Íbúar í Urriðaholti þurfa ekki að óttast

Urriðaholt er í uppbyggingu.
Urriðaholt er í uppbyggingu.

Íbúar í Urriðaholti og golfarar á Urriðavelli þurfa ekkert að óttast þó að sjáist til refa þar á svæðinu. Þetta segir Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur í Morgunblaðinu í dag.

Refafjölskylda hefur gert sig heimakomna á Urriðavelli og hafa kylfingar séð þá nokkuð reglulega á vappi þar í kring í sumar.

Aðspurð hvort refirnir séu mönnum og börnum á svæðinu hættulegir svarar Rakel: „Nei þeir eru það nú ekki. Það eru rosalega fá tilvik þar sem refir eru að bíta í ökklann á fólki en það er yfirleitt bara vegna þess að þeir eru að verja yrðlingana sína. Þeir eru miklu hræddari við okkur en við erum við þá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert