Lögreglan leitar tveggja drengja

Ísak Helgi.
Ísak Helgi. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15 í dag, en síðast er vitað af þeim þar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Stefán Sölvi.
Stefán Sölvi. Ljósmynd/Aðsend

Annar drengurinn heitir Stefán Sölvi Svövuson, fæddur 2011. Hann er 7 ára gamall, grannvaxinn, 140 cm á hæð og 36 kg. Hann var klæddur í gráan og svartan bol, í bláar joggingbuxur og svarta strigaskó.

Hinn drengurinn heitir Ísak Helgi Fanneyjarson fæddur 2010. Hann er 8 ára, um það bil 140-150 cm á hæð. Hann var klæddur í bláleita hermannaúlpu, gráar joggingbuxur og hvíta strigaskó. Hann var á rauðu reiðhjóli og með hvítan hjálm á höfði.

Lögreglan biður alla sem kunna að hafa upplýsingar um drengina að hafa strax samband í 112.

Uppfært kl. 20:16: 

Drengirnir eru fundnir heilir á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert