Stúdentar þurfi svör en ekki skreytni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kallar eftir því að vinnu ...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kallar eftir því að vinnu við endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði flýtt. mbl.is/Eggert

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í það hvort ekki væri hægt að flýta endurskoðun lagarammans um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í svörum Lilju kom fram að frumvarp þess efnis yrði ekki lagt fram fyrr en næsta vetur, eða haustið 2019.

Þorgerður Katrín sagði að þessu ætti að flýta og að það hefði komið henni á óvart að frumvarp um efnið hefði ekki verið á þingmálalista menntamálaráðherra á þessu þingi, þar sem nú þegar lægju fyrir gögn og greiningar til þess að ráðast í þá vinnu við breytingar á fyrirkomulagi LÍN sem stúdentar hafi lengi kallað eftir. Sakaði hún Lilju um aðgerðaleysi í málinu.

„Það er búið að rýna, að mínu mati, allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín og bætti við að stúdentar kölluðu eftir svörum og fyrirsjáanleika. Ef að frumvarpið verður ekki lagt fram fyrr en næsta haust, sagði Þorgerður að lögin yrðu ekki að veruleika fyrr en veturinn 2020-21.

„Það er hægt að vinna heila háskólagráðu fram að þeim tíma, þannig að ég spyr ráðherra, er frumvarps ekki að vænta fyrr en á næsta ári? Er ekki hægt að hraða þessari mikilvægu vinnu?“

Lilja vill vanda til verka

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði verkefnastjórn um endurskoðun laganna í mars á þessu ári, en hlutverk hennar er að skoða íslenska námslánakerfið í heild sinni og gera tillögur að umbótum þess og þróun.

Lilja sagði að vanda þyrfti til verka í þessu máli, sem væri erfitt og hefði reynst erfitt að „lenda“. Ráðherra sagði að hreinskiptar umræður færu fram í verkefnastjórninni, þar sem námsmenn eiga tvo fulltrúa, um það hvernig eigi að þróa LÍN til framtíðar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist vilja læra af reynslu ...
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist vilja læra af reynslu þeirra ráðherra sem hafi mistekist að breyta lánasjóðnum á liðnum árum. mbl.is/Eggert

„Það eru tveir ráðherrar búnir að gera atlögu við það að breyta lánasjóðnum og ástæða þess að mitt frumvarp kemur ekki fyrr en 2019 er vegna þess að ég er að reyna að læra af því sem miður fór,“ sagði Lilja og bætti við að það væru „blikur á lofti“ í þessum efnum og benti á að nú væri staðan sú að fleiri íslenskir stúdentar leituðu til norrænna lánasjóða en til LÍN.

Þorgerður Katrín gaf lítið fyrir svör ráðherra og sagði hana í raun vera að segja að stúdentar þyrftu að bíða og lét að því liggja að kannski væri það þannig að ráðherra hefði ekki „fullan stuðning ríkisstjórnarflokkanna til að keyra þessi mál í gegn“.

„Ég hvet ráðherra til dáða í þessu máli, stúdentar þurfa svör, ekki einhverja skreytni,“ sagði Þorgerður Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Starfshópur um flugeldamengun

05:30 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »