Líkamsárás í Hafnarfirði

Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni.

Lögreglumanninum var ekki meint af atlögunni, en bæði fengu þau að gista fangageymslur lögreglu í nótt.

Töluverður erill var þá hjá lögreglu af dæmigerðum útköllum vegna ölvunar og skemmtanahalds, en  þar þurfti aðstoðar lögreglu til við að greiða leiðir ölvaðra og „sussa á hávært skemmtanahald“ eins og segir í dagbók lögreglu.

Mikið annríki var einnig hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna skemmtanahalds og þurftu fimm að gista fangageymslur þar í nótt sökum ölvunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert