Hæg austanátt á landinu

Veðurútlit á hádegi í dag, mánudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, mánudag.

Fremur hæg austlæg átt verður víðast hvar á landinu í dag dag, en skúrir um austanvert landið og léttskýjað suðvestan til. Þó má búast við skúrum suðvestan til á morgun. Hiti verður á bilinu 5-12 stig.

Lægð er nú stödd skammt suður af landinu og eru skil frá henni á Vestfjörðum og nyrst á landinu og er því meiri vindur þar, eða 10-18 m/s og úrkomumeira. Lægðin grynnist hins vegar hægt og rólega og verður hægari vindur og úrkomuminna með norðausturströndinni á morgun, en áfram hvasst á Vestfjörðum. 

Önnur lægð kemur síðan upp að landinu á miðvikudag og tekur við keflinu af lægðinni sem stjórnar veðrinu núna. þá hvessir austan til og fer að rigna, en vindstrengurinn sem er á Vestfjörðum færist yfir landið vestanvert. Því verður hvassviðri um land allt og rigning á láglendi norðan- og austanlands um kvöldið og er gul viðvörun í gildi sökum þess. 

Lægðin mun stoppa þegar hún er komin austur af landinu og útlit fyrir að hún grynnist hægt og hreyfist litið þar til á föstudagskvöld. „Óvissan varðandi þetta norðanáhlaup er helst í hvaða hæð yfir sjávarmáli mun snjóa, og hve lengi úrkoman varir. Nýjustu spár gera ráð fyrir slyddu eða snjókomu við sjávarmál um norðanvert landið snemma á fimmtudag og að það stytti ekki upp fyrr en aðfaranótt laugardags,“ að því er segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert