Ný slökkvistöð: stóri, ljóti, grái kassinn

Hugmynd um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Eyjum virðist vera umdeild ...
Hugmynd um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Eyjum virðist vera umdeild meðal íbúa.

„Allir vilja hafa okkur en enginn kannast við okkur,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri í löngum pistli á Facebook-síðu Slökkviliðs Vestmannaeyja um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar.

Pistilinn ritar hann undir fyrirsögninni „Ný slökkvistöð (stóri, ljóti, grái kassinn!!!!!!)“, en svo virðist sem töluverð umræða sé í Eyjum um staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar og skiptar skoðanir á því hvar best sé að hafa hana.

Friðrik Páll biður fólk halda ró sinni og láta teikna húsið eins og það eigi að vera og rekur í löngu máli aðdragandann.

„Í ljósi þeirrar umræðu sem nú er farin af stað í nefndum, bæjarstjórn og meðal almennings um byggingu og staðarval nýrrar slökkvistöðvar, sér undirritaður sig knúinn til að koma á framfæri nokkrum staðreyndum um þetta mál og vonandi leiðrétta eitthvað af þeim ranghugmyndum sem fólk virðist vera búið að mynda sér,“ segir í pistli Friðriks Páls sem kveður umræðuna og kröfuna um nýja slökkvistöð ekki vera nýja af nálinni.

Ekki pláss fyrir körfubílinn á stöðinni

Núverandi slökkvistöð sé barn síns tíma og rúmi engan veginn þann búnað og aðstöðu sem starfseminni tilheyrir. „Sem dæmi þá hefur nýi körfubíllinn okkar sem kom í febrúar verið í geymslu úti í bæ því það er ekki pláss fyrir hann á stöðinni.“

Á síðasta ári hafi 12 milljónum af fjárhagsáætlun þessa árs verið veitt til undirbúningsvinnu og hönnunar á nýrri slökkvistöð. Í framhaldi af því hafi þáverandi framkvæmda- og hafnarráð skipað vinnuhóp skipaðan fulltrúum D og E lista, ásamt framkvæmdastjóra og slökkviliðsstjóra, til að finna hentuga staðsetningu fyrir nýja slökkvistöð og skila inn tillögum til ráðsins.Friðrik Páll segir einhug hafa ríkt innan starfshópsins, sem og núverandi framkvæmda- og hafnarráðs um „mikilvægi þessa verkefnis og hvaða staðarval væri heppilegast fyrir nýja slökkvistöð samkvæmt tillögum vinnuhópsins, framhaldið virtist því lofa góðu, og allir flokkar sammála en.............nei,“ skrifar Friðrik Páll.

Það sem hafi ráðið úrslitum um staðarval hafi verið að staðurinn sé miðsvæðis á eyjunni m.t.t. þjónustusvæðis, þ.e. flugvallar, hafnar og alls þar á milli. Staðsetningin sé einnig við stofnbraut og aðalgatnamót og því gott aðgengi til og frá húsinu í allar áttir og þá sé þegar á svæðinu iðnaðarhúsnæði (kyndistöðin), auk þess sem landrými sé nægt.

Teikningarnar villandi

Núverandi teikning sé hins vegar eingöngu massateikning og á hana áætluð mesta mögulega hæð hússins, í raunveruleikanum megi hins vegar gera ráð fyrir að húsið verði lægra en massateikningin segi til um.

Lítil sem engin hætta sé heldur á að ný slökkvistöð skyggi á Landakirkju eða annað í umhverfinu og það sé meðal þeirra þátta sem horft hafi verið til við staðarval. „Það er því miður allt of algengt að fólk láti sér nægja eina hlið á málum til að mynda sér skoðun á þeim og þannig virðist það einmitt vera eftir að þessi umræða fór í loftið,“ segir Friðrik Páll.

Hann skuli líka vera fyrstur til að samþykkja að teikningarnar sem birtar voru á netinu séu villandi og gefi ekki rétta mynd af húsnæðinu sem hugmyndin sé að rísi þarna.

„Þarna er um að ræða svokallaða massa teikningu sem einungis sýnir gróflega húsnæðið og skuggamyndun af því í umhverfinu. Það er því algjörlega fráleitt að halda það að svona verði endanlegt útlit hússins þ.e. stór, ljótur, grár kassi. Einfaldast og eðlilegast hefði verið að biðja um nánari útskýringar og eða betri teikningar til að átta sig betur á umfangi og útliti,“ segir Friðrik Páll.

„Þetta er ekki bara eitthvað [sic] hús, bílapartasala eða skítugur iðnaður, þetta er þjónustustofnun í bráða- og öryggisþjónustu við bæjarbúa, þetta er samfélagsverkefni og við eigum að geta sameinast um það að búa vel að allri okkar bráðaþjónustu og sjá til þess að hún sé vel mönnuð og tækjum búinn [sic] til þess að takast á við þau verkefni sem hún fær upp í hendurnar, við erum á eyju, það er enginn annar að fara að koma og redda okkur.“

Staðsetning slökkvistöðvar sem slík breyti heldur engu um þörfina á húsnæðinu og því biðli hann til almennings og ráðamanna að halda ró sinni og láta teikna og hanna húsið og eins og það raunverulega kæmi til með að líta út í umhverfinu. „Ég er þess fullviss að fólk á eftir að líta þetta öðrum augum þegar teikningar af fallegri og snyrtilegri byggingu sem við getum verið stolt af, verða tilbúnar. Verum ekki á móti bara til að vera á móti.“

mbl.is

Innlent »

Hugnast ekki heræfingar

12:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í mengun og mat á umhverfisáhrifum vegna heræfinga NATO hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Komumst ekki úr hjólförum með krónuna

11:29 „Krónan fellur hratt þessa dagana og við vitum hvað það þýðir. Það þýðir versnandi kjör í landinu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Svona var aðkoman að Hlíðarenda

11:21 Mikið vatn var í kjallaranum á Hlíðarenda á morgun. Þjálfarar Vals voru mættir klukkan sex til þess að undirbúa morgunæfingar og mættu miklum vatnsflaumi þegar þeir fóru niður í kjallara til að sækja bolta. Þeir mynduðu aðstæður sem sjást í meðfylgjandi myndskeiði. Meira »

650 atkvæði gegn hinseginumræðu

11:20 Þrír íslenskir þingmenn voru staddir á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins í vikunni þar sem kosið var um hvort umræða um málefni og réttindastöðu hinsegin fólks, LGBTI+, mætti vera á dagskrá mannréttindanefndar þingsins. Tæplega 500 atkvæði voru greidd með tillögunni en 650 á móti og var tillagan því felld. Meira »

Heimilið á ekki að vera staður ofbeldis

11:02 „Það væri best ef við þyrftum ekki að halda svona ráðstefnur og efna til vitundarvakningar um heimilisofbeldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni „Gerum betur“ í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál. Meira »

Játa íkveikju í Laugalækjarskóla

10:30 Þrír karlmenn hafa játað að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í byrjun mánaðarins. Lögreglan handtók mennina, sem eru á þrítugsaldri, eftir ábendingu sem henni barst fyrir um viku. Meira »

Sýslumaður sekti vegna heimagistingar

10:27 Lagt er til í lagafrumvarpi á samráðsgátt stjórnvalda að sýslumaður geti lagt stjórnvaldssektir á þá sem reka leyfisskylda gististarfsemi án leyfis. Samkvæmt núgildandi löggjöf ber sýslumanni að senda slík brot áfram til viðkomandi lögreglustjóra. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

10:15 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

Ráðstefna um heimilisofbeldismál

09:55 Ráðstefnan „Gerum betur“ er haldin á Hótel Natura í dag og hefst klukkan 10.00 en umfjöllunarefnið er samvinna í heimilisofbeldismálum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu í fréttinni. Meira »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...