Ný slökkvistöð: stóri, ljóti, grái kassinn

Hugmynd um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Eyjum virðist vera umdeild ...
Hugmynd um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Eyjum virðist vera umdeild meðal íbúa.

„Allir vilja hafa okkur en enginn kannast við okkur,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í löngum pistli á Facebook-síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar.

Pistilinn ritar hann undir fyrirsögninni „Ný slökkvistöð (stóri, ljóti, grái kassinn!!!!!!)“, en svo virðist sem töluverð umræða sé í Eyjum um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar og skiptar skoðanir á því hvar best sé að hafa hana.

Friðrik Páll biður fólk halda ró sinni og láta teikna húsið eins og það eigi að vera og rekur í löngu máli aðdragandann.

„Í ljósi þeirrar umræðu sem nú er farin af stað í nefndum, bæjarstjórn og meðal almennings um byggingu og staðarval nýrrar slökkvistöðvar, sér undirritaður sig knúinn til að koma á framfæri nokkrum staðreyndum um þetta mál og vonandi leiðrétta eitthvað af þeim ranghugmyndum sem fólk virðist vera búið að mynda sér,“ segir í pistli Friðriks Páls sem kveður umræðuna og kröfuna um nýja slökkvistöð ekki vera nýja af nálinni.

Ekki pláss fyrir körfubílinn á stöðinni

Núverandi slökkvistöð sé barn síns tíma og rúmi engan veginn þann búnað og aðstöðu sem starfseminni tilheyrir. „Sem dæmi þá hefur nýi körfubíllinn okkar sem kom í febrúar verið í geymslu úti í bæ því það er ekki pláss fyrir hann á stöðinni.“

Á síðasta ári hafi 12 milljónum af fjárhagsáætlun þessa árs verið veitt til undirbúningsvinnu og hönnunar á nýrri slökkvistöð. Í framhaldi af því hafi þáverandi framkvæmda- og hafnarráð skipað vinnuhóp skipaðan fulltrúum D og E lista, ásamt framkvæmdastjóra og slökkviliðsstjóra, til að finna hentuga staðsetningu fyrir nýja slökkvistöð og skila inn tillögum til ráðsins.Friðrik Páll segir einhug hafa ríkt innan starfshópsins, sem og núverandi framkvæmda- og hafnarráðs um „mikilvægi þessa verkefnis og hvaða staðarval væri heppilegast fyrir nýja slökkvistöð samkvæmt tillögum vinnuhópsins, framhaldið virtist því lofa góðu, og allir flokkar sammála en.............nei,“ skrifar Friðrik Páll.

Það sem hafi ráðið úrslitum um staðarval hafi verið að staðurinn sé miðsvæðis á eyjunni m.t.t. þjónustusvæðis, þ.e. flugvallar, hafnar og alls þar á milli. Staðsetningin sé einnig við stofnbraut og aðalgatnamót og því gott aðgengi til og frá húsinu í allar áttir og þá sé þegar á svæðinu iðnaðarhúsnæði (kyndistöðin), auk þess sem landrými sé nægt.

Teikningarnar villandi

Núverandi teikning sé hins vegar eingöngu massateikning og á hana áætluð mesta mögulega hæð hússins, í raunveruleikanum megi hins vegar gera ráð fyrir að húsið verði lægra en massateikningin segi til um.

Lítil sem engin hætta sé heldur á að ný slökkvistöð skyggi á Landakirkju eða annað í umhverfinu og það sé meðal þeirra þátta sem horft hafi verið til við staðarval. „Það er því miður allt of algengt að fólk láti sér nægja eina hlið á málum til að mynda sér skoðun á þeim og þannig virðist það einmitt vera eftir að þessi umræða fór í loftið,“ segir Friðrik Páll.

Hann skuli líka vera fyrstur til að samþykkja að teikningarnar sem birtar voru á netinu séu villandi og gefi ekki rétta mynd af húsnæðinu sem hugmyndin sé að rísi þarna.

„Þarna er um að ræða svokallaða massa teikningu sem einungis sýnir gróflega húsnæðið og skuggamyndun af því í umhverfinu. Það er því algjörlega fráleitt að halda það að svona verði endanlegt útlit hússins þ.e. stór, ljótur, grár kassi. Einfaldast og eðlilegast hefði verið að biðja um nánari útskýringar og eða betri teikningar til að átta sig betur á umfangi og útliti,“ segir Friðrik Páll.

„Þetta er ekki bara eitthvað [sic] hús, bílapartasala eða skítugur iðnaður, þetta er þjónustustofnun í bráða- og öryggisþjónustu við bæjarbúa, þetta er samfélagsverkefni og við eigum að geta sameinast um það að búa vel að allri okkar bráðaþjónustu og sjá til þess að hún sé vel mönnuð og tækjum búinn [sic] til þess að takast á við þau verkefni sem hún fær upp í hendurnar, við erum á eyju, það er enginn annar að fara að koma og redda okkur.“

Staðsetning slökkvistöðvar sem slík breyti heldur engu um þörfina á húsnæðinu og því biðli hann til almennings og ráðamanna að halda ró sinni og láta teikna og hanna húsið og eins og það raunverulega kæmi til með að líta út í umhverfinu. „Ég er þess fullviss að fólk á eftir að líta þetta öðrum augum þegar teikningar af fallegri og snyrtilegri byggingu sem við getum verið stolt af, verða tilbúnar. Verum ekki á móti bara til að vera á móti.“

mbl.is

Innlent »

Framboð án fordæma

05:30 Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Meira »

Mun skerða kaupmátt almennings

05:30 Rýrnun viðskiptakjara að undanförnu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Meira »

Landsbankinn ber hluta tjónsins

05:30 Landsbankinn ber hluta af því tjóni sem Arion banki kann að verða fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. gegn Valitor, dótturfélagi Arion. Héraðsdómur hefur dæmt Valitor til að greiða 1,2 milljarða kr. Meira »

Gæti verið tilbúin árið 2023

05:30 Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Meira »

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli

05:30 Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira »

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

05:30 Viðræður standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um að bílastæði á Miðbakka við Gömlu höfnina verði nýtt í framtíðinni sem almannarými, a.m.k. að sumarlagi. Meira »

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

05:30 Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnarness lauk fyrir páska þegar bæjaryfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í fyrra. Meira »

Andlát: Björg Þorsteinsdóttir

05:30 Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940.   Meira »

Andlát: Hermann Einarsson

05:30 Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31.1. 1920, d. 23.4. 2000, og Einar Jónsson, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Meira »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...