Esjunni lokað í fyrramálið

Lokunin mun standa yfir frá dögun og til klukkan níu.
Lokunin mun standa yfir frá dögun og til klukkan níu. Ljósmynd/Leifur Hákonarson

Gönguleiðum upp Esjuna verður lokað í fyrramálið þegar nokkrum björgum verður rúllað niður fjallið nærri toppi Þverfellshorns. Verkfræðingar og starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur munu tryggja að fólk fari ekki upp fjallið meðan á þessu stendur, en lokunin mun standa yfir frá dögun og til klukkan níu.

Fyrst var greint frá málinu á Vísi. Helgi Gíslason hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sagði í samtali við mbl.is að umferð á Esjuna væri lítil á þeim tíma sem lokunin stendur yfir. Um er að ræða öryggisráðstafanir, en verkfræðingar höfðu metið það svo að grjót í Þverfellshorninu gæti farið af stað hvenær sem er og að ekki væri óhætt að láta það standa óhreyft.

Í gær fór starfsfólk Skógræktarfélagsins upp að Steini og festi hann tryggilega þannig að hann færi ekki af stað niður fjallið, en hann var farinn að hallast töluvert. Keðjur voru settar í Stein og púkki hlaðið undir hann, að því er segir á vef Skógræktarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert