Hagi starfsemi eftir lögum

Ríkisútvarpið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpið við Efstaleiti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) setji allan samkeppnisrekstur sinn í dótturfélög, en kveðið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segja samtökin að RÚV hafi borið skylda til þess að stofna dótturfélög um samkeppnisrekstur sinn frá 1. janúar síðastliðnum og að núverandi skipulag félagsins sé í beinni andstöðu við framangreint lagaákvæði.

Í bréfi samtakanna til stjórnar RÚV, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir meðal annars að forsenda heilbrigðs markaðar og frjálsrar samkeppni sé að allir aðilar á markaði starfi eftir sömu leikreglum, þar á meðal ríkisrekin fyrirtæki. Af þeirri ástæðu sé mikilvægt að í starfsemi ríkisrekinna fyrirtækja, sem að miklu eða öllu leyti eru fjármögnuð af ríkisfé, sé greint á milli almannahlutverks þeirra og samkeppnisreksturs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert