Úrskurður um gæsluvarðhald staðfestur

Sveinn Gestur í héraðsdómi í fyrra.
Sveinn Gestur í héraðsdómi í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæruvaldsins á hendur honum, þó ekki lengur en til 12. desember.

Úrskurður héraðsdóms var kærður til Landsréttar 11. september.

Fram kemur í niðurstöðu að málið gegn Sveini Gesti verði flutt í Landsrétti 26. september.

Hann var í desember í fyrra dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal síðasta sumar.

Sveinn áfrýjaði dóminum til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert