Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

Karen hyggst halda áfram að koma til Eyja og bjarga …
Karen hyggst halda áfram að koma til Eyja og bjarga pysjum. Ljósmynd/Margrét Lilja Magnúsdóttir

Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.

Karen Lynn Velas líffræðingur starfar í Vestmannaeyjum í sumar við að bjarga pysjum, þó á annan hátt en tíðkast í bæjarfélaginu. Hún hreinsar þær pysjur sem verða fyrir ýmsum óhreinindum, aðallega olíu og grút.

„Þetta er mikið vandamál. Þær villast í bæinn og auðvitað tekur samfélagið mjög vel á móti þeim en það er leiðindamál að þær verði óhreinar. Flestar þeirra finnast við höfnina.“

Karen var á landinu síðasta sumar í sömu erindagjörðum og stefnir á að koma á hverju sumri. Hún fékk þjálfun í að þrífa dýrin hjá stofnun í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að annast villt dýr sem verða fyrir skaða eða óhreinindum af völdum olíu.

Sjá viðtal við Karen Lynn Velas í heild á baksíðu Morgunblaðsins ídag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »