Kæru SÍ gegn ríkinu vísað frá

Félagsdómur taldi að kröfugerð starfsmannafélagsins lyti að hagsmunaágreiningi og atriðum …
Félagsdómur taldi að kröfugerð starfsmannafélagsins lyti að hagsmunaágreiningi og atriðum varðandi kjarasamningsgerð, en ekki að réttarágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Félagsdóms þar sem máli starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands gegn íslenska ríkinu var vísað frá. 

Í málinu krafðist starfsmannafélagið þess að fá viðurkenndan þann skilning félagsins að íslenska ríkið væri bundið af tiltekinni bókun við kjarasamning milli aðila og niðurstöðu starfshóps um að meðallaun almennra hljóðfæraleikara SÍ skyldu ekki vera undir meðallaunum aðildarfélaga BHM frá tilteknu tímamarki.

Félagsdómur taldi að kröfugerð starfsmannafélagsins lyti að hagsmunaágreiningi og atriðum varðandi kjarasamningsgerð, en ekki að réttarágreiningi um skilning á kjarasamningi eða gildi hans. Því ætti úrlausn um viðurkenningarkröfu starfsmannafélagsins ekki undir Félagsdóm.

Hæstiréttur staðfesti hinn kærða úrskurð og gerði starfmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands að greiða íslenska ríkinu 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurðinn í heild sinni má nálgast á vef Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert