Borgin fylgi málinu eftir alla leið

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, ásamt Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnarformanni OR, ...
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, ásamt Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnarformanni OR, á fundi stjórnar OR sem fór fram í gærkvöldi. mbl.is/​Hari

„Við fengum stjórnarformann Orkuveitunnar á fundinn til okkar ásamt einum stjórnarmanni og fórum yfir málin saman. Stjórn upplýsti borgarráð um það hvernig málum er háttað og við fengum ágætisinnsýn í huga stjórnarinnar í dag um framhaldið og fréttir af úttektinni og hvernig henni verði háttað,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Bréf frá lögfræðingi Áslaugar Thelmu Einarsdóttur barst inn á stjórnarfund Orkuveitu Reykjavíkur í gærkvöldi og verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi OR á mánudag, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni. Vísir greindi fyrst frá því og segir í frétt Vísis að í erindinu sé þess krafist að stjórn OR taki afstöðu til „marklausrar uppsagnar“ Áslaugar, sem áður hafði sagst ætla að leita réttar síns gagnvart Orkuveitunni.

Borgarráð tekur ekki fyrir einstaka mál starfsmanna, en Þórdís Lóa segir að borgarráð hafi lagt á það „mikla áherslu“ að í úttektinni sem senn verður unnin innan OR verði „farið ofan í allt þetta ferli, meðal annars hennar uppsögn og fleiri ef þær eru fyrir hendi,“ jafnvel aftur í tímann svo að skýr mynd dragist upp fyrir borgaryfirvöldum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst bara mjög mikilvægt að við sættum okkur ekki við starfsumhverfi þar sem er áreitni, dylgjur og kynferðisleg áreitni. Við eigum aldrei að sætta okkur við slíka vinnustaði. Þess vegna verðum við að vera ekki bara með ferla og stefnur í orði, sem við sannarlega erum með, heldur verðum við að fylgja þessu eftir alla leið,“ segir Þórdís Lóa.

Hún bætir við að það að vera stjórnandi snúist alltaf um að vinna með fólki. Það verði að gera vel og það verði Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi að hafa í huga, alltaf.

„Þetta er verkefni sem má aldrei gleyma,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að borgin vilji ekki og eigi ekki að líða fyrirtækjamenningu þar sem dylgjur og áreitni eiga sér stað.

Vill gefa úttektaraðilum frið

Þórdís Lóa vill ekki svara því hvort forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, geti haldið áfram í starfi ef úttekt leiðir í ljós að hann hafi ekki brugðist við ábendingum um vítaverða framkomu fyrrverandi framkvæmdastjóra gagnvart kvenkyns undirmönnum, sem Áslaug Thelma segir að hafi verið ítrekaðar af sinni hálfu.

„Ég vil gefa stjórninni og úttektaraðilunum frið til þess að fara og vinna úttektina og það skiptir öllu máli hvað kemur út úr henni. Við erum ekkert að ákveða eitthvað fyrir fram, við bara bíðum, þetta er algjörlega fyrir utan okkar valdsvið, þetta er óháð rannsókn sem verður gerð af innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og óháðum aðilum,“ segir Þórdís Lóa.

Stjórn OR mun taka afstöðu til bréfs frá lögfræðingi Áslaugar ...
Stjórn OR mun taka afstöðu til bréfs frá lögfræðingi Áslaugar Thelmu á mánudag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

Í gær, 18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Í gær, 18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

Í gær, 18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

Í gær, 18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

Í gær, 17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

Í gær, 17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

Í gær, 17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

Í gær, 16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Í gær, 16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

Í gær, 16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »