Sjálfboðaliði græðir upp auðnina

Jóhannes Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum ...
Jóhannes Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða upp uppblásið og illa farið svæði sunnan við Þórisjökul. Sáningin hefur sannarlega borið árangur. mbl.is/Árni Sæberg

Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Hann hefur farið þangað á hverju vori síðan og sáð og borið á.

„Þetta er beringspuntur sem ég setti þarna niður fyrir um fjórum árum til að vekja athygli á því að það er hægt að sá í svona mela og fá upp góðan gróður,“ segir Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður.

Hann hefur farið á hverju vori í ellefu ár með nokkra stóra sekki af fræi og nokkur hundruð kíló af áburði þarna upp eftir. „Svo hef ég dundað mér við að bera á örfoka land þar sem er sviðin jörð,“ segir Jóhann. Svæðið sem um ræðir er suðaustan við Þórisjökul og norðan við línuveginn við Skjaldbreið. Ef það gerði rok um það leyti sem Jóhann byrjaði á landgræðslunni mátti sjá moldina hverfa af svæðinu í 12-15 kílómetra löngum stróki.

„Þegar við erum komin í 400-500 metra hæð er moldin mjög dýrmæt. Það tók margar aldir fyrir jarðveginn sem þarna fauk út í buskann að byggjast upp. Það er ekki lengur taumlaus beit á þessu svæði en eftir 1870 var hún alveg taumlaus. Þetta er svæðið sem Jónas Hallgrímsson orti um í ljóðinu Skjaldbreiður og kallaði Lambahlíðar, því þarna var fullt af lömbum. Svæðið sem ég vinn á heitir Fíflvellir og er nú örfoka melar og rofabörð. Þar var áður mikill gróður,“ segir Jóhann. Hann segir að örfá rofabörð sem eru eftir séu til vitnis um hvað gróðurþekjan var þykk og mikil. Nú er hún að mestu fokin út í veður og vind.

Landgræðslumaðurinn Jóhann Kristjánsson deifir áburði og grasfræinu með skóflu. Fljótt ...
Landgræðslumaðurinn Jóhann Kristjánsson deifir áburði og grasfræinu með skóflu. Fljótt spretta upp grastoppar sem binda jarðveginn. Ljósmynd/Úr einkasafni

Jóhann hefur til þessa einbeitt sér að því að græða upp rofabörðin og nokkurra hektara stóra moldarsléttu á svæðinu. Þar safnast leysingavatn á vorin sem ber með sér mikið af mold. Jóhann kveðst einbeita sér að „slökkvistarfinu“, það er að koma í veg fyrir að moldin fjúki burt þar sem uppblásturinn hefur verið mestur.

„Gróðurinn tekur við sér um leið og þessu er sinnt,“ segir Jóhann. Hann hefur fengið upplýsingar og ráðgjöf frá Landgræðslunni í Gunnarsholti. Landsnet hefur stutt hann mjög vel með því að borga fyrir áburðinn og fræið. Fyrirtækið á raflínur sem liggja yfir svæðið.

SÁ og STEINN

Jóhann fann mel sem hann taldi geyma mjög góðan jarðveg og mundi taka vel við áburðargjöf og fræi. Hann ákvað að sá þar fyrir stöfunum SÁ, sem voru einu stafirnir sem honum komu í hug. Sögnin er honum líka ofarlega í huga eftir allt landgræðslustarfið. Hann prentaði stafina út, mældi nákvæmlega og skalaði upp. Svo markaði hann fyrir stöfunum á jörðinni með snúru og hælum, bar á reitina og sáði. Áletrunin er um 35 metra breið og rúmlega 12 metra há. Hún leynir sér ekki úr lofti. Stafirnir SÁ eru ekki eina áletrunin sem Jóhann hefur skilið eftir sig í íslenskri náttúru.

„Á sínum tíma fór ég upp á Esjuna með þremur félögum mínum. Í bakpokanum var skilti úr ryðfríu stáli sem stóð á STEINN. Við festum skiltið upp og merktum Steininn,“ sagði Jóhann. „Við getum farið hvenær sem er upp eftir og náð í skiltið sem við settum þarna upp!“

Innlent »

Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

10:05 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna. Meira »

Tvisvar ákært fyrir að hrækja á lögreglu

09:59 Í síðustu viku voru þrjú mál þingfest þar sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni, það er fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf sín. Í tveimur þessara mála er ákærði sakaður um að hafa hrækt að lögreglumönnum. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

09:48 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gagnvart stúlku sem nú er 17 ára, en meint brot áttu sér stað þegar stúlkan á aldrinum 13 til 15 ára gömul. Meira »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Sjá Heklugos með lengri fyrirvara

05:30 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt. Meira »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

Í gær, 22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

Í gær, 21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

Í gær, 20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

Í gær, 19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðirnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...