Endurnýjun við Miklubraut

Gangandi og hjólandi vegfarendur við suðurenda Klambratúns eru nú í …
Gangandi og hjólandi vegfarendur við suðurenda Klambratúns eru nú í öruggu skjóli frá umferðinni á Miklubraut sem dags daglega er ein hin mesta á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Götumynd Miklubrautar og umhverfis hennar vestan Lönguhlíðar hefur tekið miklum breytingum eftir að hlaðinn var grjótkörfuveggur meðfram götunni í því skyni að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni.

Jafnframt var haft í huga að auka öryggi fólks með því að hindra að gangandi vegfarendur geti farið yfir Miklubraut við Klambratún nema á gangbrautarljósum við Reykjahlíð. Áður var umferð gangandi vegfarenda yfir götuna aðeins hindruð með vegriðum og girðingu á miðeyju.

Meðfram Klambratúni sunnanverðu eru nú aðskildir göngu- og hjólastígar. Við framkvæmdirnar í fyrra var jafnframt gerð strætórein við Miklubraut sunnanverða og steyptur veggur þar meðfram, að því er fram kemur í umfjöllun um breytingarnar við Miklubraut í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert