„Ekkert jákvætt við heræfingar“

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ófeigur

Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmenn Vinstri grænna, gagnrýndu bæði á Alþingi þær heræfingar sem eru fyrirhugaðar hér á landi í október og nóvember.

Æfa viðbrögð við árás á Landhelgisgæsluna

„Í mínum huga er ekkert jákvætt við heræfingar. Þær eru, þegar allt kemur til alls sama hvernig reynt er að kynna það, æfing í því hvernig á að ná völdum yfir og drepa fólk,“ sagði Steinunn Þóra.

Hún bætti við að þessi hegðun sé einfaldlega röng og vill að mál á alþjóðavettvangi séu leyst með öðrum hætti.

„Við í VG erum þeirrar skoðunar að Íslandi væri betur fyrir komið utan NATO.“

Hún kvaðst jafnframt vona að ítarleg fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins um heræfingarnar verði til þess að skapa aukna umræðu um slíkar æfingar hér á landi.

Kolbeinn Óttarsson Proppé sagði Íslendinga vera orðna hálffjarlæga þeirri hugsun að þeir séu aðilar að hernaðarbandalagi. Hann sagði þjóðina eiginlega hætta að hugsa um það. „Ég kalla eftir almennri umræðu um þessi mál,“ sagði hann og nefndi meðal annars spurninguna um hvað það þýði að vera í hernaðarbandalagi. 

„Þetta eru samræður sem íslensk þjóð á skilið og við skuldum íslenskri þjóð þær samræður.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert