Áfram í haldi fyrir meint brot gegn börnum

Héraðssaksóknari hefur tíma til 3. október til að gefa út …
Héraðssaksóknari hefur tíma til 3. október til að gefa út ákæru í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gróft kynferðisbrot sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið framlengt til 3. október.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

Þennan sama dag rennur út tólf vikna frestur ákæruvaldsins til að gefa út ákæru. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 11. júlí og átti það að renna út í gær. Héraðssaksóknari fékk málið á sitt borð á mánudaginn eftir að rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum lauk.

Maðurinn er einnig grunaður um fleiri kynferðisbrot gegn brotaþolanum, sem og ólögráða barni. Fram kom í fréttum RÚV í síðasta mánuði að brotaþolarnir séu báðir börn á grunnskólaaldri.

Í grein­ar­gerð lög­reglu­stjóra í úrskurði Héraðsdóms Suðurnesja í síðasta mánuði er brotaþol­inn sagður hafa komið á lög­reglu­stöð og lagt fram kæru á hend­ur mann­in­um og konu vegna kyn­ferðis­brota sem hafi verið gróf og staðið yfir með reglu­bundn­um hætti. Sama dag lagði ann­ar ein­stak­ling­ur fram kæru gegn kærða og sömu konu fyr­ir kyn­ferðis­brot og of­beld­is­brot gegn ólögráða barni.

Kærði og kon­an voru bæði yf­ir­heyrð og eru sögð hafa játað, á mis­mun­andi tíma, brot gegn fyrst­nefnda brotaþol­an­um.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert