Ráðherra fái skýra heimild

Vel þeginn tækjabúnaður á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Vel þeginn tækjabúnaður á sjúkrahúsinu á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Auðvitað er ekki hægt að banna hagnaðardrifin fyrirtæki og það er ekki það sem við erum að gera með tillögu okkar um breytingar á lögum um sjúkratryggingar,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna.

Hann hefur ásamt öllum almennum þingmönnum flokksins lagt fram á Alþingi frumvarp sem miðar að því að setja skýrt ákvæði í lög um heimild heilbrigðisráðherra til þess að gera það að skilyrði fyrir samningum við heilbrigðisfyrirtæki að þau séu ekki hagnaðardrifin.

„Kristján Þór Júlíusson nýtti sér ákveðinn glugga í lögum um sjúkratryggingar og gerði slíka samninga við þrjár einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu þegar hann var heilbrigðisráðherra. Sú vegferð var afar skynsamleg hjá honum að mínu mati,“ segir Ólafur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert