Sjálfboðaliði græðir upp auðnina

Jóhannes Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum ...
Jóhannes Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða upp uppblásið og illa farið svæði sunnan við Þórisjökul. Sáningin hefur sannarlega borið árangur. mbl.is/Árni Sæberg

Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Hann hefur farið þangað á hverju vori síðan og sáð og borið á.

„Þetta er beringspuntur sem ég setti þarna niður fyrir um fjórum árum til að vekja athygli á því að það er hægt að sá í svona mela og fá upp góðan gróður,“ segir Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður.

Hann hefur farið á hverju vori í ellefu ár með nokkra stóra sekki af fræi og nokkur hundruð kíló af áburði þarna upp eftir. „Svo hef ég dundað mér við að bera á örfoka land þar sem er sviðin jörð,“ segir Jóhann. Svæðið sem um ræðir er suðaustan við Þórisjökul og norðan við línuveginn við Skjaldbreið. Ef það gerði rok um það leyti sem Jóhann byrjaði á landgræðslunni mátti sjá moldina hverfa af svæðinu í 12-15 kílómetra löngum stróki.

„Þegar við erum komin í 400-500 metra hæð er moldin mjög dýrmæt. Það tók margar aldir fyrir jarðveginn sem þarna fauk út í buskann að byggjast upp. Það er ekki lengur taumlaus beit á þessu svæði en eftir 1870 var hún alveg taumlaus. Þetta er svæðið sem Jónas Hallgrímsson orti um í ljóðinu Skjaldbreiður og kallaði Lambahlíðar, því þarna var fullt af lömbum. Svæðið sem ég vinn á heitir Fíflvellir og er nú örfoka melar og rofabörð. Þar var áður mikill gróður,“ segir Jóhann. Hann segir að örfá rofabörð sem eru eftir séu til vitnis um hvað gróðurþekjan var þykk og mikil. Nú er hún að mestu fokin út í veður og vind.

Landgræðslumaðurinn Jóhann Kristjánsson deifir áburði og grasfræinu með skóflu. Fljótt ...
Landgræðslumaðurinn Jóhann Kristjánsson deifir áburði og grasfræinu með skóflu. Fljótt spretta upp grastoppar sem binda jarðveginn. Ljósmynd/Úr einkasafni

Jóhann hefur til þessa einbeitt sér að því að græða upp rofabörðin og nokkurra hektara stóra moldarsléttu á svæðinu. Þar safnast leysingavatn á vorin sem ber með sér mikið af mold. Jóhann kveðst einbeita sér að „slökkvistarfinu“, það er að koma í veg fyrir að moldin fjúki burt þar sem uppblásturinn hefur verið mestur.

„Gróðurinn tekur við sér um leið og þessu er sinnt,“ segir Jóhann. Hann hefur fengið upplýsingar og ráðgjöf frá Landgræðslunni í Gunnarsholti. Landsnet hefur stutt hann mjög vel með því að borga fyrir áburðinn og fræið. Fyrirtækið á raflínur sem liggja yfir svæðið.

SÁ og STEINN

Jóhann fann mel sem hann taldi geyma mjög góðan jarðveg og mundi taka vel við áburðargjöf og fræi. Hann ákvað að sá þar fyrir stöfunum SÁ, sem voru einu stafirnir sem honum komu í hug. Sögnin er honum líka ofarlega í huga eftir allt landgræðslustarfið. Hann prentaði stafina út, mældi nákvæmlega og skalaði upp. Svo markaði hann fyrir stöfunum á jörðinni með snúru og hælum, bar á reitina og sáði. Áletrunin er um 35 metra breið og rúmlega 12 metra há. Hún leynir sér ekki úr lofti. Stafirnir SÁ eru ekki eina áletrunin sem Jóhann hefur skilið eftir sig í íslenskri náttúru.

„Á sínum tíma fór ég upp á Esjuna með þremur félögum mínum. Í bakpokanum var skilti úr ryðfríu stáli sem stóð á STEINN. Við festum skiltið upp og merktum Steininn,“ sagði Jóhann. „Við getum farið hvenær sem er upp eftir og náð í skiltið sem við settum þarna upp!“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

Í gær, 18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

Í gær, 17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

Í gær, 16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

Í gær, 15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

Í gær, 15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

Í gær, 13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

Í gær, 13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

Í gær, 12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

Í gær, 10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

Í gær, 09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...