Veitur ohf. svarar athugasemdum VFÍ

Veitur ohf. er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
Veitur ohf. er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdarstjóri Veitna ohf. hefur svarað athugasemdum sem fyrirtækinu barst frá Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) vegna menntunarkrafna til stjórnendastarfa sem verið er að ráða í. VFÍ taldi Veitur gera sérfræðiþekkingu lágt undir höfði.

Veit­ur auglýstu fjór­ar stöður for­stöðumanna hjá fyr­ir­tæk­inu lausar til umsókna. Um er að ræða for­stöðumann raf­veitu, for­stöðumann vatns­veitu, for­stöðumann stefnu og ár­ang­urs, og for­stöðumann frá­veitu. 

VFÍ gerði at­huga­semd­ir við mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur sem komu fram í auglýsingunni. Í auglýsingunni segir: „Tækni­leg inn­sýn skipt­ir máli en sér­fræðiþekk­ing­ar ekki kraf­ist.“

Í athugasemdum VFÍ kom fram að hafa verði í huga að þessir einstaklingar eigi að leiða upp­bygg­ingu og viðhald, tækniþróun og ný­sköp­un í mik­il­væg­um innviðum sam­fé­lags­ins og erfitt sé að sjá hvernig því hlut­verki verði sinnt án sér­fræðiþekk­ing­ar sem bygg­ir á grunni viður­kenndr­ar há­skóla­mennt­un­ar í tækni­fræði eða verk­fræði. 

Svar framkvæmdarstjóra

Athugasemdirnar voru sendar stjórn Veitna en hún vísaði erindinu til framkvæmdarstjóra þar sem mannauðsmál eru ekki á forræði stjórnar.

Framkvæmdarstjóri Veitna, Inga Dóra Hrólfsdóttir, hefur nú svarað athugasemdum VFÍ og þar segir:

„Veitur eru stór vinnustaður og þar vinnur m.a. mikill fjöldi verk- og tæknifræðinga að fjölbreyttum verkefnum.

Við leitum nú að stjórnendum til að leiða teymi sérfræðinga sem eru með mikla reynslu og djúpa þekkingu á sínu sviði.  Verk- og tæknifræðimenntun er góður grunnur fyrir stjórnun í tækniumhverfi en fyrirfram viljum við ekki útiloka að önnur menntun komi þar líka til greina.

Við vonumst til að fá umsóknir frá fjölbreyttum hópi verkfræðinga, tæknifræðinga og öðrum sem hafa brennandi áhuga á viðfangsefnum Veitna og vilja móta með okkur snjalla framtíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert