Rólegt en kólnandi veður um helgina

Á laugardaginn fer að kólna í veðri.
Á laugardaginn fer að kólna í veðri. Kort/Veðurstofa Íslands.

Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á mánudag fer að rigna og stendur rigningin yfir fram á miðvikudag. Hvasst verður á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag og miðvikudag, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu. 

Útlit er fyrir rólegt veður um helgina, heiðskírt á laugardag en skýjað á sunnudag. „Eftir helgi koma sunnanáttir og þær verða hvassar á þriðjudag og miðvikudag, með talsverðri rigningu eða jafnvel úrhelli,“ segir veðurfræðingur. Á miðvikudag verða skúrir og slydduél, og fer þá að kólna aftur. 

Á sunnanverðum Austfjörðum verður hvassviðri og geta vindhviður farið í 30 m/s. Hjá Hvalnesi og suður að Djúpavogi fóru vindhviður up í 47 m/s en nú eru þær í kringum 30 m/s en varað er við vindhviðunum á þeim slóðum. 

Gul viðvörun var í gildi í dag á landinu en hún rennur út klukkan 11 í kvöld. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert