Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

Flugfreyjur funda.
Flugfreyjur funda. mbl.is/Eggert

Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.

Þar verður rædd sú ákvörðun Icelandair að láta flugfreyjur og flugþjóna sem eru í hlutastarfi hjá félaginu þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu eða láta af störfum.

Málið hefur vakið hörð viðbrögð félagsmanna sem eru sagðir í áfalli yfir þessum afarkostum Icelandair.

mbl.is/Eggert

Flugfreyjufélag Íslands segir ákvörðun flugfélagsins brot á kjarasamningum og talar um alvarlegar þvingunaraðgerðir.

Undirbúningur er hafinn að því að stefna málinu til Félagsdóms. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, segir aðgerðirnar hluta af hagræðingaraðgerðum og að þær séu ekki brot á kjarasamningum.

mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert