Sjálfboðaliði græðir upp auðnina

Jóhannes Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum ...
Jóhannes Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða upp uppblásið og illa farið svæði sunnan við Þórisjökul. Sáningin hefur sannarlega borið árangur. mbl.is/Árni Sæberg

Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Hann hefur farið þangað á hverju vori síðan og sáð og borið á.

„Þetta er beringspuntur sem ég setti þarna niður fyrir um fjórum árum til að vekja athygli á því að það er hægt að sá í svona mela og fá upp góðan gróður,“ segir Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður.

Hann hefur farið á hverju vori í ellefu ár með nokkra stóra sekki af fræi og nokkur hundruð kíló af áburði þarna upp eftir. „Svo hef ég dundað mér við að bera á örfoka land þar sem er sviðin jörð,“ segir Jóhann. Svæðið sem um ræðir er suðaustan við Þórisjökul og norðan við línuveginn við Skjaldbreið. Ef það gerði rok um það leyti sem Jóhann byrjaði á landgræðslunni mátti sjá moldina hverfa af svæðinu í 12-15 kílómetra löngum stróki.

„Þegar við erum komin í 400-500 metra hæð er moldin mjög dýrmæt. Það tók margar aldir fyrir jarðveginn sem þarna fauk út í buskann að byggjast upp. Það er ekki lengur taumlaus beit á þessu svæði en eftir 1870 var hún alveg taumlaus. Þetta er svæðið sem Jónas Hallgrímsson orti um í ljóðinu Skjaldbreiður og kallaði Lambahlíðar, því þarna var fullt af lömbum. Svæðið sem ég vinn á heitir Fíflvellir og er nú örfoka melar og rofabörð. Þar var áður mikill gróður,“ segir Jóhann. Hann segir að örfá rofabörð sem eru eftir séu til vitnis um hvað gróðurþekjan var þykk og mikil. Nú er hún að mestu fokin út í veður og vind.

Landgræðslumaðurinn Jóhann Kristjánsson deifir áburði og grasfræinu með skóflu. Fljótt ...
Landgræðslumaðurinn Jóhann Kristjánsson deifir áburði og grasfræinu með skóflu. Fljótt spretta upp grastoppar sem binda jarðveginn. Ljósmynd/Úr einkasafni

Jóhann hefur til þessa einbeitt sér að því að græða upp rofabörðin og nokkurra hektara stóra moldarsléttu á svæðinu. Þar safnast leysingavatn á vorin sem ber með sér mikið af mold. Jóhann kveðst einbeita sér að „slökkvistarfinu“, það er að koma í veg fyrir að moldin fjúki burt þar sem uppblásturinn hefur verið mestur.

„Gróðurinn tekur við sér um leið og þessu er sinnt,“ segir Jóhann. Hann hefur fengið upplýsingar og ráðgjöf frá Landgræðslunni í Gunnarsholti. Landsnet hefur stutt hann mjög vel með því að borga fyrir áburðinn og fræið. Fyrirtækið á raflínur sem liggja yfir svæðið.

SÁ og STEINN

Jóhann fann mel sem hann taldi geyma mjög góðan jarðveg og mundi taka vel við áburðargjöf og fræi. Hann ákvað að sá þar fyrir stöfunum SÁ, sem voru einu stafirnir sem honum komu í hug. Sögnin er honum líka ofarlega í huga eftir allt landgræðslustarfið. Hann prentaði stafina út, mældi nákvæmlega og skalaði upp. Svo markaði hann fyrir stöfunum á jörðinni með snúru og hælum, bar á reitina og sáði. Áletrunin er um 35 metra breið og rúmlega 12 metra há. Hún leynir sér ekki úr lofti. Stafirnir SÁ eru ekki eina áletrunin sem Jóhann hefur skilið eftir sig í íslenskri náttúru.

„Á sínum tíma fór ég upp á Esjuna með þremur félögum mínum. Í bakpokanum var skilti úr ryðfríu stáli sem stóð á STEINN. Við festum skiltið upp og merktum Steininn,“ sagði Jóhann. „Við getum farið hvenær sem er upp eftir og náð í skiltið sem við settum þarna upp!“

Innlent »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrðu skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bakvið vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír,“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »

„Shut up and swim!“

09:19 Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Meira »

Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu

08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem kynntar voru í haust. Meira »

Umskurður drengja ekki bannaður

08:35 Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »

Áfram unnið að samnorrænum innkaupum

08:31 Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd. Meira »

Frumvarpið „einn glundroði“

08:18 „Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari.“ Meira »

Rannsókn á Landssímareit ekki lokið

08:15 Stjórn Félags fornleifafræðinga hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd sem Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félagsins, ritar undir: „Stjórn Félags fornleifafræðinga undrast gagnrýni í fréttaflutningi Morgunblaðsins um aðgang að gögnum í vörslu stjórnanda fornleifarannsóknar á Landssímareitnum“ Meira »

Vænta lækkunar og fresta skiptum

07:57 Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Meira »

Selja pilsner á landsleikjum

07:37 „Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
byggingu og endurnýjun verk
Ég mun gera allar minniháttar byggingar og endurbætur. Skrifaðu tölvupóstfang r....