Tvö bílslys á Öxi

Færðin var mjög slæm á köflum um Öxi og björgunarsveitin …
Færðin var mjög slæm á köflum um Öxi og björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar. Myndin er úr safni. mbl.is/​Hari

Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki.

Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Hálka var á veginum snemma í morgun.

Á svæðinu er mikil umferð ferðamanna og fáir eru komnir á vetrardekk, segir Ingi Ragnarsson í björgunarsveitinni á Djúpavogi.

Gul viðvörun frá Veðurstofu Íslands er í gildi á Austurlandi og víðar um land. Fyrir austan er „útlit fyrir að snjóþekja myndist á vegum með hálku og erfiðum akstursskilyrðum og á þetta sérílagi við um fjallvegi,“ segir á vef veðurstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert