Áhersla á notkun hjálma

Frá vettvangi hjólreiðaslyssins á Nesjavallavegi vorið 2017.
Frá vettvangi hjólreiðaslyssins á Nesjavallavegi vorið 2017.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka.

Það var síðdegis 22. maí 2017 að vegfarendur komu að slösuðum hjólreiðamanni á Nesjavallaleið neðst í brekkunni vestan við Dyrafjöll. Maðurinn hafði tekið hjólið á leigu hjá reiðhjólaleigu þremur dögum fyrr og gist nóttina fyrir slysið við Úlfljótsvatn.

Engin vitni voru að slysinu. Vegfarandi hafði séð hann um 2-3 km austan við slysstað um kl. 13.42 en tilkynning barst lögreglu kl. 14.01. Engin ummerki fundust á vettvangi né á hjólinu um árekstur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert