Stúdentar þurfi svör en ekki skreytni

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kallar eftir því að vinnu ...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kallar eftir því að vinnu við endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna verði flýtt. mbl.is/Eggert

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurði Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra út í það hvort ekki væri hægt að flýta endurskoðun lagarammans um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í svörum Lilju kom fram að frumvarp þess efnis yrði ekki lagt fram fyrr en næsta vetur, eða haustið 2019.

Þorgerður Katrín sagði að þessu ætti að flýta og að það hefði komið henni á óvart að frumvarp um efnið hefði ekki verið á þingmálalista menntamálaráðherra á þessu þingi, þar sem nú þegar lægju fyrir gögn og greiningar til þess að ráðast í þá vinnu við breytingar á fyrirkomulagi LÍN sem stúdentar hafi lengi kallað eftir. Sakaði hún Lilju um aðgerðaleysi í málinu.

„Það er búið að rýna, að mínu mati, allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín og bætti við að stúdentar kölluðu eftir svörum og fyrirsjáanleika. Ef að frumvarpið verður ekki lagt fram fyrr en næsta haust, sagði Þorgerður að lögin yrðu ekki að veruleika fyrr en veturinn 2020-21.

„Það er hægt að vinna heila háskólagráðu fram að þeim tíma, þannig að ég spyr ráðherra, er frumvarps ekki að vænta fyrr en á næsta ári? Er ekki hægt að hraða þessari mikilvægu vinnu?“

Lilja vill vanda til verka

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði verkefnastjórn um endurskoðun laganna í mars á þessu ári, en hlutverk hennar er að skoða íslenska námslánakerfið í heild sinni og gera tillögur að umbótum þess og þróun.

Lilja sagði að vanda þyrfti til verka í þessu máli, sem væri erfitt og hefði reynst erfitt að „lenda“. Ráðherra sagði að hreinskiptar umræður færu fram í verkefnastjórninni, þar sem námsmenn eiga tvo fulltrúa, um það hvernig eigi að þróa LÍN til framtíðar.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist vilja læra af reynslu ...
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist vilja læra af reynslu þeirra ráðherra sem hafi mistekist að breyta lánasjóðnum á liðnum árum. mbl.is/Eggert

„Það eru tveir ráðherrar búnir að gera atlögu við það að breyta lánasjóðnum og ástæða þess að mitt frumvarp kemur ekki fyrr en 2019 er vegna þess að ég er að reyna að læra af því sem miður fór,“ sagði Lilja og bætti við að það væru „blikur á lofti“ í þessum efnum og benti á að nú væri staðan sú að fleiri íslenskir stúdentar leituðu til norrænna lánasjóða en til LÍN.

Þorgerður Katrín gaf lítið fyrir svör ráðherra og sagði hana í raun vera að segja að stúdentar þyrftu að bíða og lét að því liggja að kannski væri það þannig að ráðherra hefði ekki „fullan stuðning ríkisstjórnarflokkanna til að keyra þessi mál í gegn“.

„Ég hvet ráðherra til dáða í þessu máli, stúdentar þurfa svör, ekki einhverja skreytni,“ sagði Þorgerður Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Framboð án fordæma

05:30 Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Meira »

Mun skerða kaupmátt almennings

05:30 Rýrnun viðskiptakjara að undanförnu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Meira »

Landsbankinn ber hluta tjónsins

05:30 Landsbankinn ber hluta af því tjóni sem Arion banki kann að verða fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. gegn Valitor, dótturfélagi Arion. Héraðsdómur hefur dæmt Valitor til að greiða 1,2 milljarða kr. Meira »

Gæti verið tilbúin árið 2023

05:30 Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Meira »

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli

05:30 Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira »

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

05:30 Viðræður standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um að bílastæði á Miðbakka við Gömlu höfnina verði nýtt í framtíðinni sem almannarými, a.m.k. að sumarlagi. Meira »

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

05:30 Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnarness lauk fyrir páska þegar bæjaryfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í fyrra. Meira »

Andlát: Björg Þorsteinsdóttir

05:30 Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940.   Meira »

Andlát: Hermann Einarsson

05:30 Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31.1. 1920, d. 23.4. 2000, og Einar Jónsson, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Meira »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...