Piparkökur komnar í verslanir

Piparkökur eru komnar í sölu í verslun Bónuss í Árbænum.
Piparkökur eru komnar í sölu í verslun Bónuss í Árbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sala er hafin á jólavarningi í verslunum Bónuss. Verslunarkeðjan er byrjuð að selja piparkökur og kerti.

Að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, eru kertin og piparkökurnar farin að seljast vel, þrátt fyrir að rúmir þrír mánuðir séu til jóla.

Jólin eru einnig snemma á ferðinni hjá verslunarkeðjunni Costco en verslunin hóf sölu á jólavörum í lok ágúst, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert