Uppskeran þriðjungi minni en í meðalári

Dráttarvél með yfirbyggða upptökuvél silast eftir garðinum.
Dráttarvél með yfirbyggða upptökuvél silast eftir garðinum. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta er frekar dapurt. Vantar 30 til 35% upp á meðaluppskeru,“ segir Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ.

Er þetta versta uppskeruárið frá 2009 þegar lítið var undir grösunum vegna frosts í júlí. Uppskerustörfin standa sem hæst. Allir sem vettlingi geta valdið taka þátt í uppskerunni þær þrjár vikur sem hún stendur.

Þótt betri uppskera sé norðanlands og austan er Þykkvibær með svo stóran hluta heildaruppskeru í landinu að það mun hafa áhrif í vetur. Íslensku kartöflurnar munu klárast fyrr en venjulega, að því er fram kemur í umfjöllun um kartöfluræktina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert