„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

Björgunarsveitarmenn á toppi Kirkjufells.
Björgunarsveitarmenn á toppi Kirkjufells. Mynd/Skjáskot úr myndbandi Landsbjargar

Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una.

Björgunarsveitir af Snæfellsnesi voru kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með fimm sérhæfða fjallbjörgunarmenn úr Reykjavík. Þyrlan gat hins vegar ekki lent nálægt slysstaðnum vegna sviptivinda.

Einar Strand, formaður svæðisstjórnar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, stjórnaði aðgerðum í gær en hann segir tvö tveggja manna gönguteymi hafa komið að manninum sem lést. Svo vel hitti á að tveir einstaklinganna voru bráðaaðilar sem skipti töluverðu máli.

„Þetta var fólk sem vissi hvað það var að gera þegar það gaf lýsingar á aðstæðum sem var algjörlega frábært. Maður sá það líka þegar það kom niður hvað það var miklu meira jafnvægi en maður hafði reiknað með,“ segir Einar í samtali við mbl.is. Hann segir manninn sem lést hafa orðið viðskila við félaga sinn, en þeir hafi verið tveir á göngu.

Frá aðgerðum björgunarsveita á Kirkjufelli.
Frá aðgerðum björgunarsveita á Kirkjufelli. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

15 björgunarsveitamenn í fjallinu

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fell maðurinn niður úr tölu­verðri hæð, og var hann lát­inn þegar að hon­um var komið.

„Það kom fljótlega í ljós að um banaslys var að ræða. Þegar útkallið kom til okkar var það næstum staðfest. Þá fer aðgerðin í allt annan gír og hún róast niður. Þá erum við að fara að sækja viðkomandi og gera það af eins mikilli virðingu og hægt er. Þetta er ekki gert með neinum látum,“ segir Einar.

„Við reyndum að notast við þyrlu en það var einfaldlega ekki hægt vegna þess hvernig vindurinn var við fjallið. Það var því ákveðið að gera þetta með línuvinnu,“ bætir hann við.

Hann segir sjö björgunarsveitamenn hafa komið úr Reykjavík til að aðstoða við verkefnið en að öðru leyti hafi þetta verið fólk af svæðinu. Í aðgerðina voru skráðir 40 manns, fyrir utan lögreglu, sjúkralið og Landhelgisgæsluna. Einar telur að um 50 manns hafi verið að ræða í heildina. Um 15 manns hafi verið í sjálfu fjallinu sjálfu en aðrir fyrir neðan.

Einar segir að um töluvert stóra aðgerð hafi verið að ræða. „Það þurfti að slaka manninum niður í tveimur færslum og þar tók við sexhjól sem flutti hann niður á veg í sjúkrabílinn. Í það þurfti um 20 manns. Menn vinna svona rólega og af öryggi svo við fáum ekki annað slys,“ segir hann, en aðgerðin tók um þrjár klukkustundir.

Myndband Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem sýnt er frá útkallinu: 

Þarf að umgangast Kirkjufellið af meiri virðingu 

Aðspurður segir Einar aðstæður á vettvangi hafa verið góðar fyrir utan dálítinn vind og brattann í fjallinu sem er töluverður. Aðgerðin hafi tekist vel frá hans bæjardyrum séð.

„Þetta er kannski ekki erfitt fjall, en það þarf að gæta ýtrustu varúðar á köflum. Það þarf ekki mikið til að þarna verði slys, ef menn eru ekki að gæta ýtrustu varúðar og rétt búnir. Það er mjög bratt þarna og gönguleiðin upp á fjallið er sum staðar með hliðarhalla þar sem getur orðið sleipt. Ef mönnum skrikar fótur í þessum hliðarhalla þá er ekkert sem stoppar. Þá er það bara niður,“ segir Einar um aðstæðurnar.

„Við þurfum að fara að umgangast þetta fjall af meiri virðingu. Ég segi ekki að þetta sé stórhættulegt, en allt sem við umgöngumst ekki af virðingu getur orðið hættulegt. Við þurfum að bera meiri virðingu fyrir náttúrunni. Þó að hún sé falleg og skemmtileg þá fyrirgefur hún ekki mikið. Það sem á að vera létt og góð gönguferð getur orðið að slæmu slysi með óaðgæslu. Stundum þarf það ekki einu sinni til, stundum er um að ræða hreina og beina óheppni.“

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í gær. Ljósmynd/Aðsend

Fólk virðist ekki jafnvant og áður

Einar bendir á að aðeins sé rúmt ár síðan banaslys varð í fjallinu, þegar erlendur ferðamaður fell til bana. Fyrir utan það muni menn aðeins eftir einu öðru banaslysi þar. „Það segir okkur að það er að verða mun algengara að fólk sem gengur á fjallið er ekki jafnvant og áður. Fólk hefur kannski minni þekkingu, þekkir fjallamennsku ekki nógu vel. Þetta oft venjulegir venjulegir ferðamenn en hér áður var um meiri reynslubolta að ræða.“

Hann segir fólk verða að þekkja sín takmörk og betra sé að snúa við frekar en að lenda í ógöngum. „Það er mjög algengt að við sækjum fólk í sjálfheldu hingað og þangað. Við vitum ekki hvort þetta byrjaði ekki sem einhvers konar sjálfhelda. Hann var einn þegar þetta gerðist og því engin vitni að atburðinum,“ segir Einar og vísar til slyssins í gær.

mbl.is

Innlent »

Lentu í arfavitlausu veðri

14:45 „Við vorum að veiðum suðaustarlega í Smugunni um 340 mílur frá Norðfirði. Það gafst heldur lítill tími til veiða vegna veðurs. Það brældi og gerði í reynd arfavitlaust veður þannig að það var ekkert annað að gera en að halda í land,“ segir Tómas Kárson, skipstjóri á Beiti NK. Meira »

Jón Steinar svarar Önnu Bentínu

14:19 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður svarar Önnu Bentínu Hermansen, brotaþola kyn­ferðisof­beld­is og ís­lensks rétt­ar­kerf­is, í opnu bréfi til hennar sem hann sendi mbl.is. Jón Steinar segist ekki efast um að afdrif kæru Önnu vegna kynferðisbrots hafi verið henni þungbær en kæran var felld niður. Meira »

„Breytingar keyrðar áfram af mannvonsku“

13:47 „Sú nýja forysta sem hefur verið að koma fram á völlinn í verkalýðshreyfingunni, hefur þau sjónarmið að ef þú ert ekki sammála þeim þá eigir þú að víkja, engin málefnaleg umræða.“ Þetta skrifar Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, á Facebook í gær. Meira »

Framkvæmdum af hálfu borgarinnar lokið

13:38 Framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík af hálfu Reykjavíkurborgar er lokið og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið húsnæðið í notkun, að sögn Óla Jóns Hertervig, setts skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Tveir menn í farbanni

13:10 Tveir af þeim þremur mönnum sem voru handteknir vegna rannsóknar á máli sem snýr að ætluðum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga hafa verið úrskurðaðir í farbann. Meira »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »

Tankbíll í árekstri á Hringbraut

10:45 Tankbíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar, skammt frá BSÍ, um klukkan 10 í morgun.  Meira »

Undir áhrifum áfengis og svefnlyfs

10:29 Kona sem lést í bílslysi á Grindavikurvegi í mars í fyrra var ekki spennt í öryggisbelti. Hún kastaðist út úr bílnum þegar hann hafnaði utan vegar og valt. Konan var undir verulegum áhrifum áfengis og einnig undir áhrifum svefnlyfs. Styrkur þess í blóði var við eitrunarmörk. Meira »

Innkalla rjómasúkkulaði

09:27 Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Meira »

Umferðarslys á Þrengslavegi

09:14 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í morgun.  Meira »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...