Fjármálaráðherra blandar sér í umræður um lendingargjöld flugfélaga

Starfsmaður á Charles de Gaulle-flugvelli í París býr sig undir …
Starfsmaður á Charles de Gaulle-flugvelli í París býr sig undir að tengja þjónustubifreið við TF-WOW sem er ein stærsta vélin í íslenska flugflotanum, A330-300 breiðþota, smíðuð 2015 og tekur 345 farþega í sæti. AFP

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, blandaði sér í umræðu um lendingargjöld íslenskra flugfélaga með stuttri færslu á Twitter síðdegis á laugardaginn.

„Fróðlegur gamall leiðari í samhengi málefna dagsins,“ skrifaði hann og lét fylgja með tengil á leiðarasíðu Morgunblaðsins frá 4. september 1980. Þar er að finna hvatningu til stjórnvalda hér á landi um að taka með sama hætti á lendingargjöldum Flugleiða og stjórnvöld í Lúxemborg höfðu þá þegar gert er þau felldu þau niður.

Sama dag kom fram hér í blaðinu að WOW air skuldaði Isavia um tvo milljarða í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir hins vegar að félagið hafi aldrei skuldað Isavia „yfir tvo milljarða“. Morgunblaðið reyndi að ná sambandi við fjármálaráðherra til að fá skýringar á orðum hans en án árangurs, að því er fram kemur í blaðinu í dag. Ráðherrann fer með eina hlutabréfið í Isavia ohf. og tilnefnir alla stjórnarmenn þess, fimm að tölu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert