fram í skýrslu starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði um málið árið 2011, að sálfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Tryggva Rúnars hefði verið óáreiðanlegur, takmarkaður og sundurlaus. Hann hefði frekar virst vera að svara spurningum en að greina frá minningum sínum.

mbl.is

Innlent »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Í gær, 18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

Í gær, 18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

Í gær, 17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

Í gær, 17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

Í gær, 17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

Í gær, 16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

Í gær, 16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

Í gær, 16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...