Vilja eyða flöskuhálsum og skoða gjaldtöku

Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja ...
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Viljayfirlýsingin var undirrituð á BSÍ í dag. mbl.is/​Hari

Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýsa yfir vilja til að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram á fundi sem samgönguráðherra boðaði til á BSÍ í dag.

Unnið verði að því að eyða flöskuhálsum til að bæta umferðaflæði og efla umferðaröryggi, en „jafnframt verði skoðaðar nýjar fjármögnunarleiðir m.a. með nýrri gjaldtöku ríkisins og gjaldtökuheimildum til handa sveitarfélögunum,“ að því er segir í yfirlýsingunni

Er markmiðið með yfirlýsingunni að samkomulagi um fjármagnaða áætlun um fjárfestingar í stofnvegum og kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við tillögur sem kynntar voru í febrúar á þessu ári, en samkomulaginu er ætlað að verða hluti af langtímaáætlun ríkis í samgöngumálum, sem gilda á til ársins 2033, fjármálaáætlunar ríkisins fyrir árin 2020-2024 og fjárfestinga sveitarfélaganna. Sá fyrirvari er þó gerður á samkomulaginu að Alþingi og þær sveitastjórnir sem að því eiga aðild veiti því samþykki sitt.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, kynnir viljayfirlýsinguna.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, kynnir viljayfirlýsinguna. mbl.is/​Hari

Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að stefna að „sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna.“

Sameiginlegum verkefnahópi verður falið að vinna að forgangsröðun, fyrirkomulagi fjármögnunar og útfærslu verkefna, en horfa á til allra samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu og til tenginga við höfuðborgarsvæðið í heild sinni.

„Tekið verður tillit til markmiða samgönguáætlunar 2019-2033, aðgerðaráætlunar  í loftslagsmálum 2018-2020, þ.m.t. orkuskiptum, svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og áætlunar um loftgæði á Íslandi 2018-2029,“ að því er segir í yfirlýsingunni.

Meðal þeirra gagna sem henni liggja til grundvallar eru tillögur stýrihóps samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu frá febrúar 2018. Einnig liggur til grundvalla tíu ára samningur samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um tilraunaverkefni um bættar almenningssamgöngur, sem og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að stefna að „sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og ...
Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að stefna að „sjálfbæru, kolefnishlutlausu borgarsamfélagi og öflugri almenningssamgöngum í takt við loftslagsáætlun stjórnvalda og áherslur sveitarfélaganna.“ mbl.is/​Hari

Leiði líka málefni Sundabrautar til lyktar

Stendur vilji ráðuneytis og sveitarfélaga til að ræða nýjan samning um „eflingu almenningssamgangna jafnframt því að ráðist yrði í framkvæmdir“.

Þannig yrðu unnið að því að eyða flöskuhálsum til að bæta umferðaflæði og efla umferðaröryggi og eru ráðherra og sveitastjórnarmenn sammála um að „bæta almenningssamgöngur og að framkvæmdir við hágæða almenningssamgöngur hefjist á árinu 2020“, að því er segir í yfirlýsingunni. „Jafnframt verði skoðaðar nýjar fjármögnunarleiðir m.a. með nýrri gjaldtöku ríkisins og gjaldtökuheimildum til handa sveitarfélögunum.“

Verkefnahópi, undir stjórn Hreins Haraldssonar fyrrverandi vegamálastjóra verður falið að leiða viðræðurnar, sem og að leiða málefni Sundabrautar til lyktar.

mbl.is

Innlent »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Í gær, 14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Í gær, 12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

Í gær, 12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

Í gær, 11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

Í gær, 10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

Í gær, 10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

Í gær, 09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

Í gær, 09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

Í gær, 08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

Í gær, 08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »
Volvo V-70 Tilboðsverð
Volvo V-70 station til sölu Árg.2013 Ekinn 113 þús Beinskiptur Skoðaður Brúnn ...
Patrol 2006
Til sölu Nissan Patrol 2006 ekinn 186.000. Einn eigandi, gott viðhald, skoðaður ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...