Borgarráð ræðir mál OR á morgun

„Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála,“ segir …
„Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, í samtali við mbl.is.

Stjórn OR samþykkti á fundi sínum í kvöld að fall­ast á ósk Bjarna Bjarna­son­ar for­stjóra um að stíga til hliðar á meðan fram fer óháð út­tekt á vinnustaðar­menn­ingu og mál­efn­um til­tek­inna starfs­manna sem verið hafa til um­fjöll­un­ar. Í hans stað verður Helga Jóns­dótt­ir starf­andi for­stjóri um tveggja mánaða skeið, frá næsta mánu­degi. 

Þórdís Lóa hafði áður sagt í samtali við mbl.is að mikilvægt væri að stjórn OR fengi tíma til þess að vinna úr málunum, og að borg­ar­ráð myndi senda skýr skila­boð varðandi hvernig tekið yrði á mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert