„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

Björgunarsveitarmenn á toppi Kirkjufells.
Björgunarsveitarmenn á toppi Kirkjufells. Mynd/Skjáskot úr myndbandi Landsbjargar

Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una.

Björgunarsveitir af Snæfellsnesi voru kallaðar út og þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með fimm sérhæfða fjallbjörgunarmenn úr Reykjavík. Þyrlan gat hins vegar ekki lent nálægt slysstaðnum vegna sviptivinda.

Einar Strand, formaður svæðisstjórnar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, stjórnaði aðgerðum í gær en hann segir tvö tveggja manna gönguteymi hafa komið að manninum sem lést. Svo vel hitti á að tveir einstaklinganna voru bráðaaðilar sem skipti töluverðu máli.

„Þetta var fólk sem vissi hvað það var að gera þegar það gaf lýsingar á aðstæðum sem var algjörlega frábært. Maður sá það líka þegar það kom niður hvað það var miklu meira jafnvægi en maður hafði reiknað með,“ segir Einar í samtali við mbl.is. Hann segir manninn sem lést hafa orðið viðskila við félaga sinn, en þeir hafi verið tveir á göngu.

Frá aðgerðum björgunarsveita á Kirkjufelli.
Frá aðgerðum björgunarsveita á Kirkjufelli. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

15 björgunarsveitamenn í fjallinu

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fell maðurinn niður úr tölu­verðri hæð, og var hann lát­inn þegar að hon­um var komið.

„Það kom fljótlega í ljós að um banaslys var að ræða. Þegar útkallið kom til okkar var það næstum staðfest. Þá fer aðgerðin í allt annan gír og hún róast niður. Þá erum við að fara að sækja viðkomandi og gera það af eins mikilli virðingu og hægt er. Þetta er ekki gert með neinum látum,“ segir Einar.

„Við reyndum að notast við þyrlu en það var einfaldlega ekki hægt vegna þess hvernig vindurinn var við fjallið. Það var því ákveðið að gera þetta með línuvinnu,“ bætir hann við.

Hann segir sjö björgunarsveitamenn hafa komið úr Reykjavík til að aðstoða við verkefnið en að öðru leyti hafi þetta verið fólk af svæðinu. Í aðgerðina voru skráðir 40 manns, fyrir utan lögreglu, sjúkralið og Landhelgisgæsluna. Einar telur að um 50 manns hafi verið að ræða í heildina. Um 15 manns hafi verið í sjálfu fjallinu sjálfu en aðrir fyrir neðan.

Einar segir að um töluvert stóra aðgerð hafi verið að ræða. „Það þurfti að slaka manninum niður í tveimur færslum og þar tók við sexhjól sem flutti hann niður á veg í sjúkrabílinn. Í það þurfti um 20 manns. Menn vinna svona rólega og af öryggi svo við fáum ekki annað slys,“ segir hann, en aðgerðin tók um þrjár klukkustundir.

Myndband Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem sýnt er frá útkallinu: 

Þarf að umgangast Kirkjufellið af meiri virðingu 

Aðspurður segir Einar aðstæður á vettvangi hafa verið góðar fyrir utan dálítinn vind og brattann í fjallinu sem er töluverður. Aðgerðin hafi tekist vel frá hans bæjardyrum séð.

„Þetta er kannski ekki erfitt fjall, en það þarf að gæta ýtrustu varúðar á köflum. Það þarf ekki mikið til að þarna verði slys, ef menn eru ekki að gæta ýtrustu varúðar og rétt búnir. Það er mjög bratt þarna og gönguleiðin upp á fjallið er sum staðar með hliðarhalla þar sem getur orðið sleipt. Ef mönnum skrikar fótur í þessum hliðarhalla þá er ekkert sem stoppar. Þá er það bara niður,“ segir Einar um aðstæðurnar.

„Við þurfum að fara að umgangast þetta fjall af meiri virðingu. Ég segi ekki að þetta sé stórhættulegt, en allt sem við umgöngumst ekki af virðingu getur orðið hættulegt. Við þurfum að bera meiri virðingu fyrir náttúrunni. Þó að hún sé falleg og skemmtileg þá fyrirgefur hún ekki mikið. Það sem á að vera létt og góð gönguferð getur orðið að slæmu slysi með óaðgæslu. Stundum þarf það ekki einu sinni til, stundum er um að ræða hreina og beina óheppni.“

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Kirkjufell í gær. Ljósmynd/Aðsend

Fólk virðist ekki jafnvant og áður

Einar bendir á að aðeins sé rúmt ár síðan banaslys varð í fjallinu, þegar erlendur ferðamaður fell til bana. Fyrir utan það muni menn aðeins eftir einu öðru banaslysi þar. „Það segir okkur að það er að verða mun algengara að fólk sem gengur á fjallið er ekki jafnvant og áður. Fólk hefur kannski minni þekkingu, þekkir fjallamennsku ekki nógu vel. Þetta oft venjulegir venjulegir ferðamenn en hér áður var um meiri reynslubolta að ræða.“

Hann segir fólk verða að þekkja sín takmörk og betra sé að snúa við frekar en að lenda í ógöngum. „Það er mjög algengt að við sækjum fólk í sjálfheldu hingað og þangað. Við vitum ekki hvort þetta byrjaði ekki sem einhvers konar sjálfhelda. Hann var einn þegar þetta gerðist og því engin vitni að atburðinum,“ segir Einar og vísar til slyssins í gær.

mbl.is

Innlent »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Í gær, 14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Í gær, 12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

Í gær, 12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

Í gær, 11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

í gær Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

í gær Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...