Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Ari Ólafsson eðlisfræðingur með nemendum í gær.
Ari Ólafsson eðlisfræðingur með nemendum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum.

Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör.

Ingibjörg Þorbergs samdi lag við vísurnar, söng þær inn á hljómplötu 1954 og nutu þær mikilla vinsælda. Þær voru ortar upp úr seinna stríði um Ara Ólafsson verkfræðing, sem vann um tíma hjá föður Ara Ólafssonar eðlisfræðings. Sá síðarnefndi segir að hann hafi oft verið tengdur við vísurnar á yngri árum en ekki í seinni tíð. „Ég var heilmikið upp með mér sem krakki þegar ég var talinn vera þessi Ari, en það var því miður ekki rétt.“

Sjá viðtal við Ara Ólafsson í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert