Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

Mögulegt er að Íslendingar geti fengið málskostnað fyrir stjórnsýslumál endurgreiddan …
Mögulegt er að Íslendingar geti fengið málskostnað fyrir stjórnsýslumál endurgreiddan úr tryggingum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu.

Um er að ræða svokallaðar réttaraðstoðarvátryggingar sem eru hluti margra heimilis- og fasteignatrygginga vátryggingafélaga á Íslandi. Vátryggingafélagið tekur þá að sér að bera kostnað við málarekstur gegn greiðslu iðgjalds en vátryggingarskilmálar tryggingafélaga á Íslandi hafa lengi vel verið skorðaðir við greiðslur fyrir málsmeðferð fyrir dómstólum.

Ef reglugerð um réttaraðstoðarvátryggingar, sem var innleiðing á tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins og tók gildi hér á landi árið 2017, er skýrð í ljósi dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins, segir Sindri það ekki útilokað að vátryggðir Íslendingar „geti í vissum tilvikum haft uppi kröfur um bætur vegna lögmannskostnaðar við meðferð máls á stjórnsýslustigi, burtséð frá efnisákvæðum vátryggingarsamnings sem takmarkar gildissvið tryggingarinnar“.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sindri að hér sé átt við það þegar dómstólum er aðeins kleift að ógilda ákvörðun stjórnvalds en taka ekki nýja ákvörðun. Í þeim tilvikum geta einstaklingar sótt um bætur strax við málsmeðferð á stjórnsýslustigi. Á þetta við um einstaklinga sem eru með mál hjá t.d. Tryggingastofnun eða úrskurðarnefnd velferðarmála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert