Fái að ávísa getnaðarvörnum

Nýta á betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.
Nýta á betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir.

Ráðuneytið hefur nú birt til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda drög að lagafrumvarpi sem veitir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum heimild til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum verði frumvarpið að lögum. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að heimildin sé þó bundin því skilyrði að viðkomandi starfi á heilbrigðisstofnun þar sem heilsugæsla, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt.

Birgir bendir á að í nágrannalöndum hafi ljósmæður og hjúkrunarfræðingar takmarkaðan rétt til lyfjaávísana og einnig sé talin ástæða til að minnka álag á læknum í þessu sambandi þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geti sinnt þessu. Markmiðið er samkvæmt frumvarpsdrögunum að stuðla að betra aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu hér á landi ásamt því að efla þessa þjónustu og styrkja og hins vegar að nýta betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra innan heilbrigðisþjónustunnar á sviði kynheilbrigðisþjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert