Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

Samræmdu prófin gengu betur nú en í vor.
Samræmdu prófin gengu betur nú en í vor. Eyþór Árnason

Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin.

Þessi próf eru þau fyrstu almennu könnunarprófin sem hafa verið lögð fyrir síðan tæknileg vandamál urðu í tveimur prófum nemenda í 9. bekk í mars síðastliðinn.

Tíu manna aðgerðastjórn Menntamálastofnunar var til taks á prófatímanum í gær og í morgun til að fylgjast með framkvæmdinni og taka við fyrirspurnum frá skólunum.

Á fimmtudag og föstudag í næstu viku munu nemendur í 4. bekk þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Sá hópur er einn stærsti fæðingaárgangur undanfarinna áratuga og er þá búist við allt að 4.700 nemendum í próf.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert