Tók konu hálstaki í bifreið

mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna.

Fram kemur að pokinn hafi lent á hægri kinn konunnar sem stóð þá fyrir utan bifreiðina og hafi hún hlotið við það roða á kinnina. Teljast brotin varða annars vegar við 217. grein almennra hegningarlaga og hins vegar 218. grein sömu laga. Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar.

Konan fer fram á 950 þúsund krónur í skaða- og miskabætur með vöxtum sem og þóknun vegna starfa lögmanns samkvæmt mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert