Sala á plastpokum minnkar stöðugt

Algengara er orðið að fólk noti fjölnota poka eftir innkaupin …
Algengara er orðið að fólk noti fjölnota poka eftir innkaupin en sala á plastpokum fer minnkandi. Plastlaus september stendur nú yfir. Thinkstock.com

Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.

Sala á plastburðarpokum hefur dregist saman um 6,3% hjá Vínbúðinni á fyrstu 8 mánuðum þessa árs, miðað við síðasta ár, en um leið hefur viðskiptavinum fjölgað um 2,4% síðan á síðasta ári.

Í tilefni af Plastlausum september leggja verslanir og neytendur sitt af mörkum til að minnka plastnotkun. Í Melabúðinni eru plastpokarnir t.a.m. geymdir undir borði allan september. Árvekniátakið á að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og skaðsemi plasts í umhverfinu. Fólk er hvatt til að segja skilið við burðarpoka úr plasti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »