Vinnur að bók um bókband og bókbindara

Sigurþór Sigurðsson við um aldargamlan pappírsskurðarhníf á vinnustofu sinni í …
Sigurþór Sigurðsson við um aldargamlan pappírsskurðarhníf á vinnustofu sinni í gær. mbl.is/RAX

Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga.

„Ég vinn fyrst og fremst við það að binda inn bækur, ekki síst fyrir bókasafnara,“ segir hann og vísar til þess að hann rekur Bókbandsverk, eigið bókbandsfyrirtæki í Reykjavík, og vinnur þar hálfan daginn auk þess sem hann er í hálfu starfi hjá Seðlabanka Íslands við sömu iðju.

Sigurþór hefur sankað að sér gífurlega miklum upplýsingum um íslenska bókbindara fyrri alda og bókband þeirra með það að leiðarljósi að gefa út bók um sögu bókbandsins. „Einn þáttur í því er að hafa uppi á gömlu bókbandi sem hinir ýmsu bókbindarar hafa bundið inn,“ segir hann. Með varðveisluna í huga stofnaði hann svokallað bókbindarasafn sem er sérsafn í Landsbókasafni Íslands. „Bókband eftir yfir 100 bókbindara er í safninu,“ áréttar hann.

Sjá viðtal við Sigurþór í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert