Snjókoma í kortunum

Regnhlífar verða mjög á lofti næstu daga.
Regnhlífar verða mjög á lofti næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula viðvörun vegna veðurs þar sem búist er við hvassviðri með rigningu eða snjókomu á miðvikudag og fimmtudag.

„Á miðvikudag gengur í norðan 15-23 m/s, hvassast austast á landinu. Með norðanáttinni fylgir úrkoma norðan- og austanlands, frá Vestfjörðum og austur á Austfirði. Úrkoman verður á formi rigningar á láglendi, en slydda eða snjókoma ofan 200-300 metra yfir sjávarmáli,“ segir m.a. í tilkynningunni. Þá geta vetraraðstæður skapast á vegum, sérstaklega á fjallvegum.

Á fimmtudag munu mörk rigningar og snjókomu svo lækka vegna langvarandi norðanáttar. „Vetraraðstæður geta því skapast á vegum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Hyggilegt gæti verið að huga að skjóli fyrir búfénað,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert