„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

Björgunarsveitarmenn á toppi Kirkjufells.
Björgunarsveitarmenn á toppi Kirkjufells. Mynd/Skjáskot úr myndbandi Landsbjargar

Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una.

Björgunarsveitir af Snæfellsnesi voru kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með fimm sérhæfða fjallbjörgunarmenn úr Reykjavík. Þyrlan gat hins vegar ekki lent nálægt slysstaðnum vegna sviptivinda.

Einar Strand, formaður svæðisstjórnar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, stjórnaði aðgerðum í gær en hann segir tvö tveggja manna gönguteymi hafa komið að manninum sem lést. Svo vel hitti á að tveir einstaklinganna voru bráðaaðilar sem skipti töluverðu máli.

„Þetta var fólk sem vissi hvað það var að gera þegar það gaf lýsingar á aðstæðum sem var algjörlega frábært. Maður sá það líka þegar það kom niður hvað það var miklu meira jafnvægi en maður hafði reiknað með,“ segir Einar í samtali við mbl.is. Hann segir manninn sem lést hafa orðið viðskila við félaga sinn, en þeir hafi verið tveir á göngu.

Frá aðgerðum björgunarsveita á Kirkjufelli.
Frá aðgerðum björgunarsveita á Kirkjufelli. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

15 björgunarsveitamenn í fjallinu

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fell maðurinn niður úr tölu­verðri hæð, og var hann lát­inn þegar að hon­um var komið.

„Það kom fljótlega í ljós að um banaslys var að ræða. Þegar útkallið kom til okkar var það næstum staðfest. Þá fer aðgerðin í allt annan gír og hún róast niður. Þá erum við að fara að sækja viðkomandi og gera það af eins mikilli virðingu og hægt er. Þetta er ekki gert með neinum látum,“ segir Einar.

„Við reyndum að notast við þyrlu en það var einfaldlega ekki hægt vegna þess hvernig vindurinn var við fjallið. Það var því ákveðið að gera þetta með línuvinnu,“ bætir hann við.

Hann segir sjö björgunarsveitamenn hafa komið úr Reykjavík til að aðstoða við verkefnið en að öðru leyti hafi þetta verið fólk af svæðinu. Í aðgerðina voru skráðir 40 manns, fyrir utan lögreglu, sjúkralið og Landhelgisgæsluna. Einar telur að um 50 manns hafi verið að ræða í heildina. Um 15 manns hafi verið í sjálfu fjallinu sjálfu en aðrir fyrir neðan.

Einar segir að um töluvert stóra aðgerð hafi verið að ræða. „Það þurfti að slaka manninum niður í tveimur færslum og þar tók við sexhjól sem flutti hann niður á veg í sjúkrabílinn. Í það þurfti um 20 manns. Menn vinna svona rólega og af öryggi svo við fáum ekki annað slys,“ segir hann, en aðgerðin tók um þrjár klukkustundir.

Myndband Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem sýnt er frá útkallinu: 

Þarf að umgangast Kirkjufellið af meiri virðingu 

Aðspurður segir Einar aðstæður á vettvangi hafa verið góðar fyrir utan dálítinn vind og brattann í fjallinu sem er töluverður. Aðgerðin hafi tekist vel frá hans bæjardyrum séð.

„Þetta er kannski ekki erfitt fjall, en það þarf að gæta ýtrustu varúðar á köflum. Það þarf ekki mikið til að þarna verði slys, ef menn eru ekki að gæta ýtrustu varúðar og rétt búnir. Það er mjög bratt þarna og gönguleiðin upp á fjallið er sum staðar með hliðarhalla þar sem getur orðið sleipt. Ef mönnum skrikar fótur í þessum hliðarhalla þá er ekkert sem stoppar. Þá er það bara niður,“ segir Einar um aðstæðurnar.

„Við þurfum að fara að umgangast þetta fjall af meiri virðingu. Ég segi ekki að þetta sé stórhættulegt, en allt sem við umgöngumst ekki af virðingu getur orðið hættulegt. Við þurfum að bera meiri virðingu fyrir náttúrunni. Þó að hún sé falleg og skemmtileg þá fyrirgefur hún ekki mikið. Það sem á að vera létt og góð gönguferð getur orðið að slæmu slysi með óaðgæslu. Stundum þarf það ekki einu sinni til, stundum er um að ræða hreina og beina óheppni.“

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í gær. Ljósmynd/Aðsend

Fólk virðist ekki jafnvant og áður

Einar bendir á að aðeins sé rúmt ár síðan banaslys varð í fjallinu, þegar erlendur ferðamaður fell til bana. Fyrir utan það muni menn aðeins eftir einu öðru banaslysi þar. „Það segir okkur að það er að verða mun algengara að fólk sem gengur á fjallið er ekki jafnvant og áður. Fólk hefur kannski minni þekkingu, þekkir fjallamennsku ekki nógu vel. Þetta oft venjulegir venjulegir ferðamenn en hér áður var um meiri reynslubolta að ræða.“

Hann segir fólk verða að þekkja sín takmörk og betra sé að snúa við frekar en að lenda í ógöngum. „Það er mjög algengt að við sækjum fólk í sjálfheldu hingað og þangað. Við vitum ekki hvort þetta byrjaði ekki sem einhvers konar sjálfhelda. Hann var einn þegar þetta gerðist og því engin vitni að atburðinum,“ segir Einar og vísar til slyssins í gær.

mbl.is

Innlent »

Reyndi ítrekað að kyssa hana

11:12 „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Meira »

Öll vinna stöðvuð vegna asbests

11:02 Við heimsókn Vinnueftirlitsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með einangrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð. Meira »

Þakplötur og trampólín fjúka í lægðinni

11:00 Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi hafa verið kallaðar út í morgun vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins. Sinnir björgunarsveitafólk nú útköllum vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og svo trampólínum. Meira »

Á fjórða hundrað á biðlista

10:43 Fjöldi þeirra sem bíður eftir hjúkrunarrými hefur aukist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janúar 2014 til janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu umfram 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eftir úthlutun hjúkrunarrýmis 116 dagar á þriðja ársfjórðungi 2018. Meira »

Amber komin að bryggju á Höfn

10:27 Hol­lenska flutn­inga­skipið Am­ber, sem strandaði á sandrifi í inn­sigl­ingu Horna­fjarðar­hafn­ar, er nú komið að bryggju á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfesti Vign­ir Júlí­us­son, for­stöðumaður Horna­fjarðar­hafn­ar, í sam­tali við mbl.is og segir Amber hafa losnað á há­flóðinu nú í morg­un. Meira »

Bílvelta á Reykjanesbraut

10:26 Flutningabíll valt við Kúagerði á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun en bálhvasst er á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er bílstjórinn ekki talinn alvarlega slasaður. Meira »

Skútuþjófurinn ekki áfram í farbanni

10:04 Farbann yfir Þjóðverjanum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í október hefur ekki verið framlengt, en það rann út í gær. Málið var flutt fimmtudag í síðustu viku og hefur ekki verið talin ástæða til þess að framlengja farbannið, upplýsir lögreglan á Vestfjörðum. Meira »

Garnaveiki greindist í Austfjarðahólfi

09:42 Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, en í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki þar í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum á Fljótsdalshéraði árið 1986. Meira »

Mikil röskun á flugi innanlands og utan

09:27 Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs og tafir hafa einnig verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar bíða nú í sjö vélum á flugvellinum. þá er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar í dag og athuga á með flug til Egilsstaða og Akureyrar klukkan 12.30. Meira »

Skiptir „noise cancelling“ máli?

09:20 Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Meira »

Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg

08:30 Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel. Meira »

Enginn verið eldri en Ellert

08:25 „Að vera kallaður inn á Alþingi nú var óvænt, en ánægjulegt. Ég tel mig eiga hingað fullt erindi til þess að tala máli eldri borgara, en það er sorglegt hvernig þeir hafa dregist aftur úr í kjörum og lítið verið gert til úrbóta þrátt fyrir fögur orð,“ segir Ellert B. Schram, sem í gær tók sæti á Alþingi í leyfi Ágústs Ólafs Ágústssonar. Meira »

Fljúgandi hálka á Akureyri

08:05 Fljúgandi hálka og mikil hláka er nú á Akureyri að sögn lögreglu sem varar ökumenn og gangandi vegfarendur við. „Það er alveg glærasvell,“ sagði vaktstjóri lögreglunnar í samtali við mbl.is. Hefur hálkan þegar valdið því að flutningabíll með gám aftan í fór út af veginum í Kræklingahlíð. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun

08:04 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir nauðgun í september í fyrra. Maðurinn er samkvæmt ákæru sagður hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Meira »

Bóndadagurinn verður 25. janúar

08:00 Sums staðar á netinu og í einhverjum prentuðum dagbókum er að finna rangar upplýsingar um það hvenær bóndadagur er á næsta ári. Bóndadagur verður samkvæmt traustustu heimildinni, Almanaki Háskólans, 25. janúar 2018. Meira »

Heimaey VE til vöktunar á loðnu

07:57 Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember. Meira »

Stormur er menn halda í vinnu

07:50 Tekið er að hvessa af suðaustri og verður kominn stormur með rigningu eða súld víða sunnan- og vestanlands er menn halda í vinnu og skóla. Eru ökumenn „því beðnir að fara varlega, einkum nærri fjöllum á Suður- og Vesturlandi þar sem öflugir vindstrengir með tilheyrandi vindhviðum geta myndast.“ Meira »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »