Betur fór en á horfðist með kornið

Matthias Munk-Pedersen og Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 í stíu …
Matthias Munk-Pedersen og Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 í stíu þar sem byggið er verkað. mbl.is/Helgi Bjarnason

Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári.

„Ég var svartsýnn á þetta fyrr í sumar en uppskeran varð miklu meiri en ég þorði að vona,“ segir Jóhann Nikulásson, bóndi í Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum. „Uppskeran er misjöfn, þetta verðu ekkert toppár. Samt er kornið ótrúlega vel þroskað,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.

Jóhann segist hafa getað sáð í klakalausa jörð við góðar aðstæður í lok aprílmánaðar. Hins vegar fór að rigna í maí og rigndi út júlímánuð og var heldur kalt í veðri megnið af þeim tíma. „Það var allt á floti,“ segir Jóhann. Ólafur segir að vegna vorkuldans séu kornakrarnir gisnari og uppskeran verði minni en í meðalári. „Ég var orðinn heldur svartsýnn á þetta. Kornið spíraði ekki nógu vel. Í raun og veru er ótrúlegt að það skuli vaxa korn upp úr ökrum sem fóru á flot í maí,“ segir Ólafur í umfjöllun um kornuppskeruna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert