Leggur til átak gegn veggjakroti í borginni

Eigendur þessa húss hafa varla tekið krotinu fagnandi. Borgarfulltrúi vill …
Eigendur þessa húss hafa varla tekið krotinu fagnandi. Borgarfulltrúi vill átak gegn veggjakroti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til allsherjarátak í að hreinsa veggjakrot í borginni í umhverfisráði í vikunni.

Í tillögunni segir hún að veggjakrot hafi stóraukist og að þörf sé á að leita eftir samstarfi við m.a. ungmennaráð, íbúasamtök, skóla, frístundamiðstöðvar, félagasamtök og rekstraraðila í þeirri viðleitni að draga úr veggjakroti.

„Okkur hafa borist fjölmargar kvartanir bæði frá íbúum og rekstraraðilum um að veggjakrot sé að aukast í borginni. Á síðustu árum hefur það verið að færast í vöxt og er að teygja sig út í úthverfin,“ segir Marta, spurð um hvaðan hún hafi það að veggjakrot hafi aukist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert