Færir Guðna dagbækurnar

Kristján X. með fjölskyldu sinni á tröppum konungsbústaðarins á Þingvöllum …
Kristján X. með fjölskyldu sinni á tröppum konungsbústaðarins á Þingvöllum 28. júní 1921. Hann var þá í fyrstu opinberu heimsókn sinni til Íslands. F.v. Alexandrína drottning, Kristján X., ónafngreind, Knútur prins og Friðrik krónprins, síðar Friðrik IX., faðir Margrétar drottningar. Ljósmynd/Ólafur Magnússon, Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Margrét Þórhildur Danadrottning mun færa Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, prentaða útgáfu af dagbókum afa síns, Kristjáns X. Danakonungs, þegar hún heimsækir landið hinn 1. desember næstkomandi í tilefni af aldarafmæli fullveldisins.

Dagbækurnar eru um 500 þéttskrifaðar blaðsíður og varða samskipti Kristjáns við Íslendinga á árunum frá 1908, þegar hann var enn krónprins, til ársins 1932.

Kristján ríkti í Danmörku frá 1912 til ársins 1947, að því er fram kemur í umfjöllun um dagbækur hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert