Níu þúsund börn þreyta samræmd próf

Verkferlar hafa verið uppfærðir frá því að tæknileg vandamál komu …
Verkferlar hafa verið uppfærðir frá því að tæknileg vandamál komu upp í mars við framlagningu prófa fyrir 9. bekk. mbl.is/Brynjar Gunnarsson

Á morgun hefjast samræmd próf fyrir nemendur í 4. og 7. bekk,  en frá 20.-28. september verða lögð próf í íslensku og stærðfræði fyrir nemendurna. Þetta eru fyrstu almennu samræmdu könnunarprófin sem lögð eru fyrir frá því að tæknileg vandamál urðu í tveimur prófum nemenda í 9. bekk í mars fyrr á þessu ári.

Að þessu sinni eru það um 4.700 nemendur í 4. bekk og 4.400 nemendur í 7. bekk sem munu þreyta próf í íslensku og stærðfræði. 

Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að síðan þá hafi stofnunin unnið ásamt utanaðkomandi sérfræðingum í að rýna í úttekt vegna þeirra prófa og breytt verklagi til að tryggja hnökralausa framkvæmd héðan í fram. Þá hefur viðbragðsáætlun verið uppfærð og varaprófdagar settir inn í áætlun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert